Ég hef ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur lagt fram frumvarp um að rannsókn fari fram á sparisjóðunum.
Íslenskir sparisjóðir hafa orðið fyrir miklu skakkaföllum. Nauðsynlegt er að varpa skýru ljósi á aðdraganda og orsakir rekstrarerfiðleika íslenskra sparisjóða, sem leiddu m.a. til gjaldþrots Sparisjóðs Mýrarsýslu, SPRON og Byrs Sparisjóðs og nauðsynlegrar endurfjármögnunar Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Vestmannaeyja og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis.
Alþingi ályktaði í september 2010 um nauðsyn þess að sjálfstæð og óháð rannsókn færi fram á aðdraganda og orsökum falls sparisjóða á Íslandi frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls. Í kjölfar skyldi fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sparisjóðanna. (Þskj. 1537, 705 mál á 138. löggjafarþingi)
Rannsóknin á ekki að einskorðast við aðdraganda hrunsins í október 2008 heldur taka einnig til tímans eftir hrun eftir hrun, enda eru sífellt að koma fram nýjar upplýsingar um áhrif og orsakir hrunsins hjá sparisjóðum um allt land.
Með samþykkt þessa frumvarps yrði afmarkað með skýrum hætti verkefni og verklýsingu rannsóknarnefndarinnar, sem ályktun þingmannanefndarinnar og almenn löggjöf gerir ekki .
Rita ummæli