Föstudagur 07.12.2012 - 14:17 - Rita ummæli

Framboðskynning SV-kjördæmi

Bréf sent á fulltrúa á tvöföldu kjördæmisþingi:

Kæri félagi,

Ungur Framsóknarmaður skrifaði opið bréf nýlega um stjórnmálamenn og traust.  Þar rifjaði hann upp samtal við úkraínska vinkonu sína, og hvernig hún hló að trú hans um að það ætti að vera hægt að treysta orðum stjórnmálamanna. Hennar val byggðist á að velja þann sem hún treysti til að vera minnst spilltur.

Eftir á sat hann hugsi, – að svona vildi hann ekki að Ísland væri. Að hann, líkt og allir aðrir Íslendingar yrði að spyrja sig hversu vel við treystum fólkinu sem er vandlega falið inn á milli „gylltra loforðanna“.

Hverjum við treystum, óháð aldri, kyni, vináttuböndum, búsetu og jafnvel flokksskírteini?

Hverjum við treystum til að bregðast rétt við, halda höfði og taka þær ákvarðanir sem þarf að taka?

Hverjum við treystum til af vinna af heiðarleika, hreinskilni og hafa auðmýkt að leiðarljósi?

Að á endanum snýst þetta um hverjir frambjóðendurnir eru og hvort við getum treyst þeim, ekki bara fyrir okkar eigin velferð, heldur velferð barnanna okkar, foreldra okkar og allra þeirra sem okkur þykir vænst um.

Undir þetta get ég tekið, og voru þessi orð líkt og töluð úr mínu hjarta.

Aðeins með því að gera það sem við segjum og segja það sem við gerum, – getum við byggt upp traust og trú fólks á samvinnu- og framsóknarstefnunni.  Á gildin okkar um samvinnu, sjálfsábyrgð, lýðræði, sanngirni, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð,- þjóðinni  til heilla.

Þannig hef ég reynt að nálgast oft erfið og flókin viðfangsefni á þessu kjörtímabili, ekki hvað síst í baráttunni við skuldavanda heimila og fyrirtækja, verðtrygginguna, uppgjör hrunsins og baráttunni fyrir betra samfélagi.  Þannig hef ég nálgast innra starf flokksins og þannig vil ég vinna fyrir ykkur.

Það er einlæg trú mín að saman getum við náð miklum árangri, hér í kjördæminu, og á landsvísu með hugsjónir samvinnunnar að leiðarljósi.

Þar  sem við setjum ætíð manngildi ofar auðgildi og fólk í fyrirrúm.

Á morgun, laugardaginn 8. desember veljum við frambjóðendur í efstu sæti lista okkar Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor.

Ég óska eftir trausti þínu til að leiða þann lista.

Eygló Harðardóttir

——————————

Upplýsingar um tvöfalda kjördæmisþingið

Greinar og pistlar

Um mig

Þingmál 141. löggafarþingi 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur