Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 20.10 2016 - 13:29

Er myntráð lausnin?

Vaxtaokur og verðtrygging er afleiðing af lélegri efnahagsstjórnun og rangri peningamálastefnu. Það er gríðarlegt hagsmunamál heimilanna að finna stjórnmálamenn sem geta tekið heilstætt á þessum málum og innleitt varanlegar lausnir. Stjórn efnahagsmála hefur batnað frá hruni en peningamálastefnan hefur setið á hakanum. Það er engin lausn að láta Seðlabankann marka langtíma stefnu í peningamálum. Seðlabankinn […]

Miðvikudagur 19.10 2016 - 10:30

Um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta er göfugt markmið sem er erfitt og dýrt að uppfylla. Þeir sem hafa kynnst slíku kerfi, t.d. í Bretlandi, vita að það hefur sína kosti og galla. Í slíku kerfi er kostnaði oftast stjórnað með ítarlegum klínískum leiðbeiningum sem eiga að takmarka notkun á dýrum aðgerðum og lyfjum. Þá er gríðarlegt álag og […]

Sunnudagur 16.10 2016 - 14:18

Björt Framtíð með Viðreisn?

“…að færa þjóðinni fullveldi sitt og sjálfræði að nýju” er frasi sem þjóðernispopúlistar eru þekktir fyrir. En þessi orð eru nú notuð af Pírötum á Íslandi í kosningabaráttu til Alþingis. Það eru ákveðin vonbrigði að svona orðræða heyrist á þeim bæ, en svo bregðast víst krosstré sem önnur. Píratar hafa stimplað sig inn sem vinstri […]

Fimmtudagur 29.09 2016 - 13:55

Enginn vill eiga banka

Bankakrísan í Evrópu er hvergi búin. Viðskiptafjölmiðlar eru fullir af fréttum um að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, riði nú til falls og að þýska ríkið verði að koma honum til bjargar. Þessu harðneitar stjórn bankans en því harðar sem menn neita sögusögnum því meiri byr fá þær í fjölmiðlum. Hlutabréf Deutsche Bank hafa fallið […]

Þriðjudagur 20.09 2016 - 20:48

Er rétt að samræma lífeyriskerfin?

Samkomulag um að samræma lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og hinna á almennum markaði er um margt merkilegt og til lengri tíma þjóðhagslega hagkvæmt, svo framarlega sem útfærslan klúðrist ekki! Þá er tímasetningin mjög heppileg, bæði er ríkið aflögufært um peninga til að loka götum í gamla kerfinu og útreikningar á núvirði lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna fara fram […]

Föstudagur 16.09 2016 - 16:20

Skýrslan og vinnubrögðin

Skýrslan um hina síðari “einkavæðingu” bankanna fellur ofan í nákvæmlega sömu gryfju og viðfangsefnið. Vandamálið í báðum tilvikum er hóphugsun og einsleit vinnubrögð. Allt er þetta rakið faglega í Rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem varað er við vinnubrögðum sem mögnuðu hrunið og enn hrjá Íslendinga. Það er eins og menn vilji ekki sjá bjálkann í eigin […]

Þriðjudagur 30.08 2016 - 09:57

EES, ESB eða hvað?

Bretar kalla EES samninginn bakdyraaðild að ESB. Þeir sem berjast fyrir Brexit eru jafnvel enn meira á móti EES en ESB því EES myndi gefa enn meiri afslátt af fullveldi Bretlands en ESB. Með því að ganga úr ESB og í EES væru Bretar að yfirgefa háborð Evrópu þar sem þeir hafa tillögu- og atkvæðisrétt […]

Sunnudagur 17.07 2016 - 16:09

Íslensk þjónusta

Hugmyndir Íslendinga um góða þjónustu eru oft á skjön við nágranna okkar. Þetta er ekkert undarlegt í landi þar sem þrjóska hefur alltaf verið talin betri dyggð en þjónustulund. En þar með er ekki sagt að það sé ekki hægt að finna góða þjónustu á Íslandi. Vandamálið er að þjónustustigið er annað hvort í ökkla […]

Sunnudagur 26.06 2016 - 07:11

Brexit og EES

Það er kostulegt að lesa hvað margir íslenskir ráðamenn halda að EES sé lausn Breta nú þegar þeir eru á leið út úr ESB. En EES er engin lausn, þvert á móti. EES gefur Bretum ekki vald yfir eigin landamærum eða frelsar þá úr klóm skriffinna í Brussel. Að fara úr ESB og yfir í […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 09:35

LÍN frumvarpið skoðað

Það fyrsta sem maður tekur eftir í nýju frumvarpi um námslán er að ríkisstjórn sem ætlaði að afnema verðtryggingu og 40 ára lán, er komin heilan hring og setur 40 ára verðtryggð lán sem undirstöðu undir framtíðarskipan námslána. Hér er auðvitað ekki við menntamálaráðherra að sakast. Raunheimi íslensks peningamálakerfis verður ekki svo auðveldlega stjórnað með […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur