Miðvikudagur 13.07.2011 - 12:10 - Rita ummæli

SVÞ m/ dýrustu raftækin

Í leiðara Fréttablaðsins í gær tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, upp málflutning Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gegn íslenskum landbúnaði um að hér sé eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð. Hans lausn er að koma á samkeppni, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning.

Skoðum aftur staðreyndir, frekar en fullyrðingar.

Í nýrri könnun Eurostat (Hagstofa Evópusambandsins) á verði á neytendavörum kemur eftirfarandi fram:

  • Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxembourg, Svíþjóð, Írland, Belgía og Frakkland eru með hærra matvælaverð en við.  Næst á eftir okkur í verðlagi eru ríki eins og Austurríki, Holland, Þýskaland, Ítalía og Bretland.
  • Við erum í fyrsta sæti hvað varðar dýrtíð á raftækjum, – langhæst raunar.
  • Við erum með næstdýrustu fötin, aðeins Noregur toppar okkur þar.
  • Við erum með fjórðu dýrustu farartækin.  Noregur er í fyrsta sæti, svo Danmörk og Portúgal.

Síðast þegar ég vissi þá var frjáls innflutningur og engar samkeppnishindranir í verslun á raftækjum, fatnaði og farartækjum.

Hvernig skyldi standa á því að hvorki ritstjóri Fréttablaðsins né SVÞ nefna þetta í pistlum sínum?

Hafa þau ekki áhyggjur af  því að gengið sé „…gróflega á frelsi og réttindi annarra þegna þessa lands.„?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur