Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál
Æðstu stjórnvöld höfðu aldrei samráð við Sóttvarnaráð Íslands, sitt eigið fagráð í heimsfaraldri Covid19. Aðeins við sóttvarnalækni og sem var ritari ráðsins og sem gaf af og til stöðumat á fyrirhuguðum ráðstöfunum stjórnvalda. Jafnvel þótt undirritaður meðlimur ráðsins margkallaði eftir fullri virkni ráðsins og þannig nauðsynlegs samráðs við heilbrigðisstéttir. Skoðanir sem ég vildi koma á framfæri þar sem ég hafði verið tilnefndur í ráðið af Læknafélagi Íslands (LÍ) í tvígang, 2014 og 2018, skipaður af heilbrigðisráðherra. Sérstaklega vildi ég sem alltaf áður, ræða sóttvarnareglur, íhlutanir stjórnvalda í samvinnu við heilbrigðisstéttir svo sem og fyrirkomulag bólusetningaaðgerða. Í gildandi sóttvarnalögum segir enda um hlutverk ráðsins “Sóttvarnaráð mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.”
Unnið var hins vegar á bak við Sóttvarnaráð (utan ritara ráðsins) að breyttum Sóttvarnalögum frá hausti 2020 með undirbúningsnefnd og sem síðan skilaði sér í frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum í byrjun árs 2021. Þrátt fyrir að ákveðið hafði verið fyrir áramót 2020 að ræða sérstaklega hlutverk ráðsins vegna óánægjuradda inna þess og boðað hafði verið til sem fyrsta fundaefni Sóttvarnaráðs. Sá dagskráliður einfaldlega felldur út af formanni og ritara ráðsins!
Tilefni undirbúningsnefndar var fyrst og fremst að koma með tillögur að nýjum sóttvaranlögum til að auka valdheimildir stjórnvalda í heimsfaraldri. Undirritaður heyrði fyrst af nefndarálitinu og sá álit þess þegar frumvarpið var lagt fram í ársbyrjun 2021. Aldrei leitaði nefndin að áliti Sóttvarnaráðs sjálfs og þar sem lagt var til að leggja sóttvarnaráð niður. Formaður LÍ (Reynir Arngrímsson), lögfræðingur LÍ (Dögg Pálsdóttir) og undirritaður gerðu alvarlegar athugasemdir á frumvarpinu í mörgum atriðum á fundi Velferðanefndar alþingis. Fyrir liggur eins álit stjórnar LÍ á þessu frumvarpi 2021. Áhersla okkar var m.a. að halda inni ákvæði laga um hlutverk Sóttvarnaráðs. Nýja frumvarpið (breytt Sóttvarnlaög frá árinu 1997) var síðan samþykkt á alþingi þar sem lög um Sóttvarnaráð fékk að haldast óbreytt.
Nýtt heildarfrumvarp um Sóttvarnalög leit svo dagsins ljós snemma árs 2022 ,en þar sem m.a. aftur er lagt til að leggja Sóttvarnaráð niður og skipa þess í stað Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og svokölluð Farsóttanefnd, fjölskipað ráðuneyta- og stjórnsýslufræðinga, yfirmanna og almannavarnaaðila, hvortveggja undir stjórn sóttvarnalæknis og að sóttvarnalæknir verði skipaður af heilbrigðisráðherra, ekki Landlækni eins og verið hefur. Þannig aukið framkvæmdavald ráðherra á kostnað verksviðs Landlæknisembættisins, á allri ábirgð framkvæmd sóttvarna og persónufrelsis.
Algengustu smitsjúkdómarnir sem ganga í þjóðfélögum á hverjum tíma eru algengust lýðheilsusjúkdómarnir sem við er að eiga á hverjum tíma, hjá börnum og fullorðnum. Heilsugæslan er gjarnan vettvangur aðgerða og þeir eru algengustu viðföng heilsugæslulækna, til greininga, forvarna og meðferða. Það hlýtur að bregða skökku við að heilsugæslulæknar eða fagfélag þeirra (FÍH) skuli t.d. ekki hafa neina sérstaka aðkomu að fyrirhugaðri Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og þrátt fyrir sérþekkingu innan þeirra raða á smitsjúkdómum og forvörnum. Ekki heldur í svokölluðu Fagráði sem nýja fumvarpið gerir ráð fyrir að sé skipað gjarnan öðrum en sérstökum fagaðilum innan heilbrigðisstétta.
Aukin miðstýring og áhrifaleysi lækna í heilsugæslu og héraði er augljós. Læknaráð eru niðurlögð og umdæmisstjórar sóttvarana ekki endilega heilsugæslulæknar og sem eru auk þess undir beinni stjórn sóttvarnalæknis. Aukin vinna samt lagt á þeirra herðar til að sinna allskonar skriffinnsku, vottorðagerð og tölvusamskiptum t.d. með Heilsuveru. Jafnvel sinna störfum læknaritara og sem reiknitæknar við útreikninga, t.d. á flóknum skimprófum fyrir ADHD greiningar. Á sama tíma og stöðugt minni tími gefst til að sinna almennum lækningum á stofu og á vöktum. Jafnframt eru heilsugæslulæknar orðnir áhrifalausir í mótun lýðheilsustefnu eins og nýlegt Heilbrigðisþing Íslands 2022 bar glöggt með sér og þar engin aðkoma var frá Félagi íslenskra heimilislækna (FÍH) eða almennra heimilislækna yfir höfuð. Mótun sóttvarnastefnu landsins skal nú líka úr þeirra höndum og sem sjaldan hefur verið mikilvægari.
Frumvarp um Ný sóttvarnalög, alþingi 2021-2022
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál
Umfjöllun um hnignun heilbrigðiskerfisins á Íslandi hefur verð áberandi í fjölmiðlum sl. misseri. Ábyrgir fagaðilar sem best þekkja hafa tjáð sig mjög skýrt. Þróun í heilbrigðisþjónustu sem engan vegin hefur verið með sama hætti erlendis, í löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Á sama tíma og hagvöxtur og gjaldeyristekjur hafa aldrei verið meiri í Íslandssögunni, m.a. vegna mikils ferðamannafjölda til Íslands. Þróun sem kallar auðvitað á sterkari innviðaþjónustu og heilbrigðiskerfi á Íslandi. Talsmenn stjórnsýslunnar hafa hins vegar ekki gefist upp á að verja núverandi ástand og þróun sl. ára. Stjórnsýslupýramídinn sér til þess.
Mörg ár tekur að lagfæra það sem skemmt og eyðilagt hefur verið í valdatíð stjórnmálaflokka í seinni tíð sem segjast alla jafnan hafa almennahagsmuni að leiðarljósi. Vísindastarfsemin í dag er í molum, jafnvel hjá sjálfu háskólasjúkrahúsinu og þar sem núverendi lækningaforstjóri LSH hefur tjáð sig að stefnt geti í þrot!. Bráðamóttakan er í molum og áhersla á uppbyggingu heilsugæslunnar og bráðaöldrunarþjónustu hefur vantað lengi. Svokallaður fráflæðisvandi BMT LSH og yfirflæði á síðdegismóttökur er löngu augljós staðreynd og sem hefur haft mikið niðurrífandi áhrif á almenna bráðaþjónustu sem flestir gera kröfu um sem og persónufriðhelgi, þegar mest á reynir tengt alvarlegum veikindum og slysum. Vöntun er á að manna læknastöður í héraði og atgerfisflótti hjúkrunarfræðinga blasir víða við. Nýliðun í sérgrein heimilislækninga og svo sem í ýmsum örðrum sérgreinum læknisfræðinnar, er mikið áhyggjumál. Ástand og þróun sl. tvo áratugi, án þess að stjórnvöld hafi hlustað á aðvaranir og tillögur til úrbóta.
Á síðasta kjörtímabili var endurtekið reynt að ná eyrum stjórnvalda. Heilbrigðisráðherranum var síðan auðvitað skipt út í stjórnarmeirihlutanum eftir síðustu alþingiskosningar vegna slaks gengis VG og óánægju í þjóðfélaginu öllu Stjórnmálasýsla sem leggur meiri áherslur á ný embætti en ábyrgðina á illa unnu verki. Í íslenska heilbrigðiskerfinu sem tók kynslóðir að byggja upp og var talið með því besta fyrir nokkrum áratugum. Allt að þriðjungs aukning hefur verið síðan í komufjölda sjúklinga á bráðavaktir vegna ferðamanna og eins í þörf á gjörgæsluplássum. Rétt eftir heimsfaraldur Covid19 eins og var fyrir faraldurinn.
Ábyrgð millistjórnenda sem þátt hafa tekið í þessum ömurlega blindraleik er einnig mikil. Fagfólk sem lokaði augunum eða leit í aðrar áttir en til grasrótarinnar og tillagna sem þaðan komu. Miklu frekar til næstu yfirstjórnenda eins og stjórnsýslupýramídinn gerir ráð fyrir. Því minni var ábyrgðin sem millistjórnendurnir voru fleiri. Við hinsvegar sem höfum jafnvel unnið áratugum saman í heilbrigðiskerfinu og á bráðamóttökum, sáum þessa þróun vel. Faghópur sem fjölmiðlar, sem í vasa stjórnmálaflokkanna, vildu helst ekki ræða við. Því fór sem fór og auðvitað alltaf þar sem þöggun fær að viðgangast.
Undirritaður hafði unnið í 4 áratugi á gömlu Slysadeild Borgarspítalans og síðar á BMT LSH í Fossvogi þegar hann sagði starfi sínu þar lausu sl. haust, ásamt nokkrum öðrum sérfræðingum. Ekki vegna starfleiða eða kulnunar, heldur vegna langvarandi og íþyngjandi skilningsleysis stjórnvalda og endalausra skipulagsbreytinga sem oft leiddu til verri bráðaþjónustu við almenning. Undirritaður hefur tjáð sig skýrt með þetta reglulega sl. áratug. M.a. í hundruðum opinberra greinaskrifa á blogginu (gömlu Eyjunni og sem síðar varð hjá DV). Eins með viðtölum við einstaka stjórnmálamenn og Velferðarnefnd Alþingis. Aldrei samt hlotið áheyrn æðstu stjórnenda eða hjá ráðherrum, jafnvel þótt eftir hefur verið leitað! Allt það versta sem spáð hefur verið, því miður gengið eftir.
Þöggun á opinberri gagnrýnni umræðu sl. áratugi í okkar mikilvægustu málaflokkum, heilbrigðis- og jafnvel menntamálum, er stærsti áhrifavaldurinn á stöðunni í dag. Ríkisfjölmiðlarnir bera þar stóra ábyrgð og dæmin fjölmörg. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda endalaust og það má alltaf vona að stjórnmálin og ríkisfjölmiðlarnir batni á Íslandi í framtíðinni. Slagorðin, „gerum þetta saman“ eiga ekkert síður við í dag, en í miðjum heimsfaraldri. Á meðan vill ég þó fá að standa læknavaktina mína í héraði og vonandi verð ég ekki einn af þeim síðustu sem það fá, á t.d. Ströndum.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál
Læknisstarfið mitt hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Á lokakafla starfsferils er fróðlegt að líta um öxl. Í sjálfu sér hefði ég ekki getað kosið betra lífsstarf og þakklátur fyrir mín tækifæri. Starfsgleðina eining sem nær langt út fyrir venjulegan vinnutíma. En hvernig getur atvinna heltekið mann? Jú, vinna með fólki sem sýnir þakkæti og gefur endurgjöf frá skjólstæðingum í lífsins ólgu sjó. Mikil mannleg og félagsleg tengsl, sem ristir í djúpt rætur mannlífs og þjóðfélagsins. Á stöðum þar sem þjóðarhjartað slær oft hraðast.
Sjálft námið var eins og best var á kosið. Fljótlega mikil klínísk vinna ásamt bóklega náminu. Einstakir kennarar og leiðbeinendur, margir af gamla skólanum og sem voru kyndilberar nútíma læknisfræði á þeim tíma og læknisþjónustunnar hér á landi. Bæði hvað varðaði sjúkrahúsþjónustu og heilsugæslu. Fyrir rúmum 40 árum, rétt eftir að Borgarspítali var reistur. Musteri í mínum huga og gamli Landspítalinn var farinn að láta á sjá með öllum sínum úthýsum. Heilsugæslustöðvar víða að rísa á höfuðborgarsvæðinu og boðberar framsýnnar hugsunar.
Ég ílengdist lengi í spítalavinnunni sem unglæknir, á hinum ýmsu deildum. Að lokum mest á bráðamóttökum. Reynsla og kennsla í þjónustulund sem fylgdi mér í mitt loka sérnám í heimilislækningum. Aldrei slitnaði þráðurinn þó við Slysa- og bráðamóttöku Borgarspítalans og sem síðar var kennd við Landspítalann og eftir sameiningu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Sl. 12 ár síðan aftur í fullu starfi sem sérfræðingur á deildinni. Alltaf samt tengdur heilsugæslunni og landbyggðarlækningum og sem ég hef nú aftur snúið mér alfarið að.
Reynslubrunnur ætti þetta að kallast úr grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Eftir doktorsnáms í heilsugæslu- og smitsjúkdómafræðum 2006 var ég klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessum grunni öllum vil ég nú benda á þær miklu brotalamir sem ég sé í þróun heilbrigðisþjónustunnar sl. ár. Vinnuforgangsröðun og skipulagi og sem stjórnendur hampa gjarna og segja að tengist þróun til betri vegar. Enn er það svo?
Að mínu mati hefur aðgengi að venjulegri heilbrigðisþjónustu stöðugt versnað. Aukin áhersla hefur verið á vaktþjónustur hverskonar sem víða er mjög undirmannaðar. Starfsemi BMT LSH og vaktþjónustunnar víða úti á landi eru augljósustu dæmin. Unglæknar látnir stöðugt bera meiri birgðar, oft reynslulitlir. Grunnþjónustu í almennri bráðaþjónustu slasaðra og veikra jafnvel úthýst og sem enginn veit lengur hvar á sinna. Gamla góða Slysadeildin klofin í herðar niður og ungu bráðalæknarnir vilja helst bara sinna bráða- og endurlífgunarherberginu og að fá að forgangsraða innlagnasjúklingum á aðrar spítaladeildir. Endurkomur bannorð í þeirra huga á deildinni og sem aðrir eiga að sinna!
Hvernig má þetta vera? Skýringa má mestmegnis finna hjá æðstu stjórnendum og sem vilja stýra stofnunum fyrst og fremst á rekstrarlegum forsemdum og að erlendri fyrirmynd stórþjóða. Millistjórnendur spila með til að komast ofar í goggunarröðina. Álit starfsmannanna á gólfinu skiptir minnstu og helst að brugðist sé að einhverju leiti við hjá stjórnmálmönnum og fréttamiðlum ef um hópuppsagnir er að ræða. Tengt starfsálagi, skipulagsleysi á göngum og áhættu á lögsóknum vegna mistaka hverskonar. Byggingaráformum samt fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús flaggað á hátíðisdögum, en sem margir telja samt eitt mesta skipulagsslys sl. aldar með tilliti til staðsetningar, atvinnuumhverfis og rekstrarhagkvæmni. Við byggjum ekki gott íslenskt heilbrigðiskerfi bara úr steypu og járni.
Aldrei meira en í dag hef ég séð jafn sundurlausa og slitna heilbrigðisþjónustu sem stöðugt hallar undan. Mín sýn og mín reynsla. Þrátt fyrir óendanlegan starfsvilja og reynslu að gera sjálfur mitt besta og þar sem mér er eingöngu umbunað með þakklæti sjúklinganna sjálfra, ekki stofnanna eða yfirvalda sem vilja minnst af mínum skoðunum vita.
Í upphafi míns starfsferils sem heilsugæslulæknir 1991 var erfitt að fá stöðu á höfuðborgarsvæðinu og starfið eftirsóknavert. Margir sóttu um hverja stöðu sem losnaði eða urðu til með nýjum heilsugæslustöðvum eins og t.d. í Grafarvogi. Læknarnir í Hafnarfirði og Garðabæ sinntu sínu vaktsvæði allan sólarhringinn auk þjónustu við Álftanes. Fóru í útköll með sjúkrabílum og sinntu heimavitjunum. Stjórnsýslan krafðist hins vegar sameiningu svæðisins undir hatt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vaktirnar okkar vöru lagðar niður, en okkur læknunum bauðst til að fá vaktvinnu hjá Læknavaktinni ehf. í Smáratogi og sem hafði áður verið til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Seinna voru síðan næturvaktirnar lagðar niður og eingöngu boðið upp á símaþjónustu um nætur. Öllum sem þá þurftu á þjónusta að halda boðið að koma á BMT LSH. Við vitum öll hvernig sú saga endaði.
Forfaðir minn, langi- langi, langafi var einn af þeim fyrstu sem útskrifaðist sem læknar frá læknaskólanum á Nesi fyrir tveimur og hálfri öld. Læknar sem þá lyftu stærsta grettistaki Íslandssögunnar í bættu heilbrigði þjóðarinnar með aðgerðum í smitvörnum, kúabólusetningum og með kennslu í mikilvægi hreinlætis. Fámennur hópur sem dreifðist um landið. Þar sem læknirinn gerði allt sem í hans valdi stóð við nauman kost og oft slæmar aðstæður.
Í dag hafa læknavísindin vissulega náð mjög langt á ýmsum sviðum með hjálp hátækninnar. Miklu meira vitað um allt hið smáa. Lyfjameðferðir hverskonar og lengt líf margra um áratugi miðað við sem áður var og flóknar skurðframkvæmdir framkvæmdar. Hins vegar eru oflækningar oft til umræðu sem stefna jafnvel því mikilvægasta og lýðheilsunni í hættu. Ofnotkun sýklalyfja meðal manna og ekkert síður notkun sýklalyfja í landbúnaði víða erlendis. Þar sem lyfin eru farin að gera meira ógagn en gagn fyrir heilsu manna og dýra.
Menn gerðu mikið úr litu hér áður fyrr, en nú stundum öfugt. Markaðshyggjan ræður oft framboði á læknisþjónustu hverskonar. Lýtalækningar t.d. á altari líkamsdýrkunar og hégóma. Forgangsröðun sérfræðilæknisþjónustu jafnvel á kostnað grunnþjónustunnar. Því meira sem ég kynni mér sögu og afrek læknisfræðinnar, því meira verð ég hissa á stöðu almennu læknisfræðinnar í dag. Heilsugæslustöðvar víða illa mannaðar læknum, jafnvel á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og vaktsvæði stækkuð og sameinuð undir einn hatt. Geðheilsunni sífellt verr sinnt. Öryggi sjúklinga og slasaðra stefnt sífellt í meiri hættu. Umferðarþungi um landsbyggðirnar samt aldrei meiri. Sjúkraflutningar hanga víða á bláþræði og langar vegalengdir að fara milli landhluta og þar sem læknisþjónusta er yfir höfuð til boða. Þyrluþjónusta LHG byggir á veikum grunni og mjög svo takmörkuðum þyrlukosti, þar sem ekkert má út af bera. Sú þjónusta auk björgunarsveita víða um land hafa samt oft bjargað því bjargað varð. Sjúkraflutningar með sjúkraflugi hins vegar miklu takmarkaðri í dag vegna færri nothæfra flugvalla.
Almenningur er í veikri stöðu og neyðarópin oft sem í óbyggðum væri. Brothættar byggðir síðan víða og þar sem heilbrigðisöryggið er látið víkja. Stjórnmálamenn eru lélegir boðberar slæmra tíðinda hvað stjórnsýsluna varðar og oft meira eins og varðhundar kerfisins. Hagmunaárekstrar liggja víða og ekki má bregðast bræðrasamkomulagi flokka á milli. Fjölmiðlar auk þess oft eins og í vösum þeirra. Sagan því ekki alltaf öll sögð, saga sem samt mestu máli skiptir fyrir okkar almenna öryggi og mest má læra af. Furðulegt í ljósi þess hve stórkostleg saga læknisfræðinnar síðustu alda annars er.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag
Um síðust helgi dvaldist ég í Kaupmannahöfn með konunni minni sem sat norræna ráðstefnu um mikilvægi góðra tengsla móður og ungbarns. Ein mikilvægustu tengslin okkar til tilfinninga og félagslegrar hæfni. Mín tengsl þarna voru hins vegar nokkuð óvænt við annan veruleika í Fredriksborgarlistigarðinum sem ég gekk daglega til og sem Friðrík VI danakonungur (1768-1839) lét hanna á valdatíð sinni (1808-1839). Undurfagur og margbrotinn í haustlitadýrðinni, með ótal gönguleiðum milli trjáa og vatna.
Ég skynjaði óvænt óvænt tengsl við Danina sem þar gengu um í sennilega svipuðum tilgangi og ég, en þó mest til að bæta tengslin sín á milli. Mest voru áberandi ungbarnamæður og feður með barnavagnan sína, gjarnan í smá hópum. Einning tengsl við kyrrðina og náttúrunna, innan garðveggjanna og utan við ys og þys borgarumferðarinnar. Nýr heimur sem tengdur var fortíðinni, tengslunum og lífinu í núinu.
Öll þessi tengsl sem ég skynjaði komu mér á óvart, enda hugsaði ég aðeins í byrjun um að komast í góðan göngutúr. Hugurinn reikaði óhjákvæmilega aftur til tíma Friðríks VI konungs og það síðan á sama tíma og ég var að lesa Sigurverkið eftir Arnald Indriðason, verðlaunahafa Jónasar Hallgrímssonar verðlaunana á degi íslenskrar tungu um síðustu helgi. Konungungi sem leiða má líkum að hafi verið bjargað frá stórubólu með bólusetningu með kúabóluefni (1769), löngu áður en hún var viðurkennd samfélagsaðferð í heimi læknavísindanna. Sami konungurinn og skaffaði okkur síðan kúabóluefni í leirkrúsum til að bólusetja íslenska þjóð upp úr 1803 og þegar hann var tekinn við stjórn utanríkismála Dana (1797) af föður sínum Kristjáni VII sem Sigurverk Arnalds fjallar mikið um.
Langlanglangafi minn Ari Arason, læknir í Skagafirði (1763-1840) og nánast jafnaldri Friðriks VI, tók einmitt við innsigluðu skjali 1803 sem fylgdi kúabóluefnunum í litlum leirglösum, til staðfestingar á gæðunum og sem er nú til varðveislu á söguminjasafninu á Sauðarkróki. Bóluefnin sem réðu miklum úrslitum í lifun þjóðarinnar í einu stærsta lýðheilsuátaki Íslandsögunnar. Þar sem prestarnir tóku síðan þátt í bólusetningaherferðinni og skráðu bólusetningarnar í kirkjubækurnar.
Tengslin þarna í heimsfaraldri Kóvíd19 við stórubóluna í upphafi 18 aldar og síðan velvilja Friðriks VI voru ljóslifandi. Launfaðir systur hans Johann Friedrich Struensee (1737-1772) og sem var víðsýnn læknir, réð þar sennilega mest úrslitum um allan þennan bólusetningagjörning, en sem engu að síðar var pyndaður og aflífaður vegna þröngsýni dönsku valdaklíkunnar og þar sem hann var talinn ógna stöðugleika konungsfjölskyldunnar með mannvillu „konungsdótturinnar“ Lovísu Ágústu.
Tengsl okkar við fortíðina og í nútíðinni skiptir auðvitað máli og sem vel tókst að mynda í Fredriksgarðinum góða og fagra sl. helgi. Þar sem hægt var að ganga inn í sjálfa fortíðina og sjá framtíðnia jafnvel speglast í vötnunum og félagslegu tengslunum.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag