Færslur fyrir september, 2014

Þriðjudagur 30.09 2014 - 09:21

Karlar og jafnrétti

UN Women hafa vakið athygli á mikilvægi þátttöku karla í öllu starfi á sviði jafnréttismála.    Karlar eru mun líklegri en konur til að gegna áhrifa- og valdastöðum og gegna því lykilhlutverki í að efla stöðu kvenna, bæði í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Benda þarf á ávinning beggja kynja af valdeflingu kvenna og auknu kynjajafnrétti. Í […]

Sunnudagur 28.09 2014 - 10:05

Bílastæðahús

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með umræðunni um gámahúsin.  Fátt kom þar á óvart og endurspeglar þörfina á að halda áfram að ræða hvernig við getum hugsað út fyrir kassann og þróað íslenskt þéttbýli með nýjum hugmyndum.  Það er ástæða þess að ég fagnaði tækifærinu að styðja við verkefnið Hæg breytileg átt.  Hugsunin á […]

Þriðjudagur 23.09 2014 - 10:10

Gámafordómar

Fyrir nokkru deildi ég myndum af gámahúsum á fésbókarsíðu minni.  Það kom mér nokkuð á óvart að í stað þess að skoða myndirnar og tenglana virtist orðið gámur vera nóg til vekja neikvæð viðbrögð. Sama virðist einkenna fréttir að Landspítalinn hefur í hyggju að nýta gáma sem skrifstofuhúsnæði fyrir starfsfólk sitt. Því vil ég gjarnan […]

Sunnudagur 21.09 2014 - 11:01

Stúdentagarðar – fyrirmynd að félagslegu húsnæði

Nokkur umræða skapaðist í gær við pistilinn Fallegir staurar eða félagslegt húsnæði um hvað hægt er að gera fyrir félagslegt lán frá Íbúðalánasjóði til leigufélags. Félagsstofnun stúdenta hefur notað lán frá ÍLS til að fjármagna byggingu á stúdentagörðum.  Þar starfa miklir kvenskörungar sem kunna að nýta aurana og veita um leið fjölbreyttum hópi námsmanna góða þjónustu. Oddagarðar, nýjustu […]

Laugardagur 20.09 2014 - 09:47

Fallegir staurar eða félagslegt húsnæði?

Í könnun Velferðarráðuneytisins á úthlutun félagslegs húsnæðis hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins frá janúar til júní sl. kom fram að aðeins 8% þeirra sem voru á biðlista höfðu fengið úrlausn sinna mála. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa á árunum 2010, 2011 og 2012 svarað því til í könnun Varasjóðs húsnæðismála, að skortur væri á leiguhúsnæði. Á […]

Fimmtudagur 18.09 2014 - 12:52

Frumkvæði HR í samgönguviku

Það er samgönguvika. Vikan þar sem við eigum víst öll að vera að ræða samgöngur.  Ég bý í Hafnarfirði og starfa í miðborg Reykjavíkur. Algengustu lausnirnar þegar við stjórnmálamennirnir tölum um samgönguvandann á SV-horninu eru að fleiri hjóli eða noti almenningssamgöngur  eða byggja fleiri vegi, mislæg gatnamót eða brýr. Á meðan við stjórnmálamennirnir ræðum fram […]

Fimmtudagur 11.09 2014 - 13:53

Mótum framtíð fæðingarorlofs

Ísland á að vera fjölskylduvænt samfélag segir í stjórnarsáttmálanum. Nýlegar tölur um fæðingar á Íslandi sýna að árið 2013 var fyrsta árið frá 2003 þar sem frjósemi íslenskra kvenna var lægri en tveir, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu.  Áætlað er að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri […]

Þriðjudagur 02.09 2014 - 07:13

Gegn misnotkun barna

Norræn ráðstefna verður haldin í dag um kynferðisofbeldi gegn börnum – forvarnir á Norðurlöndunum. Þar koma saman sérfræðingar af öllum Norðurlöndunum, fólk sem hefur þekkingu, áhuga og sterkan vilja til að vinna gegn þeim hræðilega glæp sem misnotkun barna felur í sér. Misnotkun barna er víðfeðmt vandamál og geysilega flókið viðfangsefni. Ekkert samfélag er óhult […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur