Sunnudagur 17.03.2013 - 10:08 - 1 ummæli

RÚV og stærðfræðin

RÚV birti í gær niðurbrot á kjördæmi úr síðustu Gallup könnun.  Fréttamenn RÚV virðast hafa átt í eilitlum erfiðleikum með að útskýra niðurstöður síðustu skoðanakannana, – en voru nú komnir með þetta.

Það hlyti að hafa fjölgað gífurlega á landsbyggðinni síðustu vikur.

Þar sem ég og flestir aðrir landsmenn höfðum ekki orðið vör við þessa búferlaflutninga, – ákvað ég að kíkja aðeins á tölurnar.

Nýjasta kjörskrá er frá 2012.  Miðað við hana og prósenturnar sem gefnar voru upp í fréttinni er þetta fjöldi atkvæða sem við myndum fá í einstökum kjördæmum:

  • Rvk-S 8.564
  • Rvk-N 5.890
  • Suðvestur (Kraginn) 18.773
  • Norðvestur 7.707
  • Norðaustur 8.708
  • Suður 12.078

Samtals 61.721

  • SV-hornið 54%
  • Landsbyggðin 46%

Mesta aukningin er í Kraganum, Reykjavík-Suður og Suðurkjördæmi ef miðað  er við kosningarnar 2009.

Ég bíð svo spennt eftir næstu fréttaskýringu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur