Fréttablaðið birtir í dag smáfrétt af flokksþingi Framsóknarmanna og virðist telja lykilatriðið af öllu sem gerðist í gær að í 50 mínútna yfirlitsræðu formanns hafi hann ekki sagt „orðið“.
Það er til skýring á þessu fyrirbæri.
Blaðamenn Fréttablaðsins hafa legið yfir Icesave (oops, skrifaði orðið…) núna dögum og vikum saman, fengið innsendar tugi ef ekki hundruðir greina um málið og fátt annað komið fram í fréttum og fréttaskýringum blaðsins síðustu daga.
Þeir eru einfaldlega komnir með „orðið“ á heilann. Æ, greyin.
Gleðilegan kjördag kæru Íslendingar
Hvað með hin tvö orðin: „ESB“ og „aðlögun“ ?
Nákvæmlega.
Með fullri virðingu, þá hefur foringi vor verið með „orðið“ á vörum sér kannski meir en nokkur annar og er aðili að sérstökum samtökum er nefnd eru Indefence sem einnig eru með „orðið“ á heilanum.
Þess vegna er það frétt þegar foringi vor stígur upp og flytur ræðu á flokksþingi sem stendur yfir nær samstundis og þjóðaratkvæðagreiðsla á sér stað um Icesave og minnist ekki einu orði á það.
Og kemur einnig með einhverja steypu um að nú sé rétt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Það er svo merkilegt að í hvert sinn er formaðurinn talar þá eru ræður hans eins og hann sé að ávarpa miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Er hann í réttum flokki?
Maður spyr sig.
Til hamingju þið Framsóknarfólk.
Loksins þá er það á hreinu að þið viljið einarðlega hafna ESB aðild eins og lang stærstur hluti þjóðarinnar.
Þó svo að fólk hafi skipst í tvær næstum jafn stórar fylkingar um það hvort draga eigi umsóknina til baka eða ekki eins og sakir standa þá merkir það ekki neitt að mínu mati.
Andstaðan við ESB aðild er alveg skýr og afdráttarlaus hjá ykkur og það er mjög gott mál.
Ég og margir gallharðir andstæðingar ESB viljum alls ekki að ESB umsóknin verði afturkölluð af stjórnmálafólkinu, það gengi aldrei.
Ja nema þá að það yrði gert í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það væri lýðræðislegast og það yrði reyndar enn verri útreið en úrtöluliðið og „Já sinnarnir“ fengu í ICESAVE málinu !