Mánudagur 11.04.2011 - 11:55 - Rita ummæli

VG og jafnréttið

Vinstri Grænir hafa skilgreint sig sem flokk sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti í hávegum

Því hljóta fylgismenn flokksins að vera klóra sér í kollinum yfir fréttum um að þingflokkurinn hafi ákveðið að víkja konu úr sæti þingflokksformanns fyrir karl.

Árni Þór Sigurðsson tók við starfi þingflokksformanns í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, og í frétt á Eyjunni kemur fram að rætt hafi verið að víkja henni úr sætinu jafnvel á meðan hún var í fæðingarorlofi.  Rökin fyrir þessari ákvörðun virðast vera að formaðurinn treystir ekki Guðfríði Lilju til að sitja og standa eins og hann vill.

Hvers konar skilaboð eru þetta til samfélagsins?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur