Föstudagur 11.03.2011 - 07:50 - 2 ummæli

Vantreysta stjórnvöldum

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði við Fréttablaðið í gær, að erlendir bankar vantreysti því umhverfi sem íslensk fyrirtæki búi við: tilviljunarkennda og oft órökréttra lagasetningu, versnandi skattaumhverfi, gjaldeyrishöft og frjálsleg meðferð stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum. Undir þetta tók Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær.  Ég geri ráð fyrir að þar spili stóra rullu breytt kröfuröð með neyðarlögunum, gjaldeyrishöftin, endalausar breytingar á skattkerfinu, Magma málið og aftur Magma málið.

Hefðu íslensk stjórnvöld kannski átt að eyða  minni tíma  í að þröngva upp á íslenska skattgreiðendur ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis?  Hefðu þau kannski átt að eyða meiri tíma í að undirbúa stefnumörkun og breytingar á skattkerfinu, starfsumhverfi fyrirtækja, og stjórnsýslunni.

– Og  forðast fyrir alla muni notkun á orðinu eignarnám á erlendum fjárfestingum á Íslandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Skipulega er öllu komið á verri veg, svo sæluríkið í austri virðist bjartara.

  • Bragi Páls

    Þetta er hárrétt hjá þér, Eygló.

    Haustið 2009 hófu núverandi stjórnvöld efnahagslega og pólitíska tilraun, þar sem markmiðið var að gera hér tilraun með sósialisma, nákvæmlega 20 árum eftir að sambærileg tilraun endaði með ósköpum í A-Evrópu.

    Sambærileg tilraun og hér er verið að framkvæma tilraun gekk engan veginn og var raun hörmungarsaga og endaði með ósköpum haustið 1989.
    Þeir sem voru ábyrgir fyrri þeirri tilraun voru seinna dæmdir í fangaelsi fyrir ýmis konar brot.

    Þegar núverandi sjórn fer frá völdum, (vonandi fyrr en seinna) verða þeir sem taka við stjórnarstaumunum og að innleiða hér algjört kerfisskipti í stjórn landsins, hvorki meira né minna.

    Fyrstu sex mánuðurnir munu væntanlega fara í að vinda ofan af þeirri óstjórn sem hér er verið að innleiða, kanna það hvort að hægt sé að draga þá sem ábyrgir eru fyrir núverandi þjóðfélagstilraun, fyrir lög og rétt, jafnvel landsdóm.

    Samhliða þessu þarf að hreinsa út úr stjórnsýslunni, alla þá pólitísku vini og vandamenn Samfó og VG sem ráðnir hafa verið án auglýsinga til þess eins og komast á ríkisjötuna.

    Þegar þessu verki er lokið, þarf að innleiða hér atvinnuvæna-, og svo maður talar nú ekki um, mannvæna stjórnarstefnu. Öðru vísi verður ekki hægt að vinna bug á atvinnuleysi, en 15.000 manns eru á atvinnuleysisskrá núna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur