Fimmtudagur 04.10.2012 - 17:53 - Rita ummæli

Fjárlög = geðheilbrigðisstefna?

Ég hef óskað eftir fundi í velferðarnefnd um breytt fyrirkomulag niðurgreiðslu ríkisins á ofvirknislyfjum til fullorðinna, þróun á notkun á geð- og taugalyfjum og skort á heildstæðri geðverndarstefnu.

Geðfötlun og geðsjúkdómar eru ein helsta ástæða örorku á Íslandi og í dag er Geðhjálp stærstu undirsamtök Öryrkjabandalagsins.  Notkun á og kostnaður vegna geð- og taugalyfja hefur aukist mjög mikið, ekki síst hjá yngstu aldurshópunum. Stóran hluta af þeirri aukningu má rekja til þess að á árunum 2003 til 2010 fór kostnaður á örvandi lyfjum sem notuð eru við ADHD og til að örva heilastarfsemi úr 97 millj. kr. í 728 millj. kr.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur ekki verið mótuð sérstök geðverndarstefna, heldur virðast áherslur stjórnvalda koma einna helst fram í fjárlögum sbr. tillaga um að hætta niðurgreiðslu á ofvirknislyfjum til fullorðinna og spara þar með 220 milljónir kr.

Ég hef haft töluverðar áhyggjur af þessu um tíma og lagði fram nokkrar fyrirspurnir um málefnið á síðasta þingi.

Hér er fyrirspurnir mínar til ráðherra um málefnið frá síðasta þingi:

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur