Miðvikudagur 23.03.2011 - 08:17 - 3 ummæli

AGS og stefnuyfirlýsingin

Félagar Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason gengu úr þingflokki Vinstri Grænna í fyrradag og sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni þess. Þar fjalla þau m.a. um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hversu andstætt það er hugsjónum Vinstri Grænna:

„AGS – Áður en VG fór í ríkisstjórn var flokkurinn einarður andstæðingur AGS enda stríðir stefna sjóðsins gegn uppbyggingu velferðarsamfélagsins. Nú er forysta VG ásamt Samfylkingu orðin að eins konar málsvara AGS á Íslandi í anda þess sem var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Stefna AGS hefur sætt gagnrýni hagfræðinga víða um lönd sem talað hafa fyrir hægari aðlögun við að vinna sig út úr efnahagskreppu.“

Ég hef lengi velt fyrir mér hver sé ástæða þess að ekki var lögð meiri áhersla á að endursemja um efnahagsáætlun AGS áður en þau gengu frá stefnuyfirlýsingunni, þannig að áætlunin yrði í meira samræmi við áherslur vinstri flokka.   Írar kusu t.d. nýja ríkisstjórn sem hafði það að meginmarkmiði að endursemja við AGS og ESB um efnahagsáætlun landsins. 

Af hverju var svona auðvelt að kasta þessum hugsjónum til hliðar?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Svo á að þagga niður í óþægilegum fjölmiðlum.

  • Það er með öllu óskiljanlegt, að ekki skuli farin sú leið, að skattleggja inngreiðslur í séreignarsparnaði, stað þess að leggja alt í rúst í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, og öldrunarþjónustinni,gæti verið að AGS komi eitthvað nálægt þeirri ákvörðun.

    Síðan ættu fleiri sveitastjórnir og bæjarstjórnir, að fara að fordæmi, sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar.

  • Lilja Mósesdóttir hefur sagt sig úr VG með rökum sem allir sanngjarnir menn virða. En staða hennar sem þingmanns hefur veikst að því leyti, að hún er án baklands innan þingsins og er það miður af því að málflutningur hennar hefur fallið í góðan jarðveg hjá alþýðu manna og nýtur hún trausts og vinsælda. Forysta Framsóknarflokksins á að bjóða Lilju sess í þingflokknum og nýta sér þar með hæfileika hennar og þekkingu. Og það er í raun engin goðgá því pólitískar áherslur hennar eru mjög í anda stefnu Framsóknarflokksins í veigamiklum atriðum. Má þar nefna afstöðuna til AGS, Icesave málsins og svo ekki sé talað um skuldavanda heimilanna, atvinnumál, þrúgandi álögur á almenning og niðurskurð til velferðarmála.
    Framsóknarmenn um land allt myndu fagna því ef Lilja gengi til liðs við þingflokkinn og ástæða til þess að hvetja þann ágæta þingmann, Eyglóu Harðardóttur til þess að fylgja því máli eftir. Það er engin vafi á því að Lilja myndi styrkja stöðu þingflokksins og ekki veitir af þar eð fyrir eru á palli þingmenn sem lítið hafa beitt sér í stjórnarandstöðu og ekki sýnt af sér þá atorku og kraft sem krafist er og réttlæti þar með vist þeirra í þingflokknum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur