Sunnudagur 06.01.2013 - 12:27 - 1 ummæli

Forsetinn í Uruguay

Ein mest deilda frétt gærdagsins í NYTimes var umfjöllun um forsetann í Uruguay.

Ekki skrítið.

Sjaldgæft er að lesa um stjórnmálamann sem virðist vera nokk sama hvað öðrum finnst um hann, hans lífsstíl og skoðanir.  Hvað þá þjóðarleiðtoga.

José Mujica leiddi ofbeldisfulla baráttu gegn þáverandi stjórnvöldum í Uruguay, sat árum saman í fangelsi með bara frosk og rottur sem félagsskap, bauð sig svo fram til þings og forseta.  Hann neitaði að búa í forsetahöllinni með fullt af þjónum og valdi frekar að búa áfram í litla húsinu sínu, keyra um á  bjöllunni sinni og gefa mest af launum sínum til góðgerðamála.

Vinsældir hans hafa minnkað eftir að hann vildi lögleiða maríjúana , en hann hefur einnig barist fyrir réttindum samkynhneigðra og kvenna og umhverfisvænni orku.

Að hans mati virkar lýðræðið ekki nema kjörnir leiðtogar sýni meiri auðmýkt.

Kannski eitthvað fyrir okkur að íhuga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur