Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð virka eins og tvær hliðar á sama peningi. Svo virðist sem þeir séu á sameiginlegri herferð gegn matsfyrirtækjunum. Þeir eru báðir greinilega mikið pirraðir yfir nýjum vinnuaðferðum erlendis. Þegar ÓRG skellir skuldinni á matsfyrirtækin “gleymir” hann að spyrja hver mataði matsfyrirtækin á upplýsingum um íslensku bankana? Hvað lá að baki […]
Matsfyrirtækin mega vel við una. Leiðréttingarnefndin hlustaði 75% á þau og 25% á Framsókn. Þetta kemur skýrt fram í yfirlýsingum Moody´s og Fitch. Enn er beðið eftir S&P. Með því að lækka niðurfellinguna úr 300 ma kr niður í 80 ma kr. og setja endurfjármögnunarbann á þá sem sækja um, þá urðu tillögur nefndarinnar miklu […]
Mikið var rætt um sölu á Magma bréfi OR sem fór fyrir borgarráð og dótturfélag ríkisbankans, Landsbréf, bauð í 8.6 ma kr. fyrr á árinu. Allt var það mál hið undarlegast enda var fjármögnunin ekki tryggð. Í nýjasta árshlutareikningi OR segir í skýringum að kaupandi bréfsins hafi ekki getað staðið við tilboð sitt og því […]
Það er ekki skynsamlegt fyrir Ísland að komast upp á kant við AGS eftir að hafa þegið stuðning og lán frá sjóðnum. Sérstaklega er þetta varasamt á meðan gjaldeyrisvarasjóðurinn er að láni tekinn og aðgangur að erlendum fjármálamörkuðum er takmarkaður og fokdýr. Þegar lönd sem þiggja hjálp frá AGS snúast geng sjóðnum og fara að […]
Þetta segir stórblaðið FT og hefur eftir vestrænum diplómat. Í merkilegri grein um Grænland í helgarútgáfu blaðsins er rifjað upp hvernig Bandaríkin vildu kaupa Grænland eftir seinni heimstyrjöldina af Dönum. En ekkert varð af þeirri sölu. En í framhaldinu er bent á að Ísland sé áhugaverður kostur fyrir Kínverja til að ná fótfestu í þessum […]
Í nýlegri skýrslu frá Landsbankanum segir að ferðaþjónustan sé að verða stærsta útflutningsgrein landsins. Erfitt væri að draga þá ályktun með því að skoða kennsluframboð íslenskar háskóla. Lítið fer fyrir ferðamennsku þar og enn minn fyrir stjórnendakúrsum í hótelrekstri. Varla er staðan betri hjá stjórnarráðinu, ekki er til ráðuneyti fyrir stærstu útflutningsgreinina. Hér er kerfið […]
Nýtt mat Fitch sýnir að Framsókn hlustaði á matsfyrirtækin og lækkaði skuldaniðurfellinguna úr 300 ma í 80 ma kr. Þó skammstöfunarstofnanir séu ekki hátt skrifaðar hjá forsætisráðherra opinberlega er hlustað á þær bak við tjöldin. Í mati Fitch er enn eina ferðina vikið að alvarlegri stöðu ÍLS. Fitch ráðleggur að takmörk verði sett á endurfjármögnun […]
Það er rétt hjá Þorbjörgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa að PISA könnunin kemur ekkert á óvart. Lestrarvandamál drengja er vel þekkt og fer versandi. Að bókaþjóðin skuli lenda fyrir neðan meðaltal OECD landanna í lestri er auðvita skandall sérstaklega þegar haft er í huga að kennaranám á Íslandi er 5 ár í háskóla. Því miður má búast […]
Í skýrslu aðgerðahóps um skuldaaðgerðir er tillaga sem gæti breytt forsendum hjá þúsunda heimila um hvort rétt sé að sækja um þessa skuldaleiðréttingu. En í lok skýrslunnar segir: “Í ljósi greiningarinnar telur hópurinn mikilvægt að benda á að þær aðstæður kunna að skapast að fasteignaeigendur vilji endurfjármagna lán sín hjá Íbúðalánasjóði vegna aukins veðrýmis sem […]
Að afnema eignaskatta af eigin eignum en leggja þá á eignir annarra hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl aðgerð í suður-Ameríku og nú á Íslandi. Það er engu líkara en að andi Perónista svífi yfir vötnunum heima á Íslandi. Það er orðið prinsipp mál að fara eigin leiðir og láta ekki alþjóðlegar skammstöfunarstofnanir segja sér fyrir […]