Miðvikudagur 30.01.2013 - 10:40 - Rita ummæli

Fá kynferðisbrot leiða til ákæru

Allsherjar- og menntamálanefnd hélt áfram að funda um ofbeldi gegn börnum og þá sérstaklega kynferðislegt ofbeldi.

Á fundinum kom fram að unnið væri að því að skýra notkun tálbeitna auk skoða aukið eftirlit með dæmdum afbrotamönnum.

Ég tók upp ábendingu frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra um að fá kynferðisbrot gegn börnum sem tilkynnt eru til barnaverndarnefndar leiða til ákæru, og jafnvel enn færri til sakfellingar geranda í málinu.

Mannréttindanefndin sagði í minnisblaði sínu um þetta: „Íslenska ríkið ætti tafarlaust að gera ráðstafanir til að tryggja að öll kynferðisbrot gegn börnum verði skilvirknislega og tafarlaust rannsökuð, og að afbrotamenn verði látnir svara til saka.  Ríkið ætti tafarlaust að gera ráðstafanir til að koma á samhæfðum aðgerðum sem miða að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.  Ríkið ætti einnig að tryggja að menntun um kynferðislegt ofbeldi og forvarnir verði formlegur hluti af námskrá stofnana sem koma að menntun kennara og annarra sérfræðinga sem starfa með börnum, sem og stofnana sem mennta heilbrigðisstarfsmenn, lögfræðinga og lögreglumenn.“

Þetta er eitthvað sem menn hafa lengi talað um sem áhyggjuefni, ekki bara kynferðislegt ofbeldi gegn börnum heldur líka fullorðnum einstaklingum.

Við þessu þarf að bregðast.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur