Sunnudagur 27.03.2011 - 11:41 - 3 ummæli

Þorsteinn Víglundsson: Líf sem samvinnumaður

Í gær var haldið málþing í tilefni 75 ára afmælis tímaritsins Bliks, sem var blað málfundafélags Gagnfræðiskólans í Vestmannaeyjum á vegum Söguseturs 1627 og Bókasafns Vestmannaeyja.

Ritstjóri og drifkrafturinn á bakvið Blik var Þorsteinn Víglundsson, skólastjóri Gagnfræðiskólans.  Þorsteinn var ekki bara skólastjóri og öflugur útgefandi, heldur var hann einnig einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja og sparisjóðsstjóri, aðalhvatamaðurinn að stofnun og byggingu Byggðasafns Vestmannaeyja og tók þátt í stofnun Kaupfélags alþýðu og Kaupfélags Vestmannaeyja.

Fjallað var um sögu Þorsteins og konu hans Ingigerðar Jóhannsdóttur, og var ég virkilega hugsi eftir erindin.

Þorsteinn var mjög umdeildur maður, jafnvel svo að sumar fjölskyldur í Eyjum völdu frekar að senda börnin sín upp á land en að setja þau í Gagnfræðiskólann. Hins vegar tel ég að það sýnir og sannar hvað er hægt að gera þegar við höfum hugsjónir og reynum að lifa lífi okkar í samræmi við þær.

Í lífi Þorsteins endurspeglast sterkt hugsjónir samvinnunnar.  Hugsjónir um að styrkur hinna smáu liggur i samvinnu, hugsjónir um samfélagslega ábyrgð og ábyrgð hvers einstaklings á eigin lífi, hugsjónir um sterk siðferðisleg gildi, menntun og mannrækt.

Að við berum öll ábyrgð á samfélagi okkar, og getum öll haft áhrif á það til hins betra.

Að hvert og eitt okkar skiptir mál, til að byggja betra samfélag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Hrafn Arnarson

    D í stað f í fyrirsögn.

  • Hafðu bestu þökk fyrir þessar hugleiðingar. Það er alveg rétt að Þorsteinn er okkur innblástur til samfélagslegrar ábyrgðar og vonandi að fleiri taki undir þau orð.

  • Eygló Harðardóttir

    Takk – aðeins að flýta mér og hér með er fyrirsögnin leiðrétt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur