Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 04.09 2010 - 07:31

Fjárfestingar í sögulegu lágmarki

Ný skýrsla Hagstofunnar staðfestir alls ekki að kreppunni sé lokið, því miður.  Í raun er staðan alvarlegri og verri en margir vilja viðurkenna.  Sérstaklega á þetta við tölur um fjárfestingar. Samdráttur í fjárfestingum 2009 var 50.9% og er aðeins um 14% af landsframleiðslu og með því lægsta innan OECD.  Afgangur af erlendum viðskiptum hefur stóraukist […]

Fimmtudagur 02.09 2010 - 07:27

Árni, Jóhanna og Icesave

Það er varla tilviljun að skömmu eftir að Reykjanesbær lendir í greiðslufalli eru Íslendingar dregnir að Icesave samningaborðinu og Jóhanna neyðist til að söðla um í ríkisstjórninni.  Enn eina ferðina er það erlendur veruleiki sem þrýstir á Íslendinga.  Það er deginum ljósara að á meðan ósamið er um Icesave verða allir erlendir lánamarkaðir áfram lokaðir.  Þar sem […]

Sunnudagur 29.08 2010 - 08:13

2 stelpur og 1 strákur

Kynjahlutfall í mörgum framhaldsskólum landsins stefnir í 2 stelpur á móti hverjum strák.  Í lauslegri könnun á nýnemum í MR kemur í ljós að um 64% eru stúlkur og 36% piltar, tveir bekkir eru eingöngu skipaðir stelpum.  Er þetta jafnrétti? Það er alveg greinilegt að grunnskólinn er að bregðast drengjum.  Möguleiki þeirra á topp framhaldsmenntun […]

Laugardagur 28.08 2010 - 15:05

Besti flokkurinn gerir illt verra

Lengi getur vont versnað og það á svo sannarlega við um OR.  Hækkunin þar á bæ var meiri en flestir reiknuðu með en þó ekki, þegar betur er að gáð.  Áður en þessi hækkun var tilkynnt var ákveðið af hinum nýja borgarmeirihluta að OR með sinn gríðarlega skuldabagga hætti við stóriðju og leggja því hlutfallslega […]

Laugardagur 28.08 2010 - 09:44

Efnahagslegt sjálfstæði – „Icelandic style“

Í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld töldu margir að efnahagslegt sjálfstæði væri nauðsynlegur grunnur undir pólitískt sjálfstæði.  Núverandi kynslóð sem hefur tekist að rústa arfleið forfeðra sinna er á öðru máli og skyldi engan undra. Eimskipafélagið, Landsbankinn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn, Rafmagnsveitan og Hitaveitan, allt voru þetta stolt foreldra okkar og fyrri kynslóða sem höfðu lagt mikið á […]

Þriðjudagur 24.08 2010 - 09:43

OR spá að rætast – því miður!

Hér er færsla frá 13. apríl 2010 þegar ég spáði að OR yrði að hækka taxta um 20%.   RÚV birtir frétt í dag þar sem talið er að búið sé að ákvarða hækkun upp á 20% sem verði kunngerð á föstudaginn. ————– Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru […]

Mánudagur 23.08 2010 - 16:19

Landið rís, en hvað svo?

Fjármálaráðherra skrifar grein í dag í Fréttablaðið sem hann nefnir, Landið tekur að rísa.  Þar fer hann yfir það sem vel hefur tekist hjá ríkisstjórninni.  Það er rétt hjá Steingrími að virða ber það sem vel hefur tekist og vissulega hefur prógramm AGS og ríkisstjórnarinnar tekist vonum framar og er það vel.  Hins vegar er […]

Laugardagur 21.08 2010 - 12:31

Icesave er ekkert rauðvín!

Icesave er ekki eins og eitthvað eðalvín sem batnar með árunum.  Nú stingur stjórnarþingmaður upp á því að við tökum enn einn snúninginn á þessu máli og setjum það niður í kalda geymslu.  Nú þurfa Íslendingar ekki að hafa forystu um þetta mál lengur, er sagt, vegna þess að ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu […]

Föstudagur 20.08 2010 - 13:09

Þjóðargjaldþrot ekki útilokað

Frankfurter Allgemeine Zeitung greinir frá því að þjóðargjaldþrot á Íslandi sé ekki útilokað og í raun líklegar en á Grikklandi þar sem ESB geti betur hjálpað Grikkjum.  Þetta er auðvita ekki góð greining í svona víðlesnu og virtu þýsku blaði enda eigum við líklega mest undir Þjóðverjum komið við endurfjármögnun lána í framtíðinni.  Hins vegar […]

Fimmtudagur 19.08 2010 - 22:28

Háskólamenntun hrakar!

Hafnarháskóli er í 40. sæti yfir bestu háskóla í heimi og besti háskóli á Norðurlöndunum og hefur líklega verið svo um langan tíma.  Enginn íslenskur háskóli kemst á topp 100 listann. Fyrir um 100 árum voru nær allir háskólamenntaðir menn á Íslandi frá Hafnarháskóla og þar með menntaðir í besta háskóla Norðurlandanna.  Íslenskir háskólamenntaðir embættismenn […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur