Færslur fyrir desember, 2012

Fimmtudagur 27.12 2012 - 15:25

Árið 2012 í bloggpistlum

Áramót á næsta leiti.  Tími til að líta yfir farinn veg í bloggpistlum með aðstoð Google Analytics.  Ekki endilega vinsælustu pistlarnir en svo sannarlega þeir umdeildustu og mest lesnu. Í fyrsta sæti situr pistilinn um Snorra í Betel.  Hann veldur enn miklum umræðum á heimilinu um trúfrelsi, fordóma, tjáningarfrelsi og hatur (nú síðast í morgun). […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 15:43

Viltu kaupa verðbólgutryggingu með þessu?

Í gær bárust fréttir af hugmyndum velferðarráðherra um að flækja enn frekar frumskóg íslenskra húsnæðislána. Þó margt sé enn óljóst varðandi útfærslu þessara hugmynda virðast þær ganga út á að bjóða lántakendum að kaupa sér tryggingu gegn verðbólguskotum. Þannig gætu þeir samið við bankann, eða hvern þann sem byði upp á slíka tryggingu, að greiða […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 21:55

Flotsokka í stað Stekkjastaurs?

„Eru ekki örugglega stelpur líka jólasveinar?“ spurði sex ára gömul dóttir mín í kvöld um leið og hún skellti sérvöldum skó út í gluggann.  „Af hverju spyrðu?“ sagði ég.   „Nú, tveir strákar í bekknum sögðu að bara strákar væru jólasveinar. Þessir tveir félagar hennar Snæfríðar minnar eru nefnilega ekki þeir einu sem vita ekki […]

Föstudagur 07.12 2012 - 14:17

Framboðskynning SV-kjördæmi

Bréf sent á fulltrúa á tvöföldu kjördæmisþingi: Kæri félagi, Ungur Framsóknarmaður skrifaði opið bréf nýlega um stjórnmálamenn og traust.  Þar rifjaði hann upp samtal við úkraínska vinkonu sína, og hvernig hún hló að trú hans um að það ætti að vera hægt að treysta orðum stjórnmálamanna. Hennar val byggðist á að velja þann sem hún […]

Mánudagur 03.12 2012 - 15:28

Vinna, vöxtur, velferð

„Því miður virðist ekki vera mikill skilningur á rekstri fyrirtækja hjá stjórnvöldum,“ stundi sjálfstæður atvinnurekandi upp við mig fyrir stuttu.  „Maður er rétt búinn að átta sig á nýjustu skatta- og lagabreytingunum, þegar þær næstu dynja yfir.“  Eftir samtalið varð mér hugsað til gamla slagorðs Framsóknarflokksins; vinna, vöxtur, velferð.  Grundvöllur öflugs samfélags byggir nefnilega á […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur