Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 16.01 2015 - 10:10

Plottið um bankana

Plottið um bankana heldur áfram. Nú hafa kröfuhafar danglað ómótstæðilegri gulrót fyrir framan Framsókn.  Þeir vilja afhenda Arion banka – gamla Búnaðarbankann – ríkinu, þegar um 2 ár eru eftir af kjörtímabilinu, sem er akkúrat nógur tími til að koma bankanum í hendur nýrra eigenda, t.d. Kaupfélags Skagfirðinga? Þar með er hægt að fara í […]

Þriðjudagur 13.01 2015 - 08:56

Hvar er litla gula hænan?

Hér hefur áður verið skrifað um hið bagalega leiðtogaleysi sem hrjáir Ísland.  Fátt undirstrikar þetta vandamál betur en fjarvistir íslenskra ráðamanna í samstöðugöngunni í París.  Ísland gat ekki einu sinni sent sendiherra í þá göngu. Svo virðist sem enginn hafi nennt að hafa frumkvæði að því að taka þetta mál föstum tökum, hvorki forsætisráðherrann né […]

Mánudagur 12.01 2015 - 17:09

Laun á Íslandi

Líklega er ekkert land innan OECD þar sem lögmálið um framboð og eftispurn skiptir minna máli við ákvörðun launa en Ísland. Laun eru upp til hópa ákvörðuð í almennum kjarasamningum.  Það er lítið einstaklingsfrelsi á Íslandi til að semja um eigin laun. Þeir sem sætta sig ekki við íslenska launaskala og sitja ofarlega á hinni […]

Mánudagur 12.01 2015 - 09:07

Munurinn á Íslandi og USA

Bæði Ísland og Bandaríkin hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að senda ekki háttsetta fulltrúa í samstöðugönguna í París í gær. Bandaríkin sendu sendiherra sinn í París en stórveldið Ísland gat ekki einu sinni sent sendiherra hvað þá ráðherra.  Og hvar var Forsetinn, hann hefur nú farið til útlanda af minna tilefni? Bandaríkin hafa svarað þessari […]

Föstudagur 09.01 2015 - 18:26

Óþekktur EES verðmiði

Nú á að reyna að draga ESB umsóknina tilbaka eina ferðina enn.  En hvað kostar það? Það verður ekki ókeypis að segja NEI við ESB en JÁ við EES. Ríkisstjórnin segir að EES eigi að vera langtímagrunnur að utanríkisstefnu Íslands.  En EES samningurinn var aldrei hugsaður sem langtíma launs fyrir Evrópuríki.  Hann er í besta […]

Fimmtudagur 18.12 2014 - 11:14

Valitor selt upp í sekt

Það liðu ekki nema nokkrir klukkutímar eftir að tilkynnt var að Landsbankinn hefði selt hlut sinn í Valitor til Arion banka að tilkynnt var um að aðilar fái sekt upp á 1.6 ma kr. fyrir samkeppnishamlanir.  Þá er auðvitað komin skýring á því hvers vegan selja þurfti Valitor og Borgun í lokuðu ferli. Þó Íslandsbanki […]

Sunnudagur 14.12 2014 - 11:12

Hrópandi leiðtogaleysi

Það sem hrjáir íslensku þjóðina mest er leiðtogaleysi.  Hóphugsandi klíkur geta eðli síns vegna ekki skilað samfélaginu hæfum leiðtogum.  Ekkert hræðir meir en hæfir og óhefðbundnir leiðtogar með nýjar og ögrandi hugmyndir.  Mannkynssagan er full af slíkum dæmum. Í dag stendur Ísland frammi fyrir þremur stórum verkefnum sem eru stjórnmálastéttinni og leiðtogum hennar ofviða.  Þetta […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 21:17

Að tapa Valitor og Borgun

“To lose one parent, Mr. Worthing, may be regarded as a misfortune.  To lose both looks like carelessness. “ Þessi orð úr leikritinu “The Importance of Being Earnest” eftir Oscar Wilde, koma upp í hugann þegar maður les tilkynningar Landsbankans um að hann sé búinn að missa bæði hlut sinn í Borgun og Valitor! Að […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 10:01

Ríkisfyrirtæki úr landi

Promens er nú á leið úr landi og fylgir í fótspor fjölda annarra fyrirtækja sem stóðust hrunið en ekki íslensku gjaldeyrishöftin. En Promens er aðeins öðruvísi en önnur fyrirtæki sem hafa flúið land.  Promens er nefnilega í 58% eigu ríkisins í gegnum eignarhald ríkisins á Landsbankanum sem aftur á í Framtakssjóði, þetta er eins konar […]

Sunnudagur 30.11 2014 - 10:24

Landsbankinn „plataður“

Hópurinn sem keypti Borgun, köllum hann B-hópinn, stendur nú með sterkt tromp í hendi þegar kemur að sölu á eignarhlut kröfuhafa í Íslandsbanka.  Það kæmi ekki á óvart ef Borgun yrði notuð sem stökkpallur til að kaupa stóran hlut í Íslandsbanka, eins konar “reverse takeover”. Á sama hátt má segja að ríkisbankinn hafi verið “plataður”.  […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur