Miðvikudagur 30.03.2011 - 09:35 - Rita ummæli

Hallar á eldri konur?

Ég sendi velferðarráðherra fyrirspurn um eldri borgara og kynbundna heilbrigðistölfræði.   Ástæðan var sænsk rannsókn sem ég rakst á sem virtist hugsanlega benda til þess að eldri konur væru líklegri til að verða fyrir slysum eða fá verri læknisþjónustu en eldri karlar.

Svör ráðherrans gefa til að kynna að mikilvægt er að kyngreina þessa upplýsingar, og aðeins nýlega var byrjað á því þótt gögnin séu til.  Konum virðista vera hættara við fallslysum en körlum, en þá frekar heima við.  Á heilbrigðisstofnunum  eru karlar ívíð líklegri til að detta, vera vannærðir og með legusár en konur.  Dæmið snýst svo við þegar heim kemur.

Mér fannst einnig athyglisvert hvernig ráðherrann kemur sér undan að svara spurningu minni um af hverju ekki er minnst á eldri borgara í tillögum ríkisstjórnarinnar að nýrri áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem lögð var fram á Alþingi 30. nóvember 2010?

Þar segir ráðherrann: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna í tillögum að nýrri áætlun í jafnréttismálum og að kynjasjónarhorni sé beitt við alla ákvarðanatöku og stefnumótun er við kemur öllum hópum samfélagsins þ.m.t. eldri borgurum.“

Blabla…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur