Færslur fyrir júlí, 2011

Fimmtudagur 28.07 2011 - 18:16

Allar konur fá túrverki…

Reynslusaga Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur af endómetríósu, af fræðslufundi hjá Samtökum kvenna með endómetríósu í fyrra: „Eins og svo margar konur glímdi ég við túrverki þegar ég fór á blæðingar. Að öðru leyti áttu verkirnir sem ég glímdi við ekkert skylt með túrverkjum annarra kvenna. Mínir verkir voru svo slæmir að ég var óvinnufær tvo daga […]

Miðvikudagur 27.07 2011 - 12:37

Minni virðing = fleiri konur?

Frá degi til dags í Fréttablaðinu fjallar um pistilinn minn í gær, Ofurlaun þingmanna?  Þar segir: „Eygló Harðardóttir tekur saman athyglisverðar staðreyndir í pistli á Eyjunni. Þar ber hún tekjur þingmanna saman við aðrar stéttir og útkoman er sú að hún og samstarfsfólk hennar á Alþingi eru með svipuð laun og fréttamenn á Ríkisútvarpinu, veðurfræðingar […]

Miðvikudagur 27.07 2011 - 11:09

3,5% ávöxtunarkrafa viðmið?

Innlendir vextir hafa verið umtalsvert hærri en í nágrannalöndunum, meira að segja þegar offramboð er á lánsfé og sparnaður umtalsverður. Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, taldi að ein af lykilskýringunum væri 3,5% ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna og háir vextir myndu á endanum kæfa hagkerfið. Þessi krafa um 3,5% ávöxtun myndaði, að hans mati vaxtagólf, þar sem lífeyrissjóðirnir […]

Þriðjudagur 26.07 2011 - 12:36

Ofurlaun alþingismanna?

Nú er runninn upp sá árstími sem við getum öll kynnt okkur hvað nágranninn er með í laun. Í tekjublaði DV er að finna laun 2.737 Íslendinga. Skoðum aðeins menntamálaráðuneytið og yfirmenn ýmissa undirstofnana ráðuneytisins. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, 934.368 kr./mán. Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, 1.109.338 kr./mán. Egill Helgason, sjónvarpsmaður, 1.054.730 kr./mán. Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV, […]

Mánudagur 25.07 2011 - 14:26

Fyrirgefning,- ekki hatur?

Árið 2006 tók Charles Carl Roberts IV 10 stúlkur sem gísla í West Nickel Mines skólanum í Amish samfélaginu í Bart Township, Pennsylvaniu.  Hann endaði gíslatökuna með því að skjóta þær, þannig að Naomi Ebersol (7), Marian Fisher (13), Anna Stoltzfus (12), Lena Miller (8) og Mary Miller létust og framdi í kjölfarið sjálfsmorð. Allar […]

Laugardagur 23.07 2011 - 13:12

Sorg í hjarta / Sorg i hjertet

Hjarta mitt er fullt af sorg.  Árásin í Osló og Útey er hryllilegur atburður. Hann er einnig sterk áminning.  Áminning um að standa vörð um allt það sem okkur þykir vænt um.  Áminning um hvað það er sem gerir Norðurlöndin að góðum samfélögum. Áhersla okkar á lýðræði, frelsi, samvinnu, jafnrétti, sanngirni og rétt hvers og […]

Fimmtudagur 21.07 2011 - 12:20

58 ára, – og von á tvíburum

Ég las nýlega grein um Carole Hobson, 58 ára bresk kona sem átti von á tvíburum, -eftir tæknifrjóvgun með gjafaegg og gjafasæði.  Hún hafði farið nokkrum sinnum í gegnum tæknifrjóvgun á Bretlandi og Kýpur, en fór að lokum til Indlands eftir að hún var orðin of gömul skv. breskum lögum.  Tvíburarnir fæddust heilbrigðir. Síðasta vetur […]

Fimmtudagur 21.07 2011 - 09:32

Er lögbrot tækniatriði?

Viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Pressunni um söluferlið á Byr veldur mér nokkrum heilabrotum. Þar segir: „Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fjármálaráðuneytið fer með hlut slitastjórnar Byrs í sparisjóðnum sem er um 95% en lögum samkvæmt mega slitastjórnir ekki eiga ráðandi hlut.  Gagnrýnt hefur verið að fjármálaráðuneytið fari með þann […]

Miðvikudagur 20.07 2011 - 12:30

Þyrluferð = 600% vextir?

Auglýsingar smálánafyrirtækja hafa hljómað á öldum ljósvakanna á undanförnu. Lofað er þyrluferð og miðum á útihátíð sem staðfestir enn á ný að markaðssetning lánanna beinist fyrst og fremst að ungu fólki. Vextir hjá þessum lánum geta verið fleiri hundruð prósent á ársgrundvelli, eða allt að 600% og kostnaður fyrirtækjanna við þessar lánveitingar lítill. Í frumvarpi […]

Laugardagur 16.07 2011 - 15:01

Steingrímur og einkavæðingar 1 og 2

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur nú einkavætt fjóra banka.  Þeir eru Arionbanki, Íslandsbanki, NBI og Byr og boðar frekari einkavæðingu í gegnum forstjóra Bankasýslunnar. Í þessum fjórum tilvikum þótti ráðherra ekki ástæða til að upplýsa Alþingi sérstaklega mikið.   Ráðherrann virtist telja að ákvæði neyðarlaganna dygðu til að hann gæti ráðstafað eignarhlut ríkisins og ráðfærði sig […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur