Þriðjudagur 30.09.2014 - 09:21 - 1 ummæli

Karlar og jafnrétti

UN Women hafa vakið athygli á mikilvægi þátttöku karla í öllu starfi á sviði jafnréttismála.    Karlar eru mun líklegri en konur til að gegna áhrifa- og valdastöðum og gegna því lykilhlutverki í að efla stöðu kvenna, bæði í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Benda þarf á ávinning beggja kynja af valdeflingu kvenna og auknu kynjajafnrétti.

Í mínum huga er þetta brýnt hagsmunamál beggja kynja sem auka almenn lífsgæði þjóða og styðja við lýðræðisþróun.

Ræða Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra  á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var svo sannarlega í þessum anda.  Þar kynnti hann sérstakt málþing sem við stöndum að ásamt Súrinam þar sem karlmenn munu ræða jafnrétti við aðra karlmenn.  Athyglinni verður þar beint sérstaklega að aðgerðum gegn ofbeldi gegn konum.

Utanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið og forsætisráðuneytið hafa um tíma lagt drög að samstarfsverkefni um aukna valdeflingu kvenna og karla og jafnrétti.  Þar viljum við styðja enn frekar við verkefni Íslands á sviði jafnréttismála á alþjóðavettvangi; valdeflingu kvenna í gegnum menntun og vekjum athygli á mikilvægu hlutverki karla í jafnréttisumræðunni á alþjóðavettvangi og á Íslandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Æ þetta er eitthvað svo falskt útspil.

    Eins og til að sýnast vera eitthvað sem þetta fólk er ekki.

    Hefur þessi maður EINHVERNTÍMANN á æfinni talað um heimilsofbeldi opinberlega? eða gefið sig eitthvað sérstaklega að jafnrétti?

    Var hann ekki að skipa 3 eða 4 karla sem sendiherra?

    Æ maður fær bara velgju satt best að segja

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur