Færslur fyrir október, 2014

Föstudagur 24.10 2014 - 07:44

Til hamingju með daginn!

24. október hefur allt frá víðfrægum fundi kvenna á Lækjartorgi 1975,  verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði, launajafnrétti og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Samtakamátturinn þá er enn í fersku minni og hefur æ síðan verið aðalsmerki kvennahreyfingarinnar. Á morgun eru jafnframt 100 ár liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar og því ærin […]

Fimmtudagur 23.10 2014 - 12:42

Húsum okkur upp með skynseminni

Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um 1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum, þorrinn á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu eftir að ég tók við ráðherraembætti minnti ég á júlísamkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1965 um stórátak til að leysa brýnan […]

Miðvikudagur 08.10 2014 - 18:00

Háholt og ungir fangar

Mikil umræða hefur verið um málefni Barnaverndarstofu og Háholts í fjölmiðlum síðustu daga. Þessi tímalína er tekin saman þar sem misvísandi upplýsingar hafa komið fram um ákvarðanir er tengjast tímabundnum samningi Barnaverndarstofu og Háholts. 16. nóvember 2012 Fundur Barnaverndarstofu (BVS) og Velferðarráðuneytisins (VEL).  Rætt er um Háholt.  Ráðherra óskar eftir skýrslu frá BVS um þróun, […]

Miðvikudagur 08.10 2014 - 15:23

Svör mín um þrýsting

Í dag kemur fram í Fréttablaðinu að svör mín hafi ekki verið skýr við spurningu um hvort ég hafi verið beitt þrýstingi vegna ákvörðunar um að semja tímabundið við Háholt. Hér eru svörin mín sem voru send í gærkvöldi á Fréttablaðið. Hefur þú fundið fyrir þrýstingi frá þingmönnum í norðvesturkjördæmi, aðilum í sveitastjórn Skagafjarðar, alþingismönnum eða […]

Sunnudagur 05.10 2014 - 09:13

Aldraðir og framtíðin

Í nýlegri könnun Help Age International er lagt mat á félagslega og efnahagslega velferð eldri borgara í 96 löndum.  Ísland er í sjöunda sæti á listanum.  Það kann hins vegar að koma á óvart að helsti munurinn á okkur og Noregi sem vermir fyrsta sætið er ekki  efnahagslegar aðstæður aldraðra eða heilbrigði þeirra, heldur menntunarstig […]

Laugardagur 04.10 2014 - 13:55

Biðlistar og sveitastjórnir

1800 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögunum samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins.  Á fyrstu sex mánuðum ársins voru aðeins tæp 8% sem fengu úrlausn á sínum vanda. Í kjördæmavikunni átti ég því góða fundi með félagsmálastjórum í flestum af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar ræddum við sameiginlegar áhyggjur okkar af miklum húsnæðisvanda fólks […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur