Þegar vinstri stjórnin tók við árið 2009 var hallarekstur ríkisins yfir 182 ma kr. eða um 12.4% af VLF. Á þeim tíma setti ríkisstjórnin sér það markmið að árið 2012 yrði heildarjöfnuður ríkisins orðinn jákvæður upp á 29 ma kr eða um 2.2% af VLF. Þetta átti að vera viðsnúningur upp á 211 ma kr. […]
Lítið fer fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. Jafnvel í hinum blómstrandi ferðamannabransa eru útlendingar hikandi. Nýlega pakkaði hópur þýskra fjárfesta saman og hætti við að byggja hótel við Hörpu. Hvers vegna? Varla er það vegna vandamála með framboð eða eftirspurn. Ferðamannafjöldinn er með hæsta móti og útlitið gott og það vantar hótelherbergi, sérstaklega miðsvæðis í […]
Mikill misskilningur virðist ríkja um hugtakið “afskriftir”. Talað er um að afskrifa eignir kröfuhafa og láta þær renna til skuldaniðurfellinga. Þetta er rangt. Það er ekki hægt að afskrifa eignir annarra. Skuldir eru afskrifaðar annað hvort með samkomulagi, gjaldþroti eða þegar allar innheimtuaðgerðir hafa verið reyndar. Við hrun gömlu bankanna misstu hluthafar allt en þeir […]
Þjóðir legga mismunandi mat á eigið fullveldi. Skotar leggja mesta áherslu á hin efnahagslegu rök fullveldis, en breska vikuritið The Economist, segir að það sé viðeigandi í fæðingarlandi Adam Smith. Skoðanakannanir í Skotlandi hafa sýnt að aðeins 21% Skota eru hlynntir sjálfstæði ef það kostar þá meira en 500 pund (95,000 kr) í aukakostnað á […]
Á tímum mikilla breytinga er rétt að huga að framtíðinni. Um þessar mundir á það við um íslensku bankana en þeir hafa sjaldan staðið á meiri tímamótum en einmitt nú. Hver er staða þeirra og horfur? Viðskiptamódel bankanna er bæði dýrt og úrelt. Minnka þarf allt kerfið og skera niður kostnað, auka samkeppni og laga […]
Hver er munurinn á EFTA og ESB? Svar: 209 kr. mínútan. ESB hefur barist fyrir lækkun taxta reikisamtala á milli landa innan ESB og EES. Mikill árangur hefur náðs sem íslenskir neytendur njóta á ferðalögum innan ESB og EES. Ekki hafa EFTA löndin beytt sér á sama hátt í þágu neytenda. Frá EFTA landinu Sviss […]
Tvær af okkar nánustu nágrannaþjóðum standa í sjálfstæðisbaráttu en hún fær yfirleitt litla umræðu hér á landi. Tll þess eru Íslendingar alltof uppteknir af sjálfum sér, en kannski ættu þeir að líta yfir hafið og fylgjast með umræðu og viðhorfum Skota og Grænlendinga. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með gjaldmiðlaumræðu hjá sjálfstæðismönnum Skota. Í febrúar […]
Það sem hefur gleymst í þessum umræðum um samninga við kröfuhafa er að þeir hafa meiri þolinmæði en ríkisstjórnin. Það hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að kröfuhafar vilji ólmir afsala sér krónueignum af því að það sé ekki til gjaldeyrir í landinu. Margir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þvi að “gjaldeyrisframleiðsla” […]
„Velfærd kræver velstand“ er eitt af baráttumálum Venstre, stærsta stjórnmálaflokks Dana. Nú er Venstre eða danskir stjórnmálaflokkar ekki oft í umræðunni á Íslandi en stundum er gott að líta út fyrir sinn eigin sjóndeildarhring og skoða hvað nágrannar manns eru að sýsla og athuga hvort maður geti nú ekki lært eitthvað af þeim. Venstre flokkur […]
Bankarnir eru að enda með hálft atvinnulífið í fanginu segja menn og margt er til í því. Þetta er ekki sök nýju bankanna heldur eru þeir hér að bregðast við aðstæðum í íslensku atvinnulífi og að reyna af bestu getu að standa vörð um eignir og störf. Bankarnir vilja eflaust losna við þessi fyrirtæki sem […]