Þriðjudagur 08.01.2013 - 12:40 - 4 ummæli

Titringur á stjórnarheimilinu

Skjálftavirkni er aftur hafin á stjórnarheimilinu.  Steingrímur J. Sigfússon talar um að endurskoða aðildarferlið.  Jón Bjarnason vill ekki bjóða sig fram lengur fyrir VG og flokkurinn frestar flokksstjórnarfundi fram yfir afgreiðslu rammans.

Er ætlunin að tryggja afgreiðslu Rammaáætlunar áður en flokkurinn snýst endanlega gegn aðildarferlinu?

Hvað gerir Samfylkingin þá?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Òskar Àstþòrsson

    Samfylkingin heldur ró sinni enda ýmsu vön. Òþarfi að gera eitthvað stórmál úr þessari „skjálftavirkni“.
    Stjórnarsamstarf má líkja við hjónaband og hjónaband er vinna þar sem tekist er á við ýmis verkefni og þau eru miserfið. Þessi ríkisstjórn hefur tekist á við mörg erfið verkefni síðustu 4 ár og ég efast um að önnur „hjónabönd“ hefðu leyst þessi verkefni eitthvað betur. Þetta „hjónaband“ heldur út kjörtímabilið 🙂

  • Það líður óðum að kosningum og menn þurfa sanna sig sem ætti ekki að koma neinum á óvart. En mörgum til undrunar og sumum til ama ætlar þessi ríkistjórn vinstrimanna að þrauka kjörtímabilið hvað sem líður römmum og aðildarferlum. Það eru tíðindi. 🙂

  • Ríkisstjórnin hefur staðið sig vel „með einum eða öðrum hætti.“

  • Gunnar Kristjánsson

    Eygló er alltaf á skjálftavaktinni þó hún skipti um kjördæmi enda skjálfta að finna í báðum þessum kjördæmum. Mér finnst það frekar vægur skjálfti þó Jón Bjarna kjósi að bjóða sig ekki fram fyrir VG en hvað veit ég? Ég er ekki (jarð)skjálftafræðingur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur