Færslur fyrir mars, 2011

Miðvikudagur 30.03 2011 - 09:35

Hallar á eldri konur?

Ég sendi velferðarráðherra fyrirspurn um eldri borgara og kynbundna heilbrigðistölfræði.   Ástæðan var sænsk rannsókn sem ég rakst á sem virtist hugsanlega benda til þess að eldri konur væru líklegri til að verða fyrir slysum eða fá verri læknisþjónustu en eldri karlar. Svör ráðherrans gefa til að kynna að mikilvægt er að kyngreina þessa upplýsingar, og […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 14:44

Berjum á einstæðum mæðrum…

Aðalfrétt RÚV í hádeginu var að jafnréttisstýra taldi að einstæðar mæður væru hugsanlega að eignast fleiri börn til að fá hærri framfærslustyrk.  Síðan var talið upp í fréttinni að ekki aðeins ættu einstæðar mæður í meiri fjárhagsvandræðum heldur sýndu tölur frá Barnaverndarstofu að börnin þeirra eru líklegri til að eiga í áfengis- og vímuefnavanda (þriðjungur) […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 11:41

Þorsteinn Víglundsson: Líf sem samvinnumaður

Í gær var haldið málþing í tilefni 75 ára afmælis tímaritsins Bliks, sem var blað málfundafélags Gagnfræðiskólans í Vestmannaeyjum á vegum Söguseturs 1627 og Bókasafns Vestmannaeyja. Ritstjóri og drifkrafturinn á bakvið Blik var Þorsteinn Víglundsson, skólastjóri Gagnfræðiskólans.  Þorsteinn var ekki bara skólastjóri og öflugur útgefandi, heldur var hann einnig einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja og […]

Föstudagur 25.03 2011 - 12:15

Föstudagsstemming

Vikan er búin að vera annasöm. Hún byrjaði með umræðu um stöðu Íbúðalánasjóðs, slæmum fréttum af hagvexti og rúllaði svo áfram með einu versta viðtali sem ég hef séð í Kastljósi (yepp, Ragnar Önundarson að réttlæta samkeppnisbrot) og úrskurði kærunefndar jafnréttismála að Jóhanna Sigurðardóttir af öllum mönnum hafi orðið uppvís að broti á jafnréttislögum. Ó […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 19:04

„Ekki-pólitísk“ ráðning

Niðurstaðan kærunefndar jafnréttismála hefur verið rædd fram og tilbaka síðustu daga. Niðurstaða nefndarinnar var að forsætisráðherra hefði brotið jafnréttislög með ráðningu karls sem skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, frekar en jafn hæfa konu.  Eftir að hafa hlustað á skýringar hjá bæði Jóhönnu og Hrannari B. Arnarsyni, aðstoðarmanni hennar, velti ég fyrir mér hvort hugsanlega hafi önnur sjónarmið ráðið […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 12:17

Þrotlaust strit og púl

Steingrímur J. Sigfússon er mikill verkmaður og hefur af miklum dugnaði einhent sér í verkefnin frá því að hann fór í ríkisstjórn líkt og hann hefur iðulega útskýrt fyrir landsmönnum.  Á Alþingi í gær ítrekaði hann þessi skilaboð sín: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 08:17

AGS og stefnuyfirlýsingin

Félagar Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason gengu úr þingflokki Vinstri Grænna í fyrradag og sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni þess. Þar fjalla þau m.a. um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hversu andstætt það er hugsjónum Vinstri Grænna: „AGS – Áður en VG fór í ríkisstjórn var flokkurinn einarður andstæðingur AGS enda stríðir stefna sjóðsins gegn uppbyggingu […]

Mánudagur 21.03 2011 - 10:00

Heimilin gegn kröfuhöfum: 20-110

Íbúðalánasjóður hefur verið í fréttum að undanförnu vegna væntrar afskrifaþarfar sjóðsins. Eftir því sem ég skil stöðuna þá virðist þrennt skýra að verulegu leyti erfiðleika Íbúðalánasjóðs: Farið var í átak við að fjölga leiguíbúðum á markaði og eru umtalsverð vanskil hjá leigufélögum. Í neyðarlögunum var Íbúðalánasjóði gert að taka yfir íbúðalán hjá fjármálastofnunum sem voru […]

Sunnudagur 20.03 2011 - 17:06

Hljótt um Lýsingu

Í Viðskiptablaðinu var að finna litla frétt um fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu sem ég tel ástæðu til að vekja athygli á.  Þar sagði: „Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins enn rekið á undanþágu Fjármálaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði um eigið fé. Allt frá því að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán í krónum ólögmæt heur staða […]

Laugardagur 19.03 2011 - 09:46

Sögur af götunni

Orðið á götunni fjallar enn á ný um málefni Framsóknarflokksins og nú hvort það verði nokkuð annað rætt á flokksþinginu en Icesave. Málið er mér nokkuð skylt þar sem ég er ritari Framsóknarflokksins og formaður landsstjórnar sem fer með innra starf flokksins.  Því vil ég gjarnan koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum sem hafa að vísu komið ítrekað […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur