„Steingrímur telur mikilvægast nú að vinna að skuldavanda heimila og fyrirtækja, því verkefni sé ekki lokið“, segir á Eyjunni í dag. En menn verða að muna að hver mínúta sem fer í skuldavinnu fortíðarinnar er töpuð mínúta í atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar. Eftir 2 ár sér varla högg á vatni á skuldavanda þjóðarinnar. Þúsundir manna og sérfræðinga […]
Féll Samfylkingin fyrir þeirri miklu freistingu að panta þá niðurstöðu sem Alþingi matreiddi í gær? Hvert 10 ára barn getur reiknað út að Samfylkingin hafði allar aðstæður til að ráða niðurstöðu Alþingis – þetta var einfalt stærðfræðidæmi. Það var vitað að allir Sjálfstæðismenn voru á móti og að Hreyfingin og Vinstri grænir voru með. Þá þurfti […]
Eftir daginn í gær er erfitt að sjá hvernig þeir menn sem sitja á Alþingi núna geti unnið saman. Andrúmsloftið er eitrað, hverjum er hægt að treysta, hverjir eru samstarfsaðilar og á hvaða forsendum vinna menn saman? Kjósendur hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Vandamálið er ekki stofnunin Alþingi, heldur þeir einstaklingar sem nú sitja […]
Laun heimsins eru vanþakklæti. Það fær Geir Haarde að upplifa. Nú þekki ég ekki Geir, en hann virðist vera einstaklega ljúf og hógvær persóna sem lenti í slæmum félagsskap. Íslensk stjórnmál eru eins og stjórnmál í flestum löndum aðeins fyrir harða og freka nagla, sem þrífast best í alls konar plotti og baktjaldamakki. Nú ætla ég ekki að gera […]
Skuldabréfavísitalan lækkaði mikið í dag og nú hefur vaxtakrafan á 10 ára óverðtryggð ríkisskuldabréf hækkað um rúmlega 75 punkta síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 75 punkta. Það getur því orðið bið á því að almennir vextir lækki. Bankar hafa lítið svigrúm til að lækka innlánsvexti á sama tíma og ávöxtun á ríkisskuldabréf hækkar og þar […]
Nú þegar líður að þriðju endurskoðun á aðstoð AGS til Íslands er athyglisvert að kíkja á gömul fyrirheit og athugasemdir í skjölum AGS sem finna má á vefsíðu þeirra: www.ifm.org 1. Icesave Um Icesave er þessa mola að finna: AGS segir: „The need to reassess financing assurances contributed to a delay in the second review. […]
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var lagður fyrir borgarráð á fimmtudaginn. Fréttir af honum sýna vel hvernig fréttamiðlar standa sig alls ekki þegar kemur að reikningsskilum og láta stjórnmálamenn vaða uppi með alls konar villandi talnaleiki. Á vef mbl.is segir: „Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2.149 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að þau yrðu neikvæð um 2.367 […]
Samtök heimilanna setja fram athyglisverðar tillögur um húsnæðislán og vexti í nýlegu plaggi sem nefnist „Grunnur að þjóðarsátt“. Þar eru stjórnvöld hvött til að setja 4% þak á verðbætur og leggja verðtryggingu niður. Þá eiga óverðtryggð húsnæðislán aldrei að bera hærri vexti en 6% og 5% þak skal sett á vexti ríkisskuldabréfa. Því miður er engar tillögur […]
Fyrir nákvæmlega ári síðan skrifað ég eftirfarandi færslu: Dýrmætur tími hefur farið í eintómt rifrildi á síðasta ári. Við fengum ár hjá AGS til að koma hjólum atvinnulífsins af stað áður en til niðurskurðar og skattahækkana kemur á árunum 2010, 2011 og 2012. Fyrir tæpu ári síðan [2008] var gert ráð fyrir að núna [09/2009] […]
Þegar kemur að stjórnun og skipulagi er Ísland einstaklega íhaldssamt og hugmyndasnautt land, ólíkt því sem er á sviði lista og bókmennta. T.d eru róttækar hugmyndir um hvernig við skipuleggjum og stjórnum okkar atvinnulífi eins konar tabú, og hvergi er þetta augljósara en í opinbera geiranum. Flestir geta verið sammála um að hagvöxtur er nauðsynlegur […]