Færslur fyrir apríl, 2011

Föstudagur 29.04 2011 - 13:46

Lygin og Jónas

Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri og bloggari endurtekur rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar í pistlinum Framsókn styður kvótagreifa og passar sig á að bæta um betur gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins og fjölskyldu hans. Í bókinni The Truth eftir Terry Pratchett sem fjallar um blaðaútgáfu og tjáningarfrelsi segir: „A lie can run round the world before the […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 11:27

Kristinn og LÍÚ

Á stundum verður maður sleginn yfir þeirri ósanngirni og ósannindum sem fólk leyfir sér að viðhafa um Framsóknarflokkinn, ekki hvað síst þegar um fyrrum flokksmenn er að ræða. Kristinn H. Gunnarsson skrifar pistil undir fyrirsögninni Framsókn gengin í LÍÚ og fjallar þar um nýja sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins.  Þar fullyrðir hann:  „Hin nýja forysta hefur gengið lengra […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 13:55

Sarkozy og bónus

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, kynnti nýlega hugmyndir sínar um að skilyrða arðgreiðslur fyrirtækja við bónusgreiðslur til starfsmanna.  Hann bendir á að þegar erfiðlega gengur hjá fyrirtækjum þurfa starfsmenn að taka á sig launaskerðingar og minnkun vinnutíma og því sé sanngjarnt að þeir njóti einnig góðs af því þegar betur gengur.    Bónusreglan ætti aðeins að […]

Föstudagur 22.04 2011 - 11:18

Þingkonur, þingkarlar og RÚV

Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir. Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram. Þetta […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 10:44

Fjölmiðlar og jafnrétti

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Fáránleg fjölmiðlalög þar sem hann ergir sig sérstaklega á áherslu fjölmiðlalaganna um jafnrétti. Þar segir hann: „Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd – í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 08:11

Hugsjónir og hugrekki

Hugsjónir og hugrekki Oft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með skort á hugsjónum í stjórnmálum.  Það sem hefur sviðið sérstaklega undan er hin háværa krafa um það eigi ekki að vera neinar hugsjónir í stjórnmálum.  Stjórnmálamenn eigi bara að fara í verkin og ljúka þeim. Ef þeir geta það ekki þá eigi bara að fá […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 09:10

Skilaboð frá Eysteini

Árið 1965 gaf Félagsmálaráðuneytið út bækling um stjórnmálaflokka og stefnur þeirra. Þar skrifaði Eysteinn Jónsson, fv. formaður Framsóknarflokksins: „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á Íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildi er metið meira en auðgildi, og vinnan, þekkingin og framtak er […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 18:41

Fjölmiðlalög: ritskoðun eða réttarbót?

Flestir þættir hins íslenska samfélags fengu falleinkunn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis; stjórnmálin, viðskiptalífið, háskólasamfélagið og fjölmiðlar. Þar er talað um að almennt virtist vera litið á lög og reglur sem hindranir sem átti að sniðganga frekar en leiðbeiningar um vandaða starfshætti.   Ekkert skyldi leggja hömlur á frelsi manna til athafna og umsvifa. Og við klöppuðum […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 11:32

Hvirfilbylur og jarðskjálfti

Vorið 2001 var ég í Norman, Oklahoma og upplifði hvirfilbyl í návígi. Þegar viðvörunarflauturnar fóru í gang var ég í símanum að tala við eiginmanninn heima á Íslandi.  Flauturnar heyrðust því skýrt og greinilega alla leið til Íslands. Ég kvaddi í flýti, rauk yfir til nágrannanna og spurði hvað ætti að gera.  „Kveikja á sjónvarpinu, […]

Mánudagur 18.04 2011 - 09:27

Hóra eða móðir

„Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna lýsir yfir algjörri vanþóknun á skopmyndateikningu þá er birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 16. apríl síðastliðinn þar sem Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknar var teiknuð sem vændiskona.  Stjórnin telur teiknarann og Morgunblaðið hafa farið langt yfir velsæmismörk og vega með afar ósmekklegum hætti að þingkonunni. Stjórnin fer jafnframt fram á það við ritstjórn Morgunblaðsins […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur