Þriðjudagur 05.04.2011 - 16:13 - 20 ummæli

Kjóstu eins og ég vil, annars hefurðu verra af!

Þingmenn fá marga tölvupósta með hvatningu, ábendingum og já, skömmum um hin ýmsu mál.  Í dag barst okkur tölvupóstur frá Hrafni Gunnlaugssyni þar sem hann hvatti okkur, stjórnlagaráðsmenn og ýmsa fjölmiðla til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. 

Ekkert svo sem nýtt í því.

Mér brá hins vegar hastarlega við svarpósti sem kom frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.  Þar óskar hann eftir fá ekki frekari pósta frá Hrafni og skrifar svo: „Er ákaflega vel inni í efnahagsforsendum og að ef Nei verður ofaná þá verður samningaviðræðum slitið í Karphúsinu vegna forsendubrests það gildir um báða aðila.“

Hefur forysta atvinnurekenda og verkalýðsfélaga hótað að slíta viðræðum um kjarasamninga fyrir hönd sinna umbjóðenda, kjósenda í landinu, ef þeir kjósa ekki í samræmi við vilja forystunnar?

Eru menn alveg búnir að tapa áttum og tengslum við þá sem þeir eru að vinna fyrir? 

Áður fyrr var ekkert sjálfsagt við að menn gætu myndað félög, barist fyrir sínum hagsmunum eða fengið að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa í samræmi við sínar pólitískar skoðanir.  Atkvæðarétturinn var nátengdur við að fólk kysi „rétt“, og þá í samræmi við hagsmuni atvinnurekanda eða ákveðins stjórnmálaafls.

Líkt og núna…

Þarna virðist verkalýðshreyfingin endanlega skriðin upp í faðminn á samtökum atvinnurekenda og má vart á milli sjá hverjir berjast harðar fyrir hagsmunum auðvaldsins.

Það er því ástæða til að benda almennum kjósendum á að nýta sér atkvæðisrétt sinn næst þegar þessir sömu menn sækjast eftir endurkjöri til forystustarfa í verkalýðshreyfingunni.

Svona áður en þeir taka hann líka af okkur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Afhverju kemur þetta á óvart? Villi hefur sagt þetta sjálfur áður.

  • Verkalýðshreyfingin er alegerlega rúin traustil og hefur ekkert bakland lengur.

  • Gjörsamlega forkastanleg viðbrögð Guðmundar og ASÍ.

    Þvílúkur hroki!

    Þetta fólk þarf að setja af.

    Það verður næsta verk á dagskrá eftir að við höfum sent þingið og ríkisstjórnina út í hafsauga með því að segja NEI á laugardag.

  • Er það forgangsverkefni hjá verkalýðsforystunni að hóta félagsmönnum sínum?

  • Mr. Crane

    Er þetta ekki bara ágætis vísbending um hvað það er heimskulegt að segja nei við þessum samning. ASÍ og SA eru algjörlega sammála um þetta mál.
    Önnur vísbending felst í því að Sigmundur Davíð, Hannes Hólmsteinn, Þór Saari, Davíð Oddsson, Hallur Hallsson, og fleiri menn af svipuðu sauðshúsi er á móti samningnum.

    Þá eru nú SA og ASÍ ásamt lunganum af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og greinda fólkið í Framsókn gæfulegri félagsskapur…

  • ASÍ og SA hafa líka verið hjartanlega sammála um það í mörg ár að halda launum niðri í landinu. Svo hrópum húrra fyrir þeim.

  • Hallur Heimisson

    Sæl.
    Það sem Guðmundur er að benda á og það sem er uppi í umræðunni í Karphúsinu að kosið verður stöðnun eða framfarir í komandi kosningum.
    Þetta er einfalt. nei við Icesave þýðir aðeins verri stöðu fyrir samfélagið.
    Við getum ekki látið stjórnast af stolti á laugardaginn við verðum að stjórnast af skynsemi.
    Það verður ekki kosið um neitt annað á laugardaginn en Icesave, ekki ríkistjórnina, ekki auðsóða, ekki bankstera, verkalýsðforystun eða að klekkja einum né neinum nema þá okkur sjálfum.
    Kjósum fyrir framtíðina X-JÁ.

  • Gylfi Arnbjörnsson lýsti því yfir í hádegisfréttum RUV að verði Icesave fellt náist ekki að semja til þriggja ára. Þessu hélt hann fram blygðunarlaust og fréttamaðurinn sá ekki ástæðu til þess að biðja um rök fyrir staðhæfingunni. Guðmundur Gunnarsson er við sama heygarðshornið.
    Hvers vegna þessi hræðsluáróður? Engin rök, einungis upphrópanir til þess eins að skapa ótta. Og menn skulu hafa það hugfast, að þessir sömu menn beittu nákvæmlega sömu vinnubrögðum þegar þeir mæltu með Icesave I og Icesave II og geta því tæpast talist trúverðugir.
    En hvers vegna? Nú eru þetta menn sem eiga fyrst og fremst að gæta hagmuna sinna félagsmanna en ekki að ganga erinda stjórnmálaflokks sem svo vill til að leiðir núverandi ríkisstjórn. Bara af þeim ástæðum er baráttuþrek þeirra fyrir hönd alþýðunnar ekkert eins og berlega er að koma í ljós í yfirstandandi kjaraviðræðum. Annað sem þvælist fyrir þessum heiðursmönnum er nánd þeirra við rekstur lífeyrissjóðanna. Þeir virðast líta á plott og fjármálgerninga lífeyrissjóðanna vænlegra og huggulegra viðfangsefni en að berjast fyrir lífvænlegri afkomu umbjóðenda sinna. Þeim væri því nær að halda sig til hlés í Icesave umræðunni og leyfa þjóðinni sjálfri að ráða afstöðu sinni til þess máls. Hún er fullfær um það.

  • Þórey Matthíasdóttir

    Það verður að sópa verkalýðshreyfinguna og ná þar inn hæfu fólki. Að Guðmundi Gunnarssyni skuli dirfast. Og svo núna SA að fara að stjórna sjávarútvegstefnu þjóðarinnar. Ég segi NEI takk. Hverjum er ekki sama þó ekki sé samið upp á 1,5%-3.% launahækkanir á nokkrum árum. Þjóðin er komin á heljarþröm og hefur verið rænd og þessi ruslaralýður reynir að kúga fólk.

  • HEYR, HEYR, Þórey!!!

  • Hjalti Atlason

    Þetta útspil SA er hvílík snilli. Það er enginn auglýsing fyrir x-Nei sem toppar þetta.

  • Ekki það að maður hafi haft mikið álit á þessum herramönnum áður SA og ASÍ frekar enn stjórnmálamönnum enn núna þá er lítið sem ekkert efir.

    Sammála Þórey hér að ofan: Hverjum er ekki sama þó ekki sé samið upp á 1,5%-3.% launahækkanir á nokkrum árum, það breytir ekki einu né neinu nema það að verðbólga eykst verð hækkar sama kjaftæðið aftur og aftur ! Allt gert til að þessar fáu fjölskyldur sem eiga þetta sker haldi sínu.
    Ég læt ekki hóta mér, og mín NEI afstaða bara herðist meir og meir.

    X – NEI !

  • Er Guðmundur auk ASI og SA ekki bara að benda á veruleikann? Nokkuð sem þið flestir framsóknarmenn vitið varla orðið hvað er. Enda veruleikafirrtur flokkur.
    Segðu okkur annars Eygló, verður allt í fína ef Nei-ið verður ofaná? Er það í samræmi við það sem Lee Bucheit og Lárus Blöndal, samningarnefndarmenn stjórnarandstööðunnar, segja?
    Þið í stjórnarandstöðunni höfðu beina aðkoma að þessu samningsmáli, en nú hlaupa flestir framsóknarmenn frá. Þið standið ekki við ykkar eigin samning og eruð þess vegna ómerkingar í augum okkar viðsemjanda.

  • Kristján Elís

    Þessi kosning snýst um hagsmuni íslendinga, ekki hvað ASÍ eða SA forysta segir,
    Það er ekkert vandamál að standa æpandi, þið eruð allir drullusokkar. Það breytist bara ekkert við það.
    Ef fólk vill halda áfram svona upphrópunum og hjakka í sama farinu þá segir það auðvitað nei en ef fólk er að hugsa um þjóðarhag þá segir það JÁ

  • Þórður

    Við borgum ekki skuldir fjarglæpamanna. Kjosum x-NEI n.k. laugardag.

  • Kristján Elís

    Þórður, Villtu leggja niður ábyrgðarsjóð launa? í hann er greitt af skattpeningum almennings og borgað úr honum til launþega sem vinna hjá gjaldþrota fyrirtækjum sem eiga akki fyrir launagreiðslum

  • Kristinn Dagur Gissurarson

    Alveg ótrúlegur hroki í Guðmundi Gunnarssyni og mörgum öðrum, m.a. nokkurra er rita hér ummæli. Menn greinir einfaldlega á um lagalega skyldu sem og siðferðilega. Að hér verði allt í frosti ef samningurinn verði felldur er jafn fráleitt eins og að hagar verði að eilífu grænir ef við samþykkjum þessa ófremdarsamninga. Því miður var vitlegasta samningsleiðin ekki valin, að bíða með að kljást um málin og greiða sem mest úr þrotabúinu á skömmum tíma.
    Lóð NEI rakanna vega meira á minni vog. Segjum NEI, sterkum rómi á laugardaginn.

  • Kristján Elís

    Guðmundur er auðvitað bara að segja frá raunveruleikanum. Ef við segjum nei þá hjakkar hér bara allt í sama farinu, fólk heldur áfram að rífa kjaft með stóryrðum og hver höndin upp á móti annari.
    Ef við segjum já þá er þó einhver von
    því segi ég kröftugt já og stöndum saman

  • Þykir nú rétt að benda þingkonunni og fleirum á að Guðmundur hefur margoft skrifað um það að samþykkt samnings sé forsenda kjaraviðræðna sem muni verða sjálfhætt vegna forsendubbrests ef neiið verður ofan á.

    Einnig hefur þetta komið oft fram síðustu mánuði af hálfu SA og ASÍ o.fl. að miðað sé við í kjaraviðræðum þá forsendu að IceSave verði samþykkt.

    Manni finnst því ansi langt seilst að kalla þetta hótun sem má rekja örugglega til sandkassaleikja lokaspretts kosningabaráttunar.

  • Sem opinber starfsmaður er ég búinn að vera samningslaus í nokkur ár nú þegar.

    Mér skilst að það megi ekki semja við okkur fyrr en „almenni markaðurinn“ er búinn að semja með sínum hefðbundnu fyrirvörum um að enginn megi fá meira en þeir.

    Guðmundur Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og allir hinir mega því éta það sem úti frýs fyrir mér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur