Færslur fyrir október, 2012

Miðvikudagur 31.10 2012 - 09:19

Viðbrögð við gengistryggingardómum

Fullkomin óvissa hefur verið uppi um úrlausn á ágreiningi um gengistryggð lán. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem fyrst. Allir verða að hafa hagsmuni af því að ljúka málinu og fá niðurstöðu um endurútreikning gengistryggðra lána. Þann hvata hefur vantað og ferlið dregist von úr viti, jafnvel þannig að hagsmunir fjármálafyrirtækjanna hafa legið í […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 09:07

Hærra verð á námsmannaíbúðum

Leiguverð á stúdentaíbúðum mun hækka vegna nýrrar byggingareglugerðar, skv. ályktun Stúdentaráðs. Í vor hafði ég töluverðar áhyggjur af þessu og spurði ráðherra húsnæðis- og skipulagsmála um stöðuna.  Velferðarráðherra sagði að 900 manns væru á biðlista eftir húsnæði og mikil eftirspurn væri eftir litlum og/eða einstaklingsíbúðum í Reykjavík.  Umhverfisráðherra taldi að byggingareglugerðin ætti ekki að vera […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 08:04

Gleðilegan kvennafrídag

(Greinin birtist fyrst í fréttabréfi Framsóknarflokksins 24. okt. 2012) Íslenskar konur njóta mikils jafnréttis og er ástæða til að gleðjast yfir því. Við búum við einar bestu aðstæður á Vesturlöndum og erum í meirihluta í háskólanámi. Við erum líklegri heldur en kynsystur okkar í Evrópu til þess að halda áfram á vinnumarkaði eftir barneignir og […]

Mánudagur 22.10 2012 - 10:02

Að leita réttar síns

Frá því að ágreiningur kom upp um lögmæti gengistryggingar hafa æðstu ráðamenn landsins sagt dómstólana vera einu leið almennings til að fá leiðréttingu sinna mála. Gylfi Magnússon, fv. efnahags- og viðskiptaráðherra sagði  í viðtali á Bylgjunni 10. september 2009: „Ja það hefur nú verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 15:01

Ansi framsóknarleg niðurstaða

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilja að tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar endurskoðun á stjórnarskránni. Gaman var að sjá hvað niðurstöður kjósenda við hinum spurningunum voru í miklu samræmi við stefnu og ályktanir Framsóknarflokksins. Sp. 2 Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? […]

Fimmtudagur 11.10 2012 - 23:24

Fyrir hvað stendur Framsókn?

Miðvikudagur 10.10 2012 - 08:55

Fordómar, mismunun og transfólk

Í vor samþykkti Alþingi ný lög um réttarstöðu transfólks. Við vinnslu frumvarpsins þurfti ég að horfast í augu við mína eigin fordóma og það var ekki þægilegt. Við vinnslu málsins kom fjöldi fólks á fund velferðarnefndar og þar á meðal Anna Kristjánsdóttir. Ég hafði í gegnum tíðina fylgst með henni í fjölmiðlum, lesið bloggpistlana hennar […]

Mánudagur 08.10 2012 - 09:13

Lán eru ólán

Ungt fólk á Íslandi hefur frekar verið hvatt til að skulda en að spara.  Lán hafa verið álitin bókstaflegt lán eða heppni hvers þess sem fær lánið. Þessu þarf að breyta. Því hef ég lagt fram frumvarp um sérstakar skattaívilnanir til þeirra sem leggja peninga til hliðar vegna húsnæðisöflunar.  Þar er lagt til að reglubundinn, […]

Fimmtudagur 04.10 2012 - 17:53

Fjárlög = geðheilbrigðisstefna?

Ég hef óskað eftir fundi í velferðarnefnd um breytt fyrirkomulag niðurgreiðslu ríkisins á ofvirknislyfjum til fullorðinna, þróun á notkun á geð- og taugalyfjum og skort á heildstæðri geðverndarstefnu. Geðfötlun og geðsjúkdómar eru ein helsta ástæða örorku á Íslandi og í dag er Geðhjálp stærstu undirsamtök Öryrkjabandalagsins.  Notkun á og kostnaður vegna geð- og taugalyfja hefur […]

Fimmtudagur 04.10 2012 - 11:12

Lýðræði,- fyrir okkur öll

Bæklingurinn um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskránni er kominn í hús. Um leið og ég blaða í gegnum hann, fannst mér tilvalið að deila kosningaauglýsingu okkar Framsóknarmanna frá síðustu Alþingiskosningum um breytingar á stjórnskipun og stjórnarfari. Hér má einnig finna ályktanir flokksins frá flokksþinginu 2011 um það sem við teljum mestu skipta við breytingar á […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur