Þegar ný vinstristjórn í Danmörku bauð Íslendingum heimastjórn rétt eftir aldarmótin 1900 með einn ráðherra búsettan í Reykjavík voru landsmenn í sjöunda himni eins og búast mátti við. Fáir gerðu sér þó grein fyrir hvaða afleiðingar þetta átti eftir að hafa næstu öldina og líklega erum við nú að taka út hinar verstu afleiðingar af […]
Seðlabankinn er einhver mesta hrakfallastofnun sem Íslendingar hafa sett á laggirnar og er samkeppnin þó stíf. Í raun endurspeglar Seðlabankinn vandamálin í íslenskri stofnanavæðingu sem flest má rekja til leiðtogaskorts og samskiptaörðugleika. Það er loksins að renna upp fyrir Íslendingum að stofnanir eru ekki sterkari en þeir aðilar sem leiða þær. Það er nefnilega ekki […]
Seðlabankastjóri segir að botninum sé náð í þessari efnahagskreppu. En hvaða botni höfum við ná? Það er spurningin. Varla held ég að sjúklingar landsins finni fyrir einhverjum botni, þjónustan er frekar í frjálsu falli. Opinberi geirinn er langt frá því að botna í þessari kreppu. Þeir einu sem finna fyrir „uppsveiflu“ svo orð Seðlabankastjóra séu […]
Nokkrar umræður hafa spunnist um grein Ögmunar, Virkið í norðri og ásókn útlendinga í íslenskar auðlindir. Hér er auðvita á ferðinni gömul lumma sem allir íslenskir stjórnmálamenn geta treyst á. Það hefur enginn stjórnmálamaður tapað atkvæðum á því að minna á hvað útlendingar séu miklu verri en Íslendingar. Það er alltaf hægt að stóla á […]
Hér er komið gott mottó á íslensku krónuna sem myndi sóma sér vel á mynt og seðlum landsins. Þetta mottó, sem var í miklu uppáhaldi hjá rithöfundinum John Steinbeck, lýsir á mjög raunhæfan hátt hvernig krónan mun geta komið efnahag landsins aftur á flug. Svo er spurningin hvort þetta sé ekki bara uppáhaldsmottó Íslendinga? Útrásin […]
Hér er bloggfærsla sem ég skrifaði í febrúar 2009 um mannaráðningar. Sumt hefur breyst síðan þá og nú er meiri umræða um þessi mál sem er af hinu góða en betur má ef duga skal. ——— Í þessari kreppu sem við upplifum núna er íslenskum mannauði mikið hampað og er allra manna mál að ekkert […]
Margir velta fyrir sér gátunni, hvernig Ísland ætlar að koma sér út úr hinum miklu erfiðleikum sem hér steðja að. Ofan á efnahagslegt og fjármálalegt hrun höfum við bætt við pólitískri og lagalegri óvissu, svona til að kóróna allt. Hver höndin er uppi á móti annarri. Engin samstaða er innanlands um leiðir, aðra en þá […]
Áður en göngin voru opnuð voru þegar uppi deilur um öryggi í göngunum eins og þessi frétt frá 1997 sýnir: Eldvarnir í Hvalfjarðargöngum: Rifist um hver eigi að ráða – framkvæmdaaðili og Vegagerð viðurkenna ekki lögsögu Brunamálastofnunar „Við höfum vissulega haft áhyggjur, en enn er tími til stefnu,“ segir Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri í samtali við […]
Lengi getur vont versnað. Nú er komið í ljós að Hvalfjarðargöngin, stolt Íslendinga, eru verstu og hættulegustu göng Evrópu! Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur gert mikla úttekt á göngum á Evrópu og komist að þessari niðurstöðu. Ég læt fylgja hér slóð á vefsíðu þeirra þar sem er að finna myndband sem lýsir vel hvað er […]
Það er varla hægt annað en að vera sammála Uffe Ellemann-Jensen í greiningu hans á ástandinu hér á landi. Á milli línanna má lesa að Uffe telur Íslendinga skorta vilja, getu og trúverðugleika til að sækja um ESB aðild. Hér er virtur fyrrverandi danskur ráðherra sem þekkir landið vel og nýtur trausts erlendis, óbeint að […]