Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 20.07 2010 - 06:55

Enn um leiðinlegt ESB þras!

Nú þegar tveggja ára afmæli hrunsins nálgast virðist enginn endir í nánd á áföllum, eftirköstum og afleiðingum.   Eina sem hægt er að segja er að lengi getur vont versnað.  Ofaná Rannsóknarskýrsluna fáum við nú dóm Hæstaréttar og Magma málið, og guð má vita hvað er handan við hornið.  Það virðist enn langt í land að […]

Sunnudagur 18.07 2010 - 08:33

Hin norræna fyrirmynd

Ísland er hluti af Norðurlöndunum og þangað höfum við sótt hugmyndir og ráð í gegnum aldirnar, mest af því hefur orðið okkur til góðs þó við höfum ekki alltaf gert okkur grein fyrir því.  Því er eðlilegt að við lítum til okkar nágranna í okkar neyð. Hin Norðurlöndin hafa alltaf verið reiðubúin til að hjálpa […]

Laugardagur 17.07 2010 - 10:22

ESB eða ekki ESB?

Þetta er hin mikla spurning sem Íslendingar glíma við á þessum tímum.  En hvernig er best að nálgast hana?  Út frá hlutlausri og upplýstri umræðu eða tilfinningasemi og þjóðernisrembingi? Ekki ætla ég að gera tæmandi úttekt á svona stóru máli í lítilli færslu enda væri það að æra óstöðugan.  Hins vegar langar mig að varpa […]

Föstudagur 16.07 2010 - 08:36

OR kyndir verðbólguna

Pólitísk óstjórn á OR verður landsmönnum öllum dýrkeypt.  Nú eftir borgarstjórnarkosningar og með nýjum meirihluta kemur allt í einu í ljós að hækka þarf taxta um 20% aðeins til að eiga fyrir skuldum í ár.  Og þetta er aðeins byrjunin. Þar sem ekki var tekið á skuldavanda OR strax eftir hrun hafa hlutirnir aðeins versnað.  […]

Fimmtudagur 15.07 2010 - 08:04

Að búa í réttu hverfi

Til að komast inn í bestu framhaldsskólana er best og auðveldast að búa í réttu hverfi, sérstaklega ef þú er ekki afburðarnámsmaður.  Það er nefnilega mikilvægt að ungir Íslendingar læri sem fyrst, af eigin reynslu, að ekki er sama Jón og séra Jón. Þetta er bráðnauðsynlegur undirbúningur fyrir fullorðinsárin enda undirstaða fyrir þátttöku í íslensku […]

Þriðjudagur 13.07 2010 - 12:17

Bretar leggja niður ríkisspítala

Breska ríkisstjórnin hefur tilkynnt einhverjar róttækustu breytingar á ríkisrekna heilbrigðiskerfinu (NHS) í Englandi frá upphafi.  Ríkisspítölum á að breyta í sjálfseignarstofnanir, óháðar pólitískri afskiptasemi.  Heilsugæslustöðvar og heimilislæknar munu bera ábyrgð á stærsta hluta útgjalda ríkisins til heilbrigðismála.  Ákvarðanataka og ábyrgð er hér með flutt frá nefndum og stofnunum til þeirra sem þekkja og standa sjúklingum […]

Sunnudagur 11.07 2010 - 14:44

Velkominn Lenin

Ísland í dag er farið að líkjast senum úr kvikmyndinni „Good Bye Lenin“ þar sem móðir sem féll í dá þegar austur-Þýskaland var upp á sitt besta, vaknar upp eftir að múrinn er fallinn.  Fjölskyldan reynir hvað hún getur að milda sjokkið með því að halda fram að allt sé óbreytt og reynir af fremsta […]

Föstudagur 09.07 2010 - 15:37

Nýtt bankakerfi?

Rekstur banka er í grundvallaratriðum einfaldur.  Bankar taka við sparifé sem þeir síðan lána í arðbærar fjárfestingar.  Mismunur á milli útlánsvaxta og innlánsvaxta stendur undir rekstrinum.  Því betur sem bankar eru reknir því minni er þessi munur, m.ö.o. best reknu bankarnir geta boðið hæstu innlánsvexti og lægstu útlánsvexti og á sama tíma skilað hagnaði til […]

Þriðjudagur 29.06 2010 - 15:58

Hinn þögli meirihluti

Hvar er hinn þögli meirihluti, sem sparaði þegar aðrir eyddu, sem tók sín lán hjá íbúðarlánasjóði í krónum og fór eftir eigin sannfæringu en hlustaði ekki á ruglið í gömlu bönkunum?  Þetta er fólk sem treystir á stjórnarskrána og mannréttindaskrá Sameinuðu Þjóðanna þar sem eignarrétturinn er verndaður.  M.ö.o réttur innlánseigenda er alltaf hærri en skuldara. […]

Laugardagur 19.06 2010 - 15:26

Stærsta eignartilfærsla Íslandssögunnar?

Nýlegur dómur hæstaréttar í gengistryggðum lánum gæti ollið einni mestu eignartilfærslu í Íslandssögunni.  Fari svo að erlend bíla- og húsnæðislán verði færð niður í upprunalega krónutölu höfuðstóls á óverðtryggðum erlendum vöxtum sem í sumum tilfellum eru ekki nema 3% standa þeir sem tóku þessi lán mun betur en þeir sem voru varkárir og tóku lán […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur