Færslur fyrir mars, 2011

Föstudagur 18.03 2011 - 08:03

Gleymdar sálir í limbó

Á ekki að leyfa fólki sem hefur farið í þrot með fyrirtækin sín að stofna önnur félög? Jú, segi ég. Ástæðan er að fyrirtæki fara í þrot af margvíslegum ástæðum og fæstar vegna þess að eigandinn/stofnandi gerði eitthvað rangt.  Það getur verið vegna þess að hugmyndin einfaldlega gengur ekki upp, birgir lendir í erfiðleikum, viðkomandi veikist, […]

Fimmtudagur 17.03 2011 - 10:24

Enn of stórir til að falla

Við bankahrunið stóðu Íslendingar frammi fyrir ógnunum en jafnframt tækifærum.  Við, nánast ein þjóða, höfðum tækifæri til að skapa nýtt bankakerfi sem myndi þjóna þörfum íslensks samfélags og aldrei aftur ógna því.  Í staðinn hafa stjórnvöld unnið ötullega að því að endurreisa hið gamla. „Nýja“ bankakerfið samanstendur fyrst og fremst af þremur stórum bönkum sem […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 07:57

Meira um afskriftir

Í gær fjallaði ég um frumvarp um birtingu afskrifta skulda sem ég og Margrét Tryggvadóttir höfum lagt fram á Alþingi, þar sem miða ætti við birtingu á skuldaeftirgjöfum yfir 100 milljónir kr.  Á Facebook sköpuðust töluverðar umræður um hver upphæðin ætti að vera.  Einhver taldi 20-30 milljónir vera rétt viðmið, og annar kom með þá […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 12:00

Afskriftir = eitruð epli

Ég og Margrét Tryggvadóttir höfum lagt fram frumvarp sem leggur til að skattkerfið verði nýtt til að birta upplýsingar um hverjir hafa fengið skuldaeftirgjafir yfir 100 milljónir kr. óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki.  Upplýsingarnar verða tilgreindar á því formi og með þeim hætti sem ríkisskattstjóri ákveður. Upplýsingarnar verða svo birtar með […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 07:34

ESB sem afvötnun?

Í nýlegri grein heldur Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar áfram áróðri Samfylkingarinnar um að eina leiðin til að ná tökum á íslenskum efnahag og afnema verðtrygginguna sé að ganga í Evrópusambandið. Þannig virðist aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst vera hugsuð á efnahagslegum nótum. Evrópusambandið var á sínum tíma stofnað til að tryggja frið […]

Mánudagur 14.03 2011 - 11:38

Gengistryggð lán og málsókn

Óvissan um gengistryggð lán er enn þá til staðar, líkt og ég hef farið í gegnum í fyrri pistli.  Niðurstaða Hæstaréttar hefur létt byrðina fyrir suma, en fyrir aðra hefur staðan versnað umtalsvert.  Jafnvel hjá þeim hafa borgað mest. Snemma var tekin ákvörðun um að vísa þeim sem væru ósáttir inn í dómskerfið.  Vandinn er að margir þeirra sem […]

Sunnudagur 13.03 2011 - 09:00

Samvinna í verki

Samvinnustefnan byggir á þremur lykilstoðum. Að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman en sem einstaklingar. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða hörundslitar. Að unnið sé að því að hvetja til reksturs samvinnu félaga og annarra sameignar félaga sem […]

Laugardagur 12.03 2011 - 14:51

Umhverfisvæn greftrun á Mbl

Í Morgunblaðinu þann 9. mars sl. var fréttaskýring undir fyrirsögninni „Telur þurrfrystingu ekki vænlegan kost.“ Þar er fjallað um frumvarp um umhverfisvæna og fjölbreytari greftrunarsiði en ég er fyrsti flutningsmaður að frumvarpinu.  Ég geri miklar athugasemdir við umfjöllunina.  Í fyrsta lagi byggir fréttaskýringin á viðtali við einn mann, Þórsteinn Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis og formann Kirkjugarðasambands Íslands.  Ekki […]

Laugardagur 12.03 2011 - 09:00

Við þurfum samvinnu

Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki […]

Föstudagur 11.03 2011 - 18:00

Aftur til samvinnu

Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur