Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 17.04 2014 - 09:05

Ríkisfyrirtæki til Noregs?

Í Morgunblaðinu í dag er athyglisverð grein um fyrirtækið Promens sem er í 62% eigu skattgreiðenda í gegnum eignarhald ríkisins á Landsbankanum. Þetta fyrirtæki sem ríkið ræður yfir er að hugsa um að skrá hlutafé sitt erlendis, líklega í Noregi, til að geta stutt við framtíðarvöxt á erlendum mörkuðum. Þetta er mjög eðlileg viðskiptaákvörðun en […]

Föstudagur 11.04 2014 - 06:54

Er hætta á innflutningshöftum?

Þegar þjóðir gera sér grein fyrir að þær eiga ekki fyrir samningsbundnum afborgunum í gjaldeyri og þær geta ekki treyst á eðlilegan aðgang að erlendum fjármálamörkuðum þá byrja þær yfirleitt strax á að takmarka allan innflutning á lúxusvarningi. En ekki á Íslandi í dag! Það sem vekur athygli í nýrri skýrslu Seðlabankans um greiðslujafnaðarvanda þjóðarinnar […]

Fimmtudagur 10.04 2014 - 09:15

„Ghostbusters“ á kröfuhafa

“Ghostbusters” hópur Simma er á full að undirbúa sig fyrir baráttuna um að kveða niður kröfuhafadrauginn í eitt skipti fyrir öll. Þar er mottóið “við semjum ekki” og er mikil makríl og Icesave stemning yfir öllu saman. Valdir menn í hverju hlutverki og allt mun þetta reddast. Stóra planið er að setja búin í gjaldþrot, […]

Mánudagur 31.03 2014 - 14:21

Kötlukróna

Kröfuhafar eru ekki versti óvinur krónunnar heldur íslensku eldfjöllin. Mál kröfuhafa er afmarkað og verður á endanum leyst. Erfiðara verður að leysa vandamál íslensku eldfjallanna. Þar sem ferðaþjónustan er orðin stærsta gjaldeyrisbúgrein þjóðarinnar verður sjálfstæð króna aldrei stöðugri en kvikan undir Kötlu. Áhrif gosins í Eyjafjallajökli gefa ákveðnar vísbendingar um hugsanlegar afleiðingar Kötlugoss, enda mun […]

Mánudagur 17.03 2014 - 10:40

757 í vanda

Boeing 757 frá Delta flugfélaginu missti hluta úr væng á flugi frá Orlando til Atlanta í gær samkvæmt frétt CNN.   Giftusamlega tókst að lenda vélinni og engan sakaði. Þetta er sama tegund og Icelandair notar.  Þetta eru gamlar vélar sem hætt er að framleiða. Það eru kostir og gallar við að nota gamlar vélar.  Þessar […]

Laugardagur 15.03 2014 - 08:54

Ofmat á stöðu Íslands

Ísland er hluti af Evrópu.  Það er landfræðileg staðreynd sem ekki verður breytt.  Ísland er lítið skuldugt ríki sem ekki er að fullu með fjármagnaðan efnahagsreikning.  Þar með er Ísland vandamál í augum nágrannaþjóðanna.  Þetta vandamál þarf að leysa og það er alveg ljóst að það er Evrópuríkja að leysa það. Eftir hrun voru það […]

Föstudagur 14.03 2014 - 10:31

EES: Nýi gamli sáttmáli

Utanríkisstefna sem byggir á EES verður lítið annað en vosbúð í aftanívagni hjá Norðmönnum.  Það er alltaf að koma betur í ljós að ESB lítur á EES sem “norskan samning” þar sem tekið er tillit til norskra hagsmuna – svo fá Íslendingar að fljóta með. Það er ansi lítið fullveldi í því að þurfa að […]

Fimmtudagur 13.03 2014 - 07:51

„Iceland – who cares?“

Sú staðreynd að Ísland var skilið útundan í makrílsamningnum endurspeglar einangrun landsins og skort á tiltrú annarra landa, jafnvel Færeyja, á óskiljanlegri utanríkisstefun Íslands sem byggir á haltu mér slepptu mér ESB á meðan við döðrum við Pútin og Kína á norðurslóðum! ESB sendir Íslandi skýr skilaboð með þessum makrílsamningi.  Héðan í frá verða það […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 09:49

Asíudraumurinn

Margir telja að framtíð Íslands sé í Asíu, þar séu tækifærin. Auðvitað eru tækifæri í Asíu, en eru arðbærustu tækifæri Íslands virkilega í Asíu? Íslendingar eru markaðsmenn eins og Icesave dæmið sýndi vel. Sá hugsunarháttur lifir vel eftir hrun. Allt gengur út á að opna nýja og spennandi markaði og komast þar inn.  En á […]

Fimmtudagur 06.03 2014 - 11:37

Plottið um bankana

„Þeir sem stjórna bönkunum stjórna Íslandi“. Þetta er skynsamleg nálgun, sérstaklega í skuldsettu umhverfi krónunnar. Það er ekki svo langt síðan að bankastjórar skömmtuðu lán.  Aðeins “vildarvinir” bakanna fengu lán og þá á svo hagstæðum vöxtum að eiginlega var um styrki að ræða, enda engin verðtrygging. Þetta var tími sem margir horfa tilbaka á með […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur