Laugardagur 02.03.2013 - 08:44 - 10 ummæli

Stjórnvöld í rússneskri rúllettu

Fjármálaráðherra segist vera tilbúin að semja.  Kröfuhafar mynda krónuhóp.  Fréttablaðið birtir sviðsmyndir af mögulegum samningum.

Og ég skal viðurkenna að kvíðahnútur er að myndast í maganum á mér.

Þarna er sama fólkið og samdi svo „vel“  í Icesave og um nýju bankana að semja fyrir hönd þjóðarinnar um snjóhengjuna.

Í grein Fréttablaðsins er td talað um að kröfuhafar séu tilbúnir að selja Íslandsbanka fyrir 55% af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði með erlendum eignum (væntanlega lífeyrissjóðanna).  Með ýmsum öðrum tilfærslum en takmörkuðum afslætti eiga eignir þrotabúsins Glitnis í íslenskum krónum að andvirði 254,5 milljarðar króna að fara niður í núll.

Sama er verið að ræða er varðar Arionbanka, að selja hann fyrir 55% af bókfærðu eigin fé bankans. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru bókfærðar 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár.

Hver segir að 45% afsláttur af þessu eignum sé ásættanlegur? Af hverju eiga íslensk heimili að leggja lífeyrissparnað sinn undir, án þess að fá nokkra aðstoð sjálf? Kröfuhafar gömlu bankanna hafa hagnast mjög mikið á sínum viðskiptum og krafan er að þeim ávinningi verði skipt á milli þjóðarinnar og kröfuhafa.

En eru stjórnvöld að hlusta?

Síðast þegar var „samið“ glataði ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna tækifærinu til að nýta afslátt á lánasöfnum bankanna til hagsbóta fyrir íslensk heimili.  Síðan þá hafa bankarnir hagnast um fleiri hundruð milljarða króna, fyrst og fremst með uppfærslu á lánasöfnunum.

Hér er verið að spila með framtíð íslenskra heimila.

Því vara ég þá við sem sitja og útdeila sviðsmyndum og tala fjálglega í fjölmiðlum um forsendur samninga. Mikil er ábyrgð Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna og fylgitungla þeirra á töpuðum tækifærum síðustu ára.

Miklu meiri verður hún ef þetta eiga að vera forsendur samninga við kröfuhafa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

 • kristin geir st briem

  nú hafa ekki sem bankarnir skulduðu selt sínar skuldir en ef það er rétt að menn hafi keipt kröfur á um það bil 3-5% er 55% afsláttur nokuð lítill fynst það nokkuð bratt að núverandi stjórn semji við kröfuhafana stuttu fyrir kosníngar án samþykkis annara stjórnmálaflokka

 • Magnús Björgvinsson

  Kannski rétt að minna á að Kröfuhafar eiga þessa banka í dag. Ríkið á að eins smá hlut. Þannig að það er sama hvaða verð er sett á þá ríkið fengi aðeins menna. Heyrðist í gær að við værum að tala um 70 milljarða fyrir hvorn banka. Sé ekki hvað ætti að vera sem við ættum að geta grætt á.

  Hef líka heyrt að fólk sem talar fyrir lækkun lána sé ekki mikið að hugsa um lífeyriseigendur eða skattgreiðendur.

 • Ásetningu Jóhönnu og Steingríms er að koma peningum þjóðarbúsins í hendurnar á „rétta“ liðinu, láta „rétta liðið semja (og fá ríflegar þóknanir fyrir). Í laumi hlægja þau að fíflunum sem trúðu lyginni um skjaldborgina, kvótakerfið og norrænt velferðarkerfi. Hún var bara sögð til að koma fénu til „skila“ til „rétta“ fólksins.
  Skapari þessa fólks hlær með þeim.

 • Halldór Guðmundsson

  Icesave fólkið má ekki koma nálægt þessu. Og er Seðlabankinn engin undantekning, og ætti Seðlabankinn heldur að kynna sér vel 13.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, og Akademisk ruslakista er heldur ekki undantekning.

  Það kemur náttúrlega ekki til greina neinir samningar fyrr en niðurstaða fæst í verðtryggðu lánunum, því allt bendir til að þau séu kolólögleg, og við það minkar eiginfjárhlutfall bankanna gríðarlega mikið. Síðan þarf að fara að undirbúa skaðabótakröfu á hendur þessum sömu bönkum vegna ólöglegra gengistryggðra lána (verðtryggðra lána) sem hafa valdið heimilunum og fyrirtækjum gífurlegum hörmungum og skaða undanfarin ár.
  Það er ekki til nema ein leið út úr þessu rugli, leið Lilju og Hægri Grænna, og senda þrotabúin í gjaldþrot.

 • Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu.

  „Sviðsmyndin“ virðast ganga út á það að veittur eru nokkra tuga afsláttur af innlendum eignum þrotabúanna. Á móti fá vogunarsjóðirnir að labba í burt (í miðjum höftum) með allar erlendar eigur þeirra, gjaldeyriseign nýja Íslandsbankans og stóran hluta af erlendum eigum lífeyrissjóðanna!

  Við verðum sjálf síðan að endurfjármagna OR og Landsbankann í gegnum innlendu bankana en vogunarsjóðirnir munu „kannski hjálpa“ en einungis ef við samþykkjum þá sviðsmynd sem liggur fyrir.

 • Eygló hefur lög að mæla – þetta er hættuástand. En ég vil bæta einu við. Það eru fráleitt almannahagsmunir (í gegnum lýfeyrissjóðina) að endurreisa hið forna bankafyrirkomulag. Þetta bankakerfi okkar er yfirþyrmandi baggi á efnhagslífinu vegna þess að það er of stórt og óhagkvæmt (ekki trúa mér, lesið McKinsey skýrsluna). Svo sópar þetta kerfi til sín ofsagróða gegnum fáokun á neytendamarkaði sem sjá má af afkomutölum, úr hagkerfi sem engan veginn stendur undir þessum arði. Nú á að plata okkur með því að lífeyrissjóðirnir vanti ,,farveg fyrir fjárfestingar“ með því að læsa hagsmuni þeirra inni í fáokun til framtíðar. Langtímahagsmunir neytenda felast alls ekki í því að viðhalda þessu kerfi. Ekki frekar en taka hefði átt í mál að endurreisa Haga til að blóðmjólka neytendur með ofurvaldi á matvörumarkaði. Nú verður Samfylkingin að þora að hugsa.

 • Hvernig væri að Framsóknarflokkurinn kæmi einhverntíma með vitrænar tillögur sem hægt er að framkvæma í stað þess að vera aðeins á móti og með glórulaus yfirboð. Það er enginn vandi. T.d. afnemum verðtryggingu. Og hvað svo? Breytilega vexti. Er það léttbærara fyrir fólk. Nei, um það eru flestir sammála.

  Stundum er slegið af til að ná einhverju saman. Stundum er beðið og beðið eftir einhverju betra. Þá er það gagnrýnt. O.s.fr., o.s.fr.. Já og vonda fólkið sem samdi af sér í icesave er það yfirleitt fært um að semja um nokkurn skapaðan hlut. Af hverju engar tilögur frá framsókn aðeins yfirboð sem aldrei er hægt að standa við nema með alvarlegum afleiðingum. Aðeins kvabb og svo auðvitað „þetta sagði ég.“

  Sennilega er Framsóknarflokkurinn að verða eftirágáfaðasti stjórnmálaflokkur í heimi. Hvað honum endist það er svo spurning.

 • Afar fróðlegt að heyra frá þér hvernig á að leysa þessi mál. Ekki er útilokað að þú og flokkurinn komist einmitt í þessa aðstöðu að leysa málin, þmt skuldavanda heimilana án þess að nokkur þurfi að greiða fyrir það nema þessir hræðulegu kröfuhafar, vogunarsjóðir, hrægammasjóðir, þeir sem voru svo vitlausir að lána íslenskum bönkum peninga, m.a. líeyrinn sinn. Gangi ykkur vel ég hlakka til og fylgist með.

 • Jörundur

  Þorsteinn: Framsókn hefur einmitt verið fyrirfram gáfaðasti flokkurinn. Hann áttaði sig á Icesafe, hann kom með niðurfærsluleið í febrúar 2009 sem hefði virkað. Sú leið er ónýt núna.

 • Magnús Björgvinsson

  Það er svo miklu betra að Framsókn stundi Rússneska rúlletu og fá sennilega að gera það með þessa banka. Verður gaman að því þegar snillingarnir i Framsókn redda þessu öllu. En úps nú á Ríkisstjónin ekkert í bönkunum. Það veit engin hvort að þessir erlendu frjáfestar eru „hrægammasjóðir“ Vogunarsjóðir eða bara fjárfestar og bankar. Við vitum ekkert hvað þeir vilja með sína peninga. Kannski eru þeir mun þolinmóðari en menna halda. En að minnstakosti er allt í lagi að tala við þá! Og sé ekki í fljótu bragði svona í ljósi síðustu vikna á Alþingi að Sigmundur Davíð sé miklu meiri snillingur en allir embættimenn, sérfræðingar og aðrir sem unnið hafa að þessu máli. Minni á að við erum mjög háð erlendum lánadrottnum nú bæði Ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, bankar og fleiri. Og held að ef að menn verði bara að athuga það að aðgerðir í einu máli getur haft víðtækar afleiðingar. Það er til lítlis að lofa fólki að það sé hægt að ná hundurðum milljörðum af mönnum sem eiga banka sem ríkið á bara lítinn hluta í og beit einhverjum bolabrögðum ef það verður til að við lendum í lánaþurð, fjárfestar komi ekki hingað og krónan falli eins og steinn. Það yrði kannski hægt að lækka lánin en ef krónan mundi í kjölfarið hefði fólk ekki heldur efni á að borga af lánum eða bara neyslur yfir höfuð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur