Mánudagur 21.03.2011 - 10:00 - 3 ummæli

Heimilin gegn kröfuhöfum: 20-110

Íbúðalánasjóður hefur verið í fréttum að undanförnu vegna væntrar afskrifaþarfar sjóðsins. Eftir því sem ég skil stöðuna þá virðist þrennt skýra að verulegu leyti erfiðleika Íbúðalánasjóðs:

 1. Farið var í átak við að fjölga leiguíbúðum á markaði og eru umtalsverð vanskil hjá leigufélögum.
 2. Í neyðarlögunum var Íbúðalánasjóði gert að taka yfir íbúðalán hjá fjármálastofnunum sem voru í rekstrarerfiðleikum.  Ekki liggur fyrir hversu hagkvæm þau viðskipti voru fyrir sjóðinn né hversu umfangsmikil þau voru.
 3. Stjórnvöld fóru í almenna leiðréttingu á húsnæðislánum, svokallaða 110% leið.  Kostnaður Íbúðalánasjóðs við hana var fyrst áætlaður 29 milljarðar kr.  að hámarki en er nú talinn verða um 21,8 milljarðar að hámarki þegar búið er að taka tillit til aðfararhæfra eigna.

Alls eru lán að verðmæti 75 ma.kr. í vanskilum, eða um 10% af heildarútlánum sjóðsins.  Til samanburðar má benda á að vanskilahlutfall í hinu nýja og endurreista bankakerfi stjórnvalda er talið vera 30-40%.

Þetta segir okkur að ein lykilástæða fyrir þörf Íbúðalánasjóðs á fjármagni frá ríkissjóði og skattgreiðendum er 110% leiðin.

Hvað er 110% leiðin?

Það sem 110% leiðin gerir er að leiðrétta á almennan máta húsnæðislán heimilanna, eða fyrst og fremst það verðbólguskot sem varð í hruninu = 20% leið okkar Framsóknarmanna.

Munurinn er sá að við ætluðum aldrei að láta ríkissjóð fjármagna leiðréttinguna, heldur erlenda kröfuhafa í gegnum afskriftir af lánasafni bankanna. Stjórnarliðar, með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í broddi fylkingar, töldu að þetta væri ekki hægt og eyddu miklum tíma og orku í að útskýra fyrir okkur hversu ómöguleg þessi hugmynd væri.

Því hlýtur það að hafa verið áfall fyrir þá að sjá nýjustu ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka þar sem lánasöfn þeirra eru uppfærð um rúma 25 ma. kr. vegna betri heimta.  Þessum milljörðum er þannig skilað aftur til kröfuhafa í stað þess að nýta þetta svigrúm til nauðsynlegrar leiðréttingar á lánum íslensks almennings.

Enda varð að hugsa um aumingja fjármagnseigendurna, – erlendu kröfuhafana…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Ómar Kristjánsson

  Þú gleymir nú að nefna athafnir ykkar framsóknarmanna þegar þið vorðuð við stjórnvölin varðandi hækkun íbúðarlána með tilheyrandi þenslu og vitleysu og braski allrahanda.

  Þetta er bara afleiðingin af því.

  Mörghundruð milljarða skaðakostnapur fyrir þjóðina.

  þetta er ykkar eigið icesave. Persónulega icesave framsóknarmanna.

 • Sigurður E. Vilhelmsson

  Enn étur þú upp sömu þvæluna Ómar, sem margoft hefur verið hrakin.

  Húsnæðislán með 18 milljóna þaki hleyptu ekki af stað verðbólu, heldur 100% lán bankanna án þaks á lánsupphæð. Það er aumt að sjá ykkur samfylkingarpésana reyna að hanga á þessari margþvældu tuggu til að réttlæta óstjórn ykkar og endalaust klúður í efnahagsstjórn síðustu 4 ára.

 • Sigurður Sigurðsson

  Hversu háa fjárhæðir hefur sjóðurinn afskrifað vegna skuldabréfa banka og fjármálastofnanir á íslandi. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir. Síðan eru bankamenn að guma sig af því að eiginfjárstaða banka sé góð. Ekkert skrýtið þar sem þeir komust upp með að ræna eignum og skilja kröfuhafa eftir, þar á meðal íbúðalánasjóð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur