Færslur fyrir janúar, 2013

Miðvikudagur 30.01 2013 - 10:40

Fá kynferðisbrot leiða til ákæru

Allsherjar- og menntamálanefnd hélt áfram að funda um ofbeldi gegn börnum og þá sérstaklega kynferðislegt ofbeldi. Á fundinum kom fram að unnið væri að því að skýra notkun tálbeitna auk skoða aukið eftirlit með dæmdum afbrotamönnum. Ég tók upp ábendingu frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra um að fá kynferðisbrot gegn börnum sem […]

Mánudagur 28.01 2013 - 09:50

Lausn úr skuldafjötrum

Ung hjón keyptu íbúð með yfirtöku á tuttugu milljónir króna láni á tæplega 6% verðtryggðum vöxtum.  Nokkrum mánuðum áður hafði sambærileg íbúð selst á sautján milljónir. „Ég get ekki mælt með kaupum á þessari eign, íbúðin er of dýr og lánið óhagstætt.“ sagði fasteignasalinn þeirra.  Hjónin létu ekki segjast: „Við verðum að tryggja okkur öruggt […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 09:00

Evrusnuðið

Mér líður stundum eins og  ég sé að taka snuð af ungabarni þegar ég bendi á að evran er ekki lausn á okkar vandamálum. Staðreyndin er þó að stundum þarf að gera meira en gott þykir. Undir það tók samráðshópur um mótun gengis- og peningamálastefnu sem skilaði af sér til fjármálaráðherra 4. október 2012.  Þar […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 07:47

Höfnum afneitun og ótta

Umfjöllun Kastjós um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið erfið en nauðsynleg fyrir samfélagið. Við höfum öll þurft að velta fyrir okkur hvað væri hægt að gera öðruvísi. Hvernig við getum komið í veg fyrir að brotið sé á börnunum okkar? Hugrakkir einstaklingar hafa stigið fram, sagt frá og hafnað afneitun og ótta. Nú er komið […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 12:28

Óþarfa áhyggjur af Icesave?

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra virtist hafa eilitlar áhyggjur af niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave málinu í viðtali á Bylgjunni í hádeginu. Einkennilegt.  Ráðherrann hefur hingað til verið sannfærð um að Evrópusambandið vilji gefa okkur 1000 milljarða króna + í evrum til að losa gjaldeyrishöftin og flest önnur vandamál hér á landi s.s. verðtrygginguna, okurvextina og hátt matvælaverð. […]

Mánudagur 21.01 2013 - 09:58

Rangar bólur?

Greiningardeildir og viðskiptafréttamenn eru farnir að tala um bólur í hlutabréfum, fasteignum og ríkisskuldabréfum. Vandinn er að þessar bólur skapa ekki ný verðmæti, enga raunverulega nýsköpun og engan gjaldeyri. SA sagði að hagvöxturinn þyrfti að vera 5% 2011-2015 til að við gætum farið að bæta lífskjörin, útrýma atvinnuleysi og borga niður skuldir af alvöru. Þjóðhagsspá […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:15

Kjósum um þetta

Fréttablaðið birtir könnun um afstöðu Íslendinga til aðildarviðræðnanna. Tæpur helmingur landsmanna virðist vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.  Þriðjungur vill draga umsóknina til baka og fimmtán prósent vilja gera hlé á viðræðunum og ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel rétt að setja þessar þrjár spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningunum. Þjóðarvilji yrði þá skýr fyrir næstu […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 10:32

Beggi og kartöflublómin

Beggi frændi var einn af þessum yndislegu litríku einstaklingum sem auðga samfélagið á Eyjunni grænu. Til dæmis sá hann lítinn tilgang í skrautblómum í beðum. Beðin hans stóðu þó ekki auð heldur risu þar árlega falleg kartöflugrös. Bónusinn var svo úrvalsuppskera að hausti, sem hans nánustu nutu góðs af. Um jólin horfði ég á stórskemmtilegan […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 12:40

Titringur á stjórnarheimilinu

Skjálftavirkni er aftur hafin á stjórnarheimilinu.  Steingrímur J. Sigfússon talar um að endurskoða aðildarferlið.  Jón Bjarnason vill ekki bjóða sig fram lengur fyrir VG og flokkurinn frestar flokksstjórnarfundi fram yfir afgreiðslu rammans. Er ætlunin að tryggja afgreiðslu Rammaáætlunar áður en flokkurinn snýst endanlega gegn aðildarferlinu? Hvað gerir Samfylkingin þá?

Sunnudagur 06.01 2013 - 12:27

Forsetinn í Uruguay

Ein mest deilda frétt gærdagsins í NYTimes var umfjöllun um forsetann í Uruguay. Ekki skrítið. Sjaldgæft er að lesa um stjórnmálamann sem virðist vera nokk sama hvað öðrum finnst um hann, hans lífsstíl og skoðanir.  Hvað þá þjóðarleiðtoga. José Mujica leiddi ofbeldisfulla baráttu gegn þáverandi stjórnvöldum í Uruguay, sat árum saman í fangelsi með bara […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur