Miðvikudagur 20.04.2011 - 09:10 - 1 ummæli

Skilaboð frá Eysteini

Árið 1965 gaf Félagsmálaráðuneytið út bækling um stjórnmálaflokka og stefnur þeirra.

Þar skrifaði Eysteinn Jónsson, fv. formaður Framsóknarflokksins:

„Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á Íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildi er metið meira en auðgildi, og vinnan, þekkingin og framtak er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.“

Þessi orð eiga jafnvel betur við í dag en árið 1965.

Svona þjóðfélagi vil ég búa í.

(Þakka Björg Reehaug Jensdóttur kærlega fyrir að hafa komið þessu gullkorni á framfæri við  mig ).

PS. Birtist fyrst á eyglohardar.blog.is 28.1.2011)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Stefán Benediktsson

    Eysteinn skrifaði 20 30 árum áður í mikið í Austra (minnir mig að það hafi heitið). Þar viðraði hann m.a. hugmyndir um þrjú stjórnsýslustig, austfjórðungsfylki. Ef þessar hugmyndir hans og fleiri hefðu orðið að veruleika hefði margt trúlega farið öðruvísi hér. Ég sleppi því að bölsótast hér yfir því hvernig flokkurinn, í stað þess að beita sér fyrir lýðræðisumbótum, eyðilagði samvinnuhreyfinguna með SÍS, en held að hún hafi aldrei hugnast Eysteini.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur