Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 07.06 2010 - 20:50

Íslenski draumurinn kostar kr. 2,850,000 í mánaðarlaun

Það er orðið dýrt að geta staðið undir hinum íslenska draumi: 250 fm einbýlishús í Garðabæ – 89 m 85 fm sumarhús við Skorradalsvatn – 24.5 m Land cruiser jeppi – 9.5  m Toyota Avensis frúarbíll – 5 m Samtals – 128 m Til að geta fjármagnað svona dæmi miðað við 80% lánshlutfall þarf útborgun að upphæð 25.5 m og […]

Fimmtudagur 03.06 2010 - 13:01

Samtök atvinnulífsins: aftur til fortíðar?

Samtök atvinnulífsins telja að bankarnir séu að svelta atvinnulífið.  Það hafi verið munur fyrir hrun þá hafi allir haft greiðan aðgang að lánsfé á góðum kjörum.  En góðum kjörum fyrir hvern?  Fór bankahrunið fram hjá formanni SA? Allir sem hafa greiðslugetu og traust veð geta fengið lán í bönkunum í dag.  Það er ekki vandamálið.  […]

Fimmtudagur 03.06 2010 - 12:01

Verðbólgusprengja OR

Hér eru tvær færslur sem ég skrifaði um yfirvofandi taxtahækkun OR í apríl sem fáir vildu ræða þá.  Nú er blaðinu auðvita snúið við þegar þeir sjórnmálaflokkar sem sitja í sjórn OR hafa stórtapað.  Nú er tilkynnt um hækkanir upp á næstum 40% yfir 5 ár þremur dögum eftir kosningar. OR mun ekki aðeins kynda heimili borgarbúa heldur […]

Miðvikudagur 02.06 2010 - 13:44

Skortur á óháðum fjárfestingarbanka tefur endurreisn

Bankarnir eru að enda með hálft atvinnulífið í fanginu segja menn og margt er til í því.  Þetta er ekki sök nýju bankanna heldur eru þeir hér að bregðast við aðstæðum í íslensku atvinnulífi og að reyna af bestu getu að standa vörð um eignir og störf.   Bankarnir vilja eflaust losna við þessi fyrirtæki sem […]

Mánudagur 31.05 2010 - 20:26

Bakdyraskattlagning á lífeyri upp á 16 ma kr.

26 lífeyrissjóðir tóku þátt í gjaldeyrisbraski Seðlabankans.  Seðlabankinn keypti íslenskar krónur á aflandsmarkaði hjá Seðlabanka Lúxemborgar á 270 kr. evruna og selur svo sömu krónurnar fyrir evrur til lífeyrissjóðanna en nú á 220 kr.  Hreinn hagnaður Seðlabankans er 50 kr. á hverja evru sem lífeyrissjóðirnir láta Seðlabankann fá eða samtals 16 ma kr..  Már gerir […]

Mánudagur 31.05 2010 - 17:14

Embættismenn fá völdin í Reykjavík

Nú mun reyna á æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar sem aldrei fyrr.  Stærsti borgarstjórnarflokkurinn hefur nefnilega litla reynslu af borgarmálum og stjórnun.  Í raun er borgarstjórnarflokkur Besta flokksins ansi einsleitur, allt er þetta fólk á svipuðum aldri sem flest ef ekki öll búa í 101.  Aðeins ein kona er í hópnum og ekki örlar fyrir sterkri stjórnunarreynslu í […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 11:45

Sveifla út og suður

Þetta eru fyrstu kosningar sem ég man eftir þar sem sveiflan er hvorki til vinstri né hægri.  Gömlu leiðtogarnir sem eru fastir í fortíðinni vita ekki sitt rjúkandi ráð og telja öruggast að hrósa sigri.  Allir nema Jóhanna, sem eðlilega túlkar niðurstöðurnar sem afhroð fyrir fjórflokinn. Þar sem fjórflokkurinn fékk sterka mótstöðu tapa allir hlutar hans.  […]

Laugardagur 29.05 2010 - 17:56

Tími leigusala að renna upp

Þau frumvörp sem tveir ráðherrar  leggja fram fyrir Alþingi um bætta stöðu skuldara gegn kröfuhöfum eru um margt skynsamleg.  Þau munu hjálpa núverandi kynslóð sem glímir við of há lán, en hins vegar verða afleiðingarnar lægri lánshæfni fyrir næstu kynslóð og skuldlitla einstaklinga. Ef ný lög, sem allt bendir til, gefa lánastofnunum aðeins færi á […]

Föstudagur 28.05 2010 - 11:06

Skuldir halda verðbólgu uppi

Eins og búast mátti við er verðbólgan lífseig.  Fyrirtæki eins og ríkið eru að velta sínum skuldavanda yfir á almenning í formi hækkaðs vöruverðs.  Það er mjög freistandi að hækka verð á vörum og þjónustu um 0.5% í hverjum mánuði enda auðvelt að fela vegna óstöðugs gengis og brenglaðs verðskyns almennings.  Það eru litlar líkur […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 19:04

17.5% niðurskurður á sjúkrarúmum á milli ára

RÚV segir frá því að sjúkrarúmum á Landspítalanum verði fækkað um 116 í sumar frá síðastliðnu sumri og verða nú  545.  Þetta er einn mesti niðurskurður hlutfallslega sem kynntur hefur verið af þessari ríkisstjórn.  Á meðan má ekki hreyfa við einum einasta stól hjá ráðherrum og þeirra liði. Árið 2008 voru sjúkrarúm rúmlega 800 á Landspítalanum […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur