Færslur fyrir mars, 2013

Laugardagur 23.03 2013 - 09:42

Kýpur með morgunsólinni

Morgunstundinni var eydd við lestur hinna ýmsu erlendra fjölmiðla og álitsgjafa um krísuna á Kýpur. Flest allt af þessu hljómar kunnuglega. Í greiningu Paul Krugmans virðist vandi Kýpurs liggja í alltof stóru bankakerfi sem lokkaði til sín erlent fjármagn í formi innistæðna með lágum vöxtum og hagstæðu skattaumhverfi eða svokölluð skattaparadís.  Mikið af fénu kom frá […]

Föstudagur 22.03 2013 - 11:58

Málstofan Alþingi

Þegar vandi kemur upp þá fer ég alltaf að huga að lausnum.  Vandinn skilgreindur, lausn A, B og C möguleg, velja eina og skrifa tillögu.  Væntanlega er það ein af ástæðunum að mér líkar vel vinnan mín og vinnustaðurinn, Alþingi, – að við erum alla jafna að leita leiða og lausna í málunum sem við […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 09:18

Ódýrari pilla = hraustari börn?

Skipta ódýrari getnaðarvarnir máli?  Þetta er spurning sem fræðimennirnir Andreas Madestam og Emilia Simeonova leituðu svara við rannsókn sinni á áhrifum ódýrari getnaðarvarnarpillu á líf kvenna og fjallað erum í frétt á Dagens Nyheter. Niðurstaðan virðist vera já. Ódýrari pillur þýddu ekki bara færri fóstureyðingar hjá ungum stúlkum, heldur virtust börn þeirra þegar þau fæddust vera […]

Sunnudagur 17.03 2013 - 10:08

RÚV og stærðfræðin

RÚV birti í gær niðurbrot á kjördæmi úr síðustu Gallup könnun.  Fréttamenn RÚV virðast hafa átt í eilitlum erfiðleikum með að útskýra niðurstöður síðustu skoðanakannana, – en voru nú komnir með þetta. Það hlyti að hafa fjölgað gífurlega á landsbyggðinni síðustu vikur. Þar sem ég og flestir aðrir landsmenn höfðum ekki orðið vör við þessa […]

Laugardagur 16.03 2013 - 12:22

Samvinna um afnám og leiðréttingu

Oft er talað mest um ágreiningsefni á milli flokka, frekar en það sem sameinar okkur.  Ég er þó sannfærð um að innan allra flokka er að finna fólk sem hefur verið virkilega umhugað um skuldamál heimilanna.  Sem hefur reynt að koma með hugmyndir um leiðréttingu skulda og afnám verðtryggingar, – þótt undirtektir hafa verið litlar […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 11:15

Eldhúsdagsumræða 2013

Frú forseti, góðir Íslendingar. Það dýrmætasta sem nokkur maður getur átt er vonin. Vonin um betra líf, betra samfélag, betri heim. Það versta sem nokkur getur gert er að taka frá manninum þessa von. Þegar vonin er brostin er einnig horfin getan til að breyta, til að bæta, til að byggja upp. Þegar ég hóf […]

Mánudagur 11.03 2013 - 13:34

Vantraust 11. mars 2013

(Ræða flutt á Alþingi 11. mars 2013) Virðulegi forseti, Sólin skein þegar ég vaknaði í morgun.  Á svona fallegum morgnum stekk ég venjulega fram úr rúminu, tilbúin að takast á við verkefni dagsins.   En það gerðist ekki í morgun. Ég er mjög ósátt við þessa tillögu.  Ég er mjög ósátt við að þurfa eyða tíma […]

Föstudagur 08.03 2013 - 13:23

Skilaboð til Seðlabankans

Ég spurði forsætisráðherra í dag um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Eru einhverjar viðræður óformlegar eða formlegar á milli stjórnvalda, Seðlabankans, kröfuhafa og/eða slitastjórna um uppgjör þrotabúanna? Hafa verið fengnir sérfræðingar, færustu sérfræðingar heims, til þess að tryggja hagsmuni þjóðarinnar í þessu stærsta einstaka hagsmunamáli þjóðarinnar, eða eru það embættismenn Seðlabankans og ráðherrar […]

Þriðjudagur 05.03 2013 - 12:18

Hvað er verðtrygging?

Er verðtrygging í raun breytilegir vextir, eða ígildi breytilegra vaxta?  Þetta skiptir máli.  Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp um neytendalán er bent á að ef verðbætur væru ígildi breytilegra vaxta væri óheimilt að kveða á um uppgreiðslugjald á lánum sem bera breytilega vexti.   Í 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu er […]

Laugardagur 02.03 2013 - 08:44

Stjórnvöld í rússneskri rúllettu

Fjármálaráðherra segist vera tilbúin að semja.  Kröfuhafar mynda krónuhóp.  Fréttablaðið birtir sviðsmyndir af mögulegum samningum. Og ég skal viðurkenna að kvíðahnútur er að myndast í maganum á mér. Þarna er sama fólkið og samdi svo „vel“  í Icesave og um nýju bankana að semja fyrir hönd þjóðarinnar um snjóhengjuna. Í grein Fréttablaðsins er td talað […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur