Færslur fyrir júlí, 2011

Laugardagur 16.07 2011 - 08:06

Lagaheimild til að selja Byr?

Má fjármálaráðherra selja eins og eitt styrki Byr sísona? Í 40.gr. stjórnarskrár Íslands, nr. 33/1944, segir að ekki megi selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.  Enn fremur segir í 29.gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, að ríkisaðilar í A-hluta skuli hverju sinni […]

Miðvikudagur 13.07 2011 - 12:10

SVÞ m/ dýrustu raftækin

Í leiðara Fréttablaðsins í gær tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, upp málflutning Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gegn íslenskum landbúnaði um að hér sé eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð. Hans lausn er að koma á samkeppni, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning. Skoðum aftur staðreyndir, frekar en fullyrðingar. Í […]

Þriðjudagur 12.07 2011 - 23:32

Hæsta landbúnaðarverð í heimi?

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, forystumenn Samtaka verslunar og þjónustu skrifa grein í Fréttablaðið þar sem þau fullyrða að „… íslenskir skattgreiðendur [búa] við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslenskir neytendur við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi.“ Stundum borgar sig að tékka á staðreyndum þegar fullyrt er. Ég kíkti á verð á vefsíðum Sainsbury’s […]

Þriðjudagur 05.07 2011 - 15:30

Við erum Framsókn

Egill Helgason, Páll Vilhjálmsson og fleiri hafa verið að velta fyrir sér hvar Framsókn er að finna í litrófi stjórnmálanna.  Erum við hægri, vinstri, miðju, út í kanti, þjóðernissinnaður eða landsbyggðar? Viljum við starfa með Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórnarflokkunum eða bara ekki starfa með neinum… Framsókn hefur alltaf farnast best þegar við hættum að skilgreina okkur út frá […]

Mánudagur 04.07 2011 - 08:18

Verðbólga, ekki mitt vandamál…

Í bítinu í morgun sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, að verðbólga væri komin til vegna þess að hagkerfið væri að taka aftur við sér. Hann virtist telja að stjórnvöld gætu lítið gert til að draga úr henni.  Vandinn væri helst Seðlabankans að leysa, enda gætu stjórnmálamenn ekki axlað ábyrgð á erfiðum aðgerðum eins og […]

Sunnudagur 03.07 2011 - 23:46

Stöðnun og verðbólga

Íslenskt hagkerfi horfir fram á stöðnun í hagkerfinu samhliða hækkandi verðbólgu, (e. stagflation).  Seðlabankinn telur hættu á að verðbólga fari yfir 5% á síðasta fjórðungi ársins.  Meginástæðan er hækkun á olíu, hrávöru, húsnæði og opinberri þjónustu.  Á sama tíma er eftirspurn eftir lánsfé lítil, fjárfestingar í lágmarki og atvinnuleysi hátt. Við þessar aðstæður getur stýritæki Seðlabankans, […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur