Færslur fyrir apríl, 2017

Laugardagur 29.04 2017 - 08:00

Þarf pung til að byggja hús?

Við hjónin erum að byggja hús.  Í þessu verkefni tókum við ákvörðun um að ég myndi sjá um samskipti við hönnuði, iðnaðarmenn og flesta birgja.  Ég vissi fyrir að byggingarbransinn væri mjög karllægur.  Í skýrslu sem ég lagði fram á Jafnréttisþingi kom fram að konur eru aðeins um 3% í starfsstétt iðnaðarmanna og sérhæfðs verkafólks […]

Þriðjudagur 18.04 2017 - 09:00

Stafrænar myndir og sýslumaðurinn

Fyrir ekki löngu síðan átti ég tvö erindi til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.  Annars vegar að endurnýja vegabréf okkar hjónanna og hins vegar að sækja um ökuskírteini fyrir eldri dótturina.  Vakti það athygli mína hversu mikill munur var á umsóknarferlinu á þessum tveimur tegundum af skilríkjum.  Við móttöku umsókna okkar hjónanna um vegabréf var allt ferlið […]

Mánudagur 17.04 2017 - 12:00

Hola verður til

Fyrsta skóflustungan að fyrsta húsinu sem við hjónin byggjum sjálf var tekin í síðustu viku.   Í dag erum við því stoltir eigendur að stórri holu, sem verður fyllt með frostfríu efni á næstu dögum. Gleðin var mikil enda langur aðdragandi að þessari fyrstu skóflustungu. Lóðin var keypt fyrir ári síðan.  Ég hringdi í leigusalann minn […]

Þriðjudagur 11.04 2017 - 08:55

#Þaðerhægt

Auglýsingum Íslandsbanka (viðskiptabanki minn), um að með því að skipuleggja og gera áætlanir sé hægt að eignast húsnæði, hefur víða verið tekið illa. Þetta eru sömu viðbrögð og þegar ég skrifaði pistil fyrir nokkru um að lán væri ekki lukka. Á sama tíma segir umboðsmaður skuldara að umsóknum um greiðsluaðlögun frá ungu fólki á leigumarkaðnum […]

Sunnudagur 09.04 2017 - 09:22

Viltu lækka blóðþrýstinginn?

Getur jákvætt viðhorf bætt heilsu okkar og lífsgæði, jafnvel þegar við erum að takast á við mjög erfiða sjúkdóma?  Það sýna æ fleiri rannsóknir skv. þessari grein í NYTimes.   Þannig getur jákvæðni hugsanlega leitt til lægri blóðþrýstings, færri tilvika af hjartasjúkdómum og betri stjórn á þyngd og blóðsykri. Í greininni er einnig fullyrt að þótt […]

Þriðjudagur 04.04 2017 - 11:54

Fjármálaáætlun 2018-2022: Loforð og áherslur.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar kynnti fjármálaáætlun sína fyrir árin 2018 til 2022 fyrir helgi. Í skjalinu sem þingflokkar allra stjórnarflokka hafa samþykkt að leggja fram má finna öll þeirra helstu áform út kjörtímabilið og þá fjármuni sem hver og einn ráðherra hefur fengið í sína málaflokka.  Við síðustu framlagningu fjármálaáætlunar var það einmitt […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur