Vinstri Grænir hafa skilgreint sig sem flokk sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti í hávegum.
Því hljóta fylgismenn flokksins að vera klóra sér í kollinum yfir fréttum um að þingflokkurinn hafi ákveðið að víkja konu úr sæti þingflokksformanns fyrir karl.
Árni Þór Sigurðsson tók við starfi þingflokksformanns í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, og í frétt á Eyjunni kemur fram að rætt hafi verið að víkja henni úr sætinu jafnvel á meðan hún var í fæðingarorlofi. Rökin fyrir þessari ákvörðun virðast vera að formaðurinn treystir ekki Guðfríði Lilju til að sitja og standa eins og hann vill.
Hvers konar skilaboð eru þetta til samfélagsins?

Eygló Harðardóttir
Rita ummæli