Færslur fyrir júní, 2011

Fimmtudagur 30.06 2011 - 09:56

Sjávarútvegur og hagfræðin

Sérfræðingahópur sjávarútvegsráðherra hefur skilað skýrslu um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun. Þeirra niðurstaða er að bann við framsali og beinni/óbeinni veðsetningu dragi úr hagkvæmni sjávarútvegsins og getu hans til að fjármagna sig með ódýrasta mögulega hætti. Ráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa varist með því að benda á að huga verði að öðrum þáttum en bara hagkvæmni […]

Þriðjudagur 28.06 2011 - 14:14

Að vera heppinn…

Fyrir stuttu barst mér þessi tölvupóstur með reynslusögu ungs fólks af íbúðakaupum: „Ég hóf minn búskap árið 2002 í Reykjavík en ég er borin og barnfædd út á landi og það sama á við um unnusta minn. Við fluttum saman til Reykjavíkur þar sem ég hóf háskólanám. Í stað þess að leigja okkur íbúð keyptum […]

Miðvikudagur 22.06 2011 - 09:36

Árangur í fiskveiðistjórnun

Í skýrslu OECD segir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu: „Iceland has been successful in managing its large industry thanks to its systems of Total Allowable Catches (TACs) based on scientific recommendations and Individual Quota System (IQS), which gives quota holders a strong incentive to ensure that the resource is managed well.  This system could be threatened […]

Laugardagur 11.06 2011 - 08:59

Tollur á lestölvur

Það er að verða bylting í heimi bóka.  Í fyrsta skipti um síðustu jól fór fólk í umtalsverðu mæli að kaupa rafrænar bækur til að lesa í lestölvum. Ég tel mjög brýnt að við reynum að styðja við þessa þróun hér á landi, og þar með okkar litla málsvæði.  Því spurði ég fjármálaráðherra um tolla […]

Föstudagur 10.06 2011 - 23:59

Rannsókn á sparisjóðunum

Í kvöld samþykktum við að hefja rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna.  Það var gert í formi þingsályktunar og hún er svohljóðandi: Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, sbr. einnig ályktun þingsins um rannsóknarskýrslu Alþingis frá 28. september 2010, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er leiti sannleikans um aðdraganda og […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 17:08

Eldhúsdagsræða ’11

Frú forseti, góðir Íslendingar. Nú þegar hillir vonandi undir þinglok og kjörtímabilið er hálfnað getur verið gott að staldra við og horfa um öxl. Við framsóknarmenn getum gert það með stolti. Allt frá efnahagshruninu höfum við lagt fram umfangsmiklar tillögur á fjölmörgum sviðum sem eiga það sameiginlegt að endurspegla sýn okkar á hið nýja Ísland, […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 14:23

Framtíðarstefna í sjávarútvegi

Þingflokkur Framsóknarmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um mótun framtíðarstefnu í sjávarútvegi. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa samráðshóp til að leita leiðar til að móta skýra stefnu til lengri tíma í sjávarútvegsmálum. Hópurinn verði skipaður fulltrúum allra þingflokka, fulltrúum atvinnulífsins, launþega, sveitarfélaga, fyrirtækja í sjávarútvegi og annarra hagsmunasamtaka. Hópurinn […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 19:46

Sjómannadagsræða í Eyjum

Ágætu sjómenn, fjölskyldur og aðrir Eyjamenn. Fiskur hefur alltaf leikið stórt hlutverk í fjölskyldu minni. Við höfum fengist við útgerð, eldi, veiðar, vinnslu, sölu, matreiðslu og í raun flest allt sem viðkemur fisk og sjávarútvegi. Þegar við hittumst, hvort sem er í fjölskylduboðum eða við eldhúsborðið, líður því sjaldan á löngu þar til umræðan er […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 16:52

Velkominn Ásmundur Einar

Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og þingflokk Framsóknarmanna í dag. Þetta er ánægjuleg viðbót og mun efla okkur og styrkja flokkinn. Hann rökstyður þessa ákvörðun með því að honum hafi hugnast málflutningur Framsóknarmanna á undanförnu þá sérstaklega afstaða okkar til skuldavanda heimila og fyrirtækja, baráttu okkar í Icesave, afstöðu til landsbyggðarinnar og […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur