Færslur fyrir maí, 2012

Þriðjudagur 29.05 2012 - 14:34

Þingræði og meirihlutaræði

Stundum getur verið áhugavert að lesa eldri pistla, og velta fyrir sér hversu langt við eru raunar komin í umræðunni um þingræði, stöðu forsetans og lýðræði. Þann 23. febrúar 2011 skrifaði ég á moggablogginu: Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fékk forsetinn spurningu um hvort að hann væri ekki að vega að þingræðinu með því að vísa Icesave samningnum […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 08:56

Bréf frá kjósendum…

Tölvupóstur barst í gær frá Ástu Hafberg og Addý Steinars til allra þingmanna með upplýsingum um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun vegna kröfu um Alþingiskosningar á grundvelli vantrausts á sitjandi ríkisstjórn.  Ef ríkisstjórnin væri ekki sjálf tilbúin að víkja ætti forsetinn að víkja henni.  Jafnframt voru þingmenn  krafnir svara um hvort þeir myndu styðja vantraust á ríkisstjórnina. Í […]

Föstudagur 18.05 2012 - 10:46

Leiguíbúðir óskast

Mikill skortur er á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Í athugasemdum við pistli mínum í gær var spurt hvort einhver íslenskur stjórnmálaflokkur væri með trúverðuga stefnu í húsnæðismálum sem gerði ráð fyrir leigjendum? Í ályktunum Framsóknarflokksins á flokksþingi 2011 kemur skýrt fram að við viljum fjölga búsetukostum.  Vinstri flokkarnir sem fara með völdin […]

Miðvikudagur 16.05 2012 - 18:29

Ódýrari námsmannaíbúðir?

Leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er erfiður.  Eftirspurnin er margföld á við framboðið, og íbúðir stoppa stutt við eftir að þær hafa verið auglýstar til leigu. Ég fór að velta fyrir mér hvernig þetta væri eiginlega hjá þeim sem ætla að hefja nám næsta haust á höfuðborgarsvæðinu? Sem er ætlað að lifa af námslánum og sumarhýrunni næsta […]

Þriðjudagur 15.05 2012 - 10:47

Hannes um Framsóknarstefnuna

Árið 1974 skrifaði Hannes Jónsson, félagsfræðingur og formaður skólastjórnar Framsóknarflokksins, að langtímamarkmið Framsóknarstefnunnar væru: Sjálfstæði, frelsi og fullveldi íslenska ríkisins. Stjórnskipulag lýðveldis, lýðræði og þingræði. Frjálslynd umbótastefna. Dreifing valds og byggðajafnvægi. Blandað hagkerfi, þar sem samvinnurekstur er áberandi (samvinnuhagskipulag) en einkarekstur jafnframt öflugur á ýmsum sviðum og opinber rekstur í sérstökum tilvikum. Hagkvæmur og arðbær […]

Fimmtudagur 10.05 2012 - 09:16

Von fyrir þjóðina?

Fyrir nokkru fengum við þingmenn tölvupóst með fyrirsögninni „Takk fyrir það, þingmenn“.   Þar fór ónefndur kjósandi í gegnum loforð síns flokks (…ekki Framsókn, þótt við fengjum okkar skot í póstinum…) og taldi lítið hafa verið um efndir. Að hans mati víkja hagsmunir heimilanna og fyrirtækjanna sífellt fyrir ýmsu öðru sem virðist standa þingmönnum nær. Hann […]

Þriðjudagur 08.05 2012 - 00:15

Hætta að rukka lán!

Varla verður komin niðurstaða varðandi ágreiningsefni um gengistryggð lán fyrr en í fyrsta lagi í haust, jafnvel ekki fyrr en um áramót. Lítill þrýstingur virðist vera á fjármálafyrirtækin að drífa þessi mál af og koma þeim inn í dómskerfið.  Enginn hefur fengið nýjan útreikning, ekki einu sinni hjónin sem þó unnu málið fyrir Hæstarétti um […]

Föstudagur 04.05 2012 - 18:50

Ræða @ Stjórnarskrárfélaginu

(Þessi ræða var flutt á fundi Stjórnarskrárfélagsins 4. maí 2012. Umræðuefnið var 39. gr. í tillögum stjórnlagaráðs um tilhögun kosninga til Alþingis, sjá hér.) Fundarstjóri, fundargestir: Hlutverk okkar hér er að ræða 39. gr. frumvarps stjórnlagaráðs um kosingar til Alþingis. Það er sannfæring mín að eitt erfiðasta og viðkvæmasta viðfangsefnið við breytingar á stjórnarskránni verði […]

Miðvikudagur 02.05 2012 - 17:18

Stjórnarskrá fyrir okkur öll

Fyrir Alþingiskosningar 2009 lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll.  Því ætluðum við að ná með því að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá sem tryggði sjálfstæði Alþingis og setti framkvæmdavaldinu skorður. Megináherslur okkar voru að ný og nútímaleg stjórnarskrá yrði samin þar sem aðskilnaður löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds yrði skerptur til muna. Því […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur