Sunnudagur 24.02.2013 - 14:57 - 2 ummæli

Hið flókna skattkerfi

Skattastefna á Íslandi er bútasaumsstefna. Þessu var haldið fram á nýlegum fundi Framsóknarfélaganna í Kópavogi.

Undir þetta get ég tekið.  Kerfið okkar er því miður orðið íþyngjandi, óskilvirkt og fullt af ósamræmanlegum lagaákvæðum.

Það er einkennilegt að þau lög sem varða helstu tekjuöflun ríkissjóðs,virðisaukaskattslögin og tekjuskattslögin hafa ekki verið endurskoðuð á heildstæðan máta.  Við rífust endalaust um eignarskatt eða tryggingargjald, – en á meðan sitjum við uppi með 51 bráðabirgðaákvæði í tekjuskattslögunum og virðisaukaskattskerfi sem er eins og völundarhús.

Í skýrslu AGS frá því 2011 segir að áherslur stjórnvalda verði að beinast að því að auka skilvirkni skattkerfisins og hvatningu til hagvaxtar. Leiðrétta verður þá ágalla (e.anomalies) sem finna má í kerfinu, ekki hvað síst eftir miklar lagabreytingar síðustu ára.

Þarna er vægt til orða tekið. Ég fékk að kynnast í fyrsta sinn þinglegri meðferð á hinum svokallaða bandormi fyrir síðustu áramót. Það er reynsla sem ég hef lítinn áhuga á að endurtaka.

Við hljótum að geta tekið höndum saman um að bæta skattkerfið okkar, einfalda það og tryggja aukna skilvirkni þess.  Bæta vinnubrögð okkar við skattalagabreytingar.

Skattkerfið á að styðja við vinnu og vöxt.  Aðeins þannig getumvið tryggt velferðina.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hvernig viltu nákvæmlega breyta skattkerfinu? Þjóðin á ekki að láta bjóða sér þessa tegund af stjórnmálum, þ.e. mjög óskýra gagnrýni og engar tillögur um úrbætur.

  • Jörundur

    Við megum ekki vera í stöðugum breytingum á skattakerfinu. Eins og núna bandormurinn (skattabreytingar) sem saminn var í nóvember og tók töluverðum breytingum í þinginu og var samþykktur seint í desember. Síðan tóku lögin gildi 1. janúar. Hvernig eiga fyrirtæki og almenningur að plana fram í tímann ef rekstrargrunnur fyrirtækisins eða fjölskyldunnar tekur stöðugum breytingum eins og þarna?
    Og á annað hundrað breytingar á skattalögum í tíð þessarar ríkisstjórnar. Jú, jú sjálfsagt einhverjar eða flestar vel heppnaðar – en öll plön raskast aftur og aftur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur