Föstudagur 08.03.2013 - 13:23 - 3 ummæli

Skilaboð til Seðlabankans

Ég spurði forsætisráðherra í dag um uppgjör þrotabúa föllnu bankanna.

Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Eru einhverjar viðræður óformlegar eða formlegar á milli stjórnvalda, Seðlabankans, kröfuhafa og/eða slitastjórna um uppgjör þrotabúanna? Hafa verið fengnir sérfræðingar, færustu sérfræðingar heims, til þess að tryggja hagsmuni þjóðarinnar í þessu stærsta einstaka hagsmunamáli þjóðarinnar, eða eru það embættismenn Seðlabankans og ráðherrar sem eru í þessum hugsanlegu viðræðum eða ekki? Þegar kemur að þessu, í þriðja lagi, mun ráðherrann tryggja að allir hennar ráðherrar og embættismenn hennar munu standa með þjóð sinni og gæta að hagsmunum hennar?“

Forsætisráðherra svaraði:

„…það verður ekki farið út í neinar aðgerðir sem að varða uppgjör á bönkunum eða höftunum nema að það sé fulltryggt að mati allra aðila að fjármálastöðugleiki í landinu verði tryggður. Og fjármálaráðherra hefur gert sér far um það að hafa samráð og samband við formenn flokkanna, bæði um höftin og meðferð þeirra, eins um uppgjör á nauðasamningum. Og ég á ekki von á öðru heldur en að það verði áfram, að það verði fullkomin samvinna við stjórnarandstöðuna í þessu stóra máli. Það er eðlilegt að það sé ekki gert í svona stóru máli að það sé samvinna allra aðila um það hvernig hagsmunum þjóðarinnar verði best gætt í þessu máli.“

Við ítrekun á spurningunni, um hvort viðræður væru í gangi við kröfuhafa og hvort ætlunin væri að ganga frá samningum fyrir eða eftir að búið væri að sækja endurnýjað umboð til þjóðarinnar sagði Jóhanna:

„….Það er verið að vinna að þessu að útbúa ýmsar sviðsmyndir í þessu máli, hvaða afleiðingar hitt og þetta hefur. Og það er alveg ljóst að við munum fara mjög varlega í öll þessi mál. Og ég á ekki von á því að málið sé komið svo langt að það verði gengið frá nauðasamningum fyrir kosningar. Og ég held að það sé ekkert sem liggi á í því efni. Og ég get alveg tekið undir það með háttvirtum þingmanni að það er nauðsynlegt að hafa samráð, fullt samráð við stjórnarandstöðuna í þessu máli og framgang mála. Mér þykir líklegt að það verði ný ríkisstjórn og nýr meirihluti sem að gangi frá þessu máli, og vonandi hefur hann þá sama háttinn á og þessi ríkisstjórn að hafa samráð við stjórnarandsöðuna þannig að það verði allir pólitískir flokkar sem komi að þessu máli.“

Ég vona að Seðlabankamenn hafi verið að hlusta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Takk fyrir að fylgja þessu helsta hagsmunamáli íslendinga eftir.

  Kalli
  (Kjósandi Sjálfstæðisflokksins)

 • leifur a.benediktsson

  Sæl Eygló,

  Gott mál og brýnt,kærar þakkir fyrir þessa fyrirspurn til Jóhönnu.

  Mig langar að vita hvort þú hafir upplýsingar frá háttvirtum Seðlabanka hvenær honum þóknist að koma með símtalið ,,góða“ til Alþingismanna?

  Eða er kanski Mási og co. að reyna að svæfa þennan ósvífna gjörning Geirs og Davíðs fram yfir kosningar?

  Hvaða skoðun hefur háttvirtur þingmaður almennings, á þessari töf Mása?

  Leifur kjósandi,ekki 4FLokksins.

 • kristin geir st briem

  var á fundi hjá framsógn í kópavogi á laugardag um húsnæðismál með gylfa arnbjörnsonar og altaf fáum við framsóknarmenn meira hrós þar talaði hann um að 90%hafi valdið hruninu mikkið eru framsóknarmenn góðir að snú á alla hagfræðingana og viðskiptafræðingana svo við tölum ekki um seðlabankann sem framsóknarmenn neidu til að keppa við íbúðarlánasjóð hvað voru þessir starfsmenn að hugsa þegar þeir voru búin að fá aðvörun frá seðlabankanum
  en buðu samt 100%. lán þó að seðlabankinn væri búin að seigja að þettað væri vonlaust.Er það skrítið að bankarnir fóru á hausinn. Og núna vilja þeir taka yfir ípúðarlánin þeir eru búnir að sína hversu miklir snillíngar þeir eru. Hvað ef bankarnir hefðu ekki farið í samkeppni við íbúðarlánasjóðværi hann ekki þá í góðum málum held það.Svo að þettað er bönkunum að kenna. Það er altaf gott að fá hrós frá mönum einsog gylfa arnbjörnsini sem vill bæði að ríkið borgi út íbúðarlánasjóð og borgi fyrir nýja félagslegakerfið með jú sköttum því lífeyrisjóðirnir ætla að fleita rjóman af kökuni .En hitt er anað mál að það verður að ræða hvað á að gera við íbúðalánasjóðætli skafti viti af þessu

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur