Í dag er dagur enskunnar – “lingua franca” okkar tíma. Á þessu degi 1362 var enska notuð í fyrsta sinn við opnun breska þingsins, en áður höfðu þingstörf farið fram á frönsku. Tvisvar sinnum fleiri tala ensku sem sitt annað mál en hafa hana sem móðurmál. Fyrir litlar þjóðir sem búa við tungumál sem fáir […]
Það virðist vera ákveðinn ruglingur í umræðunni um hvað gerðist í hruninu um eignarhald á nýju og gömlu bönkunum og hver seldi hverjum hvað? Íslenska leiðin Þegar bankarnir féllu töpuðu hluthafar öllu og eignir sem bankarnir áttu fóru til kröfuhafa í samræmi við að þeir voru einkafyrirtæki. Þannig eignuðust kröfuhafar lán og aðrar eignir föllnu […]
Seðlabankinn sagði nýlega að viðskiptakjör á erlendum fjármálamörkuðum væru þau verstu í áratugi. Þetta sést einna best ef gögn frá Bloomberg, um íslenskt ríkisskuldabréf í dollurum sem er á gjalddaga 2022, eru skoðuð. Í maí 2013 var ávöxtunarkrafa á þetta bréf 3.81% en var komin upp í 5.71% í september. Miðað við bandarísk skudabréf af […]
Íslendingar hafa tvo kosti: krónuna eða evruna. Krónunni fylgir krónískur gjaldeyrisskortur, höft, gengisfellingar og lág laun. Hver skýrslan á fætur annarri lítur dagsins ljós, þar sem erlend fjármálastaða landsins gerir lítið annað en að versna. Ísland er nú að nálgast þá stöðu sem Glitnir var í fyrir hrun að eiga ekki fyrir erlendum skuldbindingum. Við […]
Rétt eftir hrunið kom Svíi að máli við mig og sagði, „það mun taka Íslendinga 25 ár að vinna sig upp úr þessu hruni“. Því er viðeigandi að minnast orða Churchill´s þegar hann sagði í frægri ræðu: Now this is not the end. It is not even the beginning of the end. But it is, […]
Forsætisráðherra segir að matarskattur sjúklinga muni verða felldur niður finnist 200 m kr. Sem sagt fjárlagagerð er eins og að vera á berjamó. Þetta er athyglsiverð nálgun hjá ráðherra. Hvernig væri að lækka fjárframlög til landbúnaðarins úr 300m í 100m kr. – þar með er málið leyst, ekki satt?
Fréttir um að krabbameinssjúklingur hafi þurft að borga tæplega 850,000 kr á einu ári í meðferð eða um $7,000 afhjúpar hið íslenska heilbrigðiskerfi sem nú siglir hraðbyr vestur í átt. Ég þori að fullyrða að aðeins í tveimur OECD löndum þurfa sjúklingar að borga slíka upphæð úr eigin vasa, Íslandi og Bandaríkjunum. En ekki mikið […]
Sú ákvörðun fjámálaráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu að leggja til að fjármögnunarskuldabréfi Seðlabankans verði breytt í bréf sem beri núll vexti eru bein afskipti af efnahagsreikningi Seðlabankans og dregur úr sjálfstæði hans. Það er óheppilegt að fjármálaráðuneytið sé með þessum hætti að “skipta” sér af Seðlabankanum. Þá skapar þetta ákveðna óvissu um hvar vaxtaákvörðunarvaldið liggi og getur […]
Fyrir hrun var Ísland fyrirmyndarland eins og ÓRG þreyttist seint á að auglýsa erlendis. Nú 5 árum síðar er rykið dustað af þessari ómótstæðilegu hugmynd. En hætt er við að fyrir utan landsteinana sé Ísland ekki fyrirmynd heldur víti til varnaðar. Fræg er ræða Alex Salmond helsta sjálfstæðisleiðtoga Skota, sem hann hélt á Harvard háskóla […]
Íslensk stéttaskipting fer í auknum mæli eftir gjaldmiðlatengingu launa. Tvær stéttir eru að myndast – Krónuíslendingar sem fá sín laun í krónum í samræmi við íslenska kjarasamninga og Evruíslendingar sem vinna erlendis eða fá laun sín tengd erlendum gjaldmiðli. Evruíslendingar eru að mörgu leyti forréttindahópur og margir í þeim hópi hafa þegar fengið “höfuðstólsleiðréttingu” í […]