Laugardagur 11.06.2011 - 08:59 - 2 ummæli

Tollur á lestölvur

Það er að verða bylting í heimi bóka.  Í fyrsta skipti um síðustu jól fór fólk í umtalsverðu mæli að kaupa rafrænar bækur til að lesa í lestölvum.

Ég tel mjög brýnt að við reynum að styðja við þessa þróun hér á landi, og þar með okkar litla málsvæði.  Því spurði ég fjármálaráðherra um tolla og vörugjöld á lestölvur en almennt bera lestölvur 7,5% toll, 25% vörugjald og 25,5% virðisaukaskatt auk gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum og úrvinnslugjald.

Svar hans var að ekki væri stefna stjórnvalda að fella niður tolla á einstök vörunúmer nema við á grundvelli tvíhliða samninga um gagnkvæmar tollívilnanir. Einnig að stefnt er að því að heildstæð endurskoðun fari fram í ráðuneytinu, í samráði við þá aðila sem málið varðar, sem miði að því að móta almenna stefnu og samræma gjaldtöku eins fljótt og mögulegt er.

Gæti svarið verið meira kantað?  Meira a la baunateljarar?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Það væri nú hægt að byrja á vörugjaldinu, þannig að samræmi væri milli venjulegrar tölvu og lestölvu.

  Þessu gæti Alþingi breytt einhliða og kemur ekki tvíhliða samningum við eða ákvörðun ráðherra.

  Skattlagningarvaldið liggur hjá Alþingi en ekki ráðuneyti!

 • Viljum við virkilega að allar rafbóka-sölutekjur fari til BNA? 30-43% af hverri seldri rafbók til Google, Amazon eða Apple!!

  Ef við breytum ekki álögum ríkisins verður svo að vera, því okkur mun ekki gefast tækifæri til að byggja upp íslenskan rafbókamarkað.

  Af hverju?

  1) Lestölvur sem eru forsenda rafbókasölu eru of dýrar í innflutningi vegna vörugjalda og tolla og 2) rafbækurnar eru skattlagðar hærra en nákvæmlega eins verk á pappír.

  Er þetta ekki augljóst?

  Ef ríkisstjórnin vill halda sölutekjum rafbóka í landinu þarf hún að bregðast við strax og gera okkur kleift að byggja upp íslenskan rafbókamarkað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur