Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Ekki spurning, mikil krísa er í uppsiglingu í sumar á Slysa- og bráðamóttöku LSH og sem mikið hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og þar sem vaktalínum sérfræðinga hefur nú fækkað úr 8 í 5. Fimm sérfræðilæknar eru hættir störfum frá áramótum eða um þriðjungur! Það vantar auk þess að mann yfir 400 vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll
Nýtt frumvarp um matvælalög liggur nú fyrir alþingi og sem snýr að upplýsingum og smitvörnum almennings gegn hugsanlegum sýklalyfjaónæmum flórubakteríum sem smitast getur með erlendu kjöti og jafnvel öðrum landbúnaðarvörum. Að gerð sé a.m.k. krafa um merkingar á upprunalandi og sýklalyfjanotkun þess lands í landbúnaði. Helst ætti að bæta við í frumvarpið að mínu mati, aðskilnað erlendar kjötvöru (og jafnvel grænmetis einning) frá íslenskum landbúnaðarvörum í verslunum landsins.
Allt skref í rétta átt til verndar helstu lýðheilsumarkmiðum landsins og sem er að halda sýklaflórunni okkar sem mest næmri fyrir sýklalyfjum ef á þarf að halda. Um áramótin 2020 var engu að síður heimilaður nánast frjáls innflutningur á ófrosnu kjöti frá Evrópulöndunum og sem auðveldlega getur borið með sér sýklalyfjaónæmar flórubakteríur, t.d. colibakteríur og klasakokka (ESBL og MRSA) og sem eru orðnar algengar og jafnvel í meirihluta flóru sláturdýra víða erlendis. Mest þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði. Ófrosið kjöt stóreykur síðan líkur á smiti þessarar sameiginlegu flóru dýra og manna, miðað við frosið. Flórusmit þá við okkar eigin flóru úr kjötkaupborði kaupmannsins og þar sem eftirlit í dag er nær eingöngu bundið við matareitrunarbakteríur (f.o.f. salmonellu og caphylobacter og sýklalyfjaónæmis meðal þeirra). Í frumvarpinu segir:
“Fyrirtæki sem hafa með höndum smásölu matvæla skulu tryggja með merkingum í sölurýmum að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland matvælanna og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Matvælastofnun skal árlega gefa út leiðbeiningar um miðlun upplýsinga um upprunaland og sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla.” https://www.althingi.is/altext/151/s/0141.html
-Ekkert ætti að vera einfaldara og sjálfsagaðra en að samþykkja þetta frumvarp og sem er skref í áttina að lágmarka sjálfskipuðu áhættu sem ríkisstjórnin og heilbrigðisráðherra ákváðu fyrir rúmu ári síðan með leyfi á frjálsum innflutningi á ófrosnu kjöti. Ísland og Noregur eru í algjörri sérstöðu með mjög litla notkun sýklalyfja í landbúnaði og sýklalyfjaónæmi meðal þess sem lægst gerist, sérstaklega á Íslandi. Munurinn er allt að marghundraðfaldur miðað við sum önnur Evrópulönd eins og sjá má í síðust útgefinni skýrslu ESB.
Markmið WHO – Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar- er nær hvergi betur uppfyllt í þessum efnum en einmitt hér á landi er varðar sýklalyfjanotkun í landbúnaði, en landbúnaður í heiminum öllum notar yfir helming framleiðslu allra sýklalyfja! Það ætti þannig alveg að vera óþarfi að flytja vandamálið beint og tilbúið til Íslands og sem hefur hingað til verið að mestu laust við óheft sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins. Á hendur okkar og barnanna, eftir viðkomu í kjötborðinu og loks í landsflóru manna og jafnvel loks í íslenskan landbúnað eins og flórubaktería er eðlið.
ESBL – sýklalyfja/penicillin ónæmir enterokokkar eins og E.coli eru sum staðar við miðjarðarhafið sérstaklega í meirihluta allra þvagfærasýkinga mannfólks. Að meðaltali eru slíkar sýkingar orðnar um 14% á heimsvísu meðal ungra barna og nýbura samkv. rannsókn 2016. Á Íslandi eru þessar sýkingar sjaldgæfar < 1-2%.
Hvaðan halda menn að þessi þróun sé komin?
Jú, frá landbúnaði fyrst og fremst með flórusmiti í mannfólkið.
Látum þetta fyrirséða sameiginlega flórusmit dýra og manna nú ekki koma gjörsamlega í bakið á okkur með galopin landamæri. Allir ættu að hafa fræðst eitthvað um eðli smits sl. ár og þótt ekki sé alltaf um Covidsmit að ræða.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag
Hafernir eru með því tignarlegasta sem við sjáum í íslensku dýraríki. Á fáum stöðum sómir hann sér betur en í tignarlegu landslagi á Ströndum. Ég átti því láni að fagna að njóta hans tilsýndar í óðalinu hans þar síðastliðið vor. Fylgjast með egginu eina og síðan unganum þegar hann komast til flugs sl. haust. Nær hef ég ekki sennilega komist að njóta Strandanna, þrátt fyrir ótal ógleymanlegar ferðir um Strandir og Djúpið í störfum mínum þar sem læknir sl. rúma tvo áratugi.
Mannlífið á Ströndum er annar kapítuli út af fyrir sig og sem ég hef nokkrum sinnum skrifað um áður. Um Söguna líka aftur í aldir hvar sem maður kemur og mannlífið sem skírskotar beint til hennar endurtekið. Þrautseigja íbúanna og úrræðasemin. Manngæskan og hjálpsemin og þar sem “við gerum allt saman” og þótt ég sé bara reglulegur gestur úr höfuðborginni. Vinnandi undir öðrum kringumstæðum á einum erilsamasta vinnustað landsins, á BMT LSH og þar sem til hefur orðið nýtt slagorð í Covid-kóvinu nú “gerum það saman”, hvernig sem úti viðrar.
Á Ströndum hafa hins vegar alltaf allir tekið þátt þegar eitthvað alvarlegt bjátar á og samfélagið reyndar eins og ein stór ”fjölskyldukúla”. Mikilvægi brothættar byggðar á fáum stöðum sýnilegri og þar sem arfleifð sögunnar er alltaf að standa saman. Ég hef oft hugsað hvað ég sé heppinn að hafa fengið að kynnast og njóta Strandanna sem læknir, jafnhliða minni góðu fjölskyldu í höfuðborginni sem og erlendis. Hvernig allt getur speglast saman í nýrri reynslu og auknu innsæi, í þjóðarsálina ef því er að skipta og til vinnustaða minna góðu. Tækifæri að nálgast líka minn innri mann..
Í enn eitt skiptið, en nú á mjög ólíkan hátt. Að vera þiggjandi þjónustu við erfiðar aðstæður. Að vera sóttur brotinn og lemstraður eftir fall á ísbungu í Kálfanesborgum rétt ofan við Hólmavík. Fullkomlega vel útbúinn á broddum og fjallgönguskóm, en greinilega ekki gætt nógu vel að mér í ástiginu einu sanna í eina sekúndu. Í gönguferðinni minni í gær eftir stofumóttökuna um Borgirnar og sem gefur stórkostlegt útsýni yfir Steingrímsfjörðinn. Á göngustíg sem lagður hefur verið ofan byggðarinnar, meðal annars af grunnskólabörnunum í sumarvinnu sl. áratugi. Hvati til gönguferða íbúanna og sem forveri minn, Sigfús Ólafsson heitinn, lagði svo mikla áherslu á til heilsueflingar íbúanna. Jafnvel svo að hann hvatti til að menn kvittuðu fyrir ferðir sínar í kaupfélaginu.
Það eru auðvitað dýr ráð þegar eini læknirinn í héraði og sem passa á upp á aðra, slasast og þarf auk þess neyðarflutning með hjálp björgunarsveitar innar. Sóttur á börum utan alfaraleiðar á ísilögðum klöppum. Ekki liðu nema innan við 30 mínútur að 12 manna sveit úr björgunarsveitinni Dagrenningu var komin á slysstað. Sett spelku á lækninn og hann síðan borinn af 8 vöskum Strandamönnum niður að sjúkrabílnum. Þar sem kærkomnu sjúkraflutningsmennirnir biðu og keyrðu lækninn sinn suður á bráðamóttökuna í Reykjavík. Á minn gamla góða vinnustað.
Ég er afar þakklátur þessari frábæru hjálp og ekkert síður kærleikshlýjunni sem tók á móti mér hjá mínu samstarfsfólki öllu jafnan. Síðan auðvitað frábæra og þjónustu eins og við var að búast, en var auk þess svo heppinn að lenda ekki í einum af fjölmörgum álagstoppum sem þar ríkir allt of oft. Á eigin vinnustað öllu jafnan og þar sem ég sjálfur hef ekki alltaf haft jafn mikinn tíma til að veita jafn frábæra þjónustu. Þar sem hjartað mitt slær oft miklu hraðar en nú sem þiggjandi þjónustunnar í gær.
Hafernirnir, unginn þeirra sem hóf sig til flugs í byrjun ágúst sl. og reynslan af slysabyltunni minni nú á Ströndum í gær, með aðkomu þess öflugasta sem byggðin þar hefur upp á að bjóða, hefur lyft sýn minni í aðra og nýja vídd. Við verðum að gera þetta saman.
Styðjum nú að minnsta kosti við sjálfboðavinnu bjögunarsveitanna um land allt í fjáröflun þeirra þessa daganna og sem gerir veika innviðaþjónustuna hins opinbera í dreifbýlinu svo miklu sterkari og betri. Þar sem við leggjumst á eitt að gera hlutina saman.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag
Hvað segir það okkur um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins eins og t.d. Bráðamóttöku LSH sl. áratug, að túristaleysið í kóvinu bjargi nú því sem bjargað verður og að klíniska þjónustan leggist ekki algjörlega á hliðina! Allt að 10-15% komusjúklinga á BMT voru fyrir kóvið erlendir ferðamenn. Rútuslys nánast mánaðarlegur viðburður og þar að auki tíðar komur sjúklinga á BMT úr skemmtiferðaskipum sem hér lögðust að bryggju.
Gangainnlögnum fjölgar engu að síður aftur á bráðamóttökunni og sem skýrist af viðvarandi fráflæðisvanda spítalans og skorti á frammhaldsúrræðum á hjúkrunar- og dvalarrýmum fyrir aldraða. Gera þurfti skipulagsbreytingar vegna viðbúnar fyrir Covidsjúklinga á efri hæðinni og sem allar aðgerðir stjórnvalda miðuðust við í upphafi faraldursins og að heilbrigðis sjálft legðist ekki á hliðina. Aðgerðir sem engu að síður þrengdu mikið að fyrri aðstöðu í móttöku almennt slasaðra og veikra og margir koma í sjúkrabílum þótt sumir kalla deildin “göngudeild” M.a. með 9 sjúkrarúma opnum sal á neðri hæðinni og áður var skammverueining sjúklinga sem biðu innlagar. Alls ófullnægjandi aðstæður en áður varðandi öflun sjúkrasögu, skoðun og meðferð sjúklinga. Oft aðgerðir á sárum og brotum sem og öðrum læknisfræðilegum inngripum og ástungum.
Aðrir sjúklingar síðan oft langtímunum saman á göngunum og miklir álagstoppar reglulegir þar sem biðtími á biðstofu í anddyrinu skipta mörgum klukkustundum. Allt aðstæður sem alls ekki miðast við góðar smitvarnir og þaðan að síður kröfu um persónufriðhelgi sjúklinga. Litlu breytir sé búið er að covid-bólusetja starfsmennina sjálfa og sem engu að síður borið geta borið smit í og milli sjúklinga.
Túristaleysið, jafn mikið og þjóðfélagið tapar nú á því á Kóvíd-tímum, vil ég því segja sem starfsmaður BMT, að sé eins og lítil en þýðingarmikil guðsgjöf eins og ástandið er nú. Og hvað tekur svo við ef túristarnir síðan koma loks? Erlendu ferðamennirnir sem sköpuðu jú mestu gjaldeyristekjurnar fyrir þjóðarbúið allt fyrir Covid-faraldurinn. Hvað ætli að ríkisstjórnin skuldi LSH í raun mikið í uppbyggingu bráðastarfseminnar miðað við þörf dagsins og og havað þá í náinni framtíð. Í starfsemi deildar sem sinnir mestu neyð lífsins hjá okkur flestum og þar sem síðan krafist er nú jafnvel enn meira aðhalds?
Hvernig má vera að skynsamlegar sóttvarnir gegn Covid og sem stjórnvöld leggja til, standast í raun mikið betur úti í þjóðfélaginu, en á sjálfu þjóðarsjúkrahúsinu? Skýringa sem má finna í húsnæðisskortinum og skorti á innviðauppbyggingu til langs tíma og þangað sem allt að þriðja hundrað manns leita á degi hverjum, misvel á sig komnir, á öllum aldri, alls staðar að úr þjóðfélaginu. Löngu fyrirséðu ástandi og almennir sjúklingar aldrei jafn berskjaldað og nú á kóvid tímum.
Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag