Færslur fyrir desember, 2011

Laugardagur 31.12 2011 - 21:15

Gleðilegt nýtt ár

Ég vil óska landsmönnum farsæls komandi árs og þakka fyrir innlitin og góðar athugasemdir við pistla mína. Hlakka til góðs bloggárs 2012 🙂

Laugardagur 31.12 2011 - 12:27

Lausnin felst í samvinnu

Engum dylst að samfélögin á Suðurnesjum eiga í vanda. Hafi einhver verið í vafa um það ætti nýleg skýrsla samstarfshóps á vegum Velferðarráðuneytisins að vera þeim hinum sama holl lesning. Helstu niðurstöður hennar voru sláandi. Hlutfall atvinnuleysis er langhæst á Suðurnesjum af landinu öllu. Hlutfall barna á Suðurnesjum sem eiga foreldra á atvinnuleysisskrá er tæp […]

Fimmtudagur 29.12 2011 - 17:08

Einstakir fjölmiðlar og formenn 2011

Skiptir máli hver fjölmiðilinn er varðandi fjölda fréttaumfjöllunar um formenn stjórnmálaflokkanna? Er munur á umfjöllun Fréttablaðsins og Morgunblaðsins? Stundum finnst mér þessi blöð vera að fjalla hvort um sitt Ísland.   Er RÚV að túlka hlutleysi sitt þannig að fjalla eigi sem mest um valdhafana?  Á hverjum hefur DV.is mestan áhuga þegar kemur að umfjöllun […]

Miðvikudagur 28.12 2011 - 13:53

„Fréttavænustu“ formennirnir 2011

Samskipti fjölmiðla og stjórnmálamanna eru flókin. Einhvers konar ástar/haturs samband. Þeir þurfa á hvor öðrum að halda til að fylla hvíta dálka og auðar mínútur og ná til almennings. En svo er kvartað. Stjórnmálamenn undan því að fjölmiðlar sýni ekki „rétta“ mynd af stjórnmálunum. Fjölmiðlar telja sig vera að flytja fréttir, ekki sinna ímyndarsköpun fyrir […]

Mánudagur 26.12 2011 - 16:50

10 vinsælustu bloggin 2011

Í lok árs er við hæfi að líta yfir farinn veg. Hér má því finna þau 10 blogg sem flestir lásu á árinu. Nr. 10  Að velja sér lagaumhverfi Einn af þeim sem hafði samband við mig í gær lýsti því hvernig hann hefði greitt inn á bílinn sinn meirihluta kaupaverðsins, og gert bílasamning um […]

Laugardagur 24.12 2011 - 09:26

Rauðar jólakúlur, Stollen og Jamie.

Jólin eru að koma.  Vindurinn gnauðar fyrir utan, Herjólfur siglir ekki en það er hlýtt og notalegt inni í gamla húsinu mínu. Bergsson og Blöndal í útvarpinu.  Jólatréð er skreytt rauðum jólakúlum. Trönuberjasósan ilmar af eplum, kanil og appelsínum. Stollen hvílir í hvítum sykurhjúpnum á eldhúsborðinu og kalkúninn bíður eftir að komast að í ofninum. […]

Fimmtudagur 15.12 2011 - 08:50

Nei, takk við sölu á Landsvirkjun

Lífeyrissjóðirnir bera sig aumlega þessa dagana yfir að hafa ekki fengið að kaupa hlut í Landsvirkjun, Landsneti eða Landsbankanum.  Sérfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson lögðu nýlega til að Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki yrðu gerð að almenningshlutafélögum og hluti einkavæddur.  Sambærilegt ferli var viðhaft á sínum tíma þegar bankarnir voru einkavæddir. Þessi umræða vekur upp […]

Föstudagur 09.12 2011 - 08:39

Obama stal jólunum

Forval Repúblikana í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar myndir eftir því sem örvænting frambjóðenda eykst. Rick Perry byrjaði forvalið með miklum lúðrablæstri og væntingum.  Eftir frekar misjafna frammistöðu í kappræðum hefur stuðningur við hann nánast horfið. Lausnin? Að fullyrða nánast að Obama hafi stolið jólunum og noti samkynhneigða hermenn til þess að stoppa bandarísk börn […]

Fimmtudagur 01.12 2011 - 11:50

Já, takk við smokki

Í dag er alþjóð alnæmisdagurinn.  Dagur til að íhuga og skoða hver staða málefna tengd HIV og alnæmi er. Á árinu sem er að líða hafa 17 einstaklingar greinst HIV-jákvæðir, þrír af þeim með alnæmi og lést einn þeirra á árinu.  Þetta eru ívið færri en í fyrra, en þó sami fjöldi og greindist árið […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur