Þriðjudagur 12.04.2011 - 10:52 - 9 ummæli

Ríkisstjórn?

Framsóknarflokkurinn er í stjórnmálum til að koma hugsjónum sínum og málefnum í framkvæmd til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.

Við erum ekki í stjórnmálum til að vera pólitískt uppfyllingarefni fyrir aðra flokka.

Í umræðum um ríkisstjórnarsamstarf höfum við lagt áherslu á að stjórnmálaflokkar landsins taki höndum saman og sameinist um ákveðin brýn viðfangsefni;  sérstaklega að koma atvinnulífinu  í gang, leysa úr skuldavanda heimila og fyrirtækja og koma bankakerfinu  á stað.

En  stjórnarsamstarf yrði alltaf að vera á forsendum málefnanna.

Á forsendum þess sem er til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hallur Magnússon

    Rétt!
    Er þá ekki þjóðarinnar vegna rétt að leggja fram samþykktir Framsóknar í atvinnumálum sem byggja á flottri vinnu Birkis Jóns varaformanns – og önnur áhersluatriðið – og spyrja hvort Samfylking og VG séu reiðubúinn í nýja ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála?

    Ekki trufla Evrópumálin – því flokksþingið felldi tillögu um að draga skuli umsókn að Evrópusambandinu til baka og ekkert stendur í ályktuninni að hætta skuli viðræðum. Það hentar Samfylkingu.

    Hins vegar var ályktað að hag Íslands væri best borgið utan ESB. Það hentar VG.

    Þá er IceSave málið búið – núna er það framkvæmdaatriði – og ætti ekki að flækjast fyrir eins og áður.

    Bingó. Sterkari 3 flokka ríkisstjórn – sem er betri kostur en núverandi ríkisstjórn fyrir þjóðina.

    Hins vegar er ekki víst að slíkt yrði best fyrir Framsókn – en ég veit að þú tekur hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir flokkshagsmuni ogþína eigin pólitísku hagsmuni.

    Gangi þér vel með Samfó og VG!

  • Jóhanna og Steingrímur munu kaupa tvo fulltrúa ykkar.

  • Steini Jóns

    Er ekki aðalmálið hvernig flokkur – Framsókn eða annar – geti orðið að gagni. Hann er bara uppfyllingarefni ef gagnið er ekkert…

  • Brýnt viðfangsefni eftir Icesave ætti að vera að kalla fyrir Landsdóm þá aðila sem brutu 65. gr. Stjórnarskrárinnar, með því að úthluta sumum þegnum þjóðfélagsins kvótann með frjálsu framsali 1991, sem þeir hafa síðan hagnast óheyrilega á, með því að selja þessa sameign þjóðarinnar frá sér með frjálsu framsali.Þessi verknaður er skýrlega brot á Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland.
    Þetta er verkefni sem Landsdómur ætti hæglega að ráða við,

  • Alveg rétt hjá þér Eygló, Framsókn hefur ekkert að gera inn í þessa ríkisstjórn slíkt væri algjör banabiti fyrir Framsóknarflokkinn. Getur þú ekki reynt að tala yfir hausamótunum á henni Siv hún virðist vera með óseðjandi þörf fyrir að koma sér á framfæri og láta sem mest bera á sér. Þetta var barnalegt útspil hjá henni í morgun. Bestu kveðjur af Suðurnesjum.

  • Ragnhildur H.

    Eygló , eg treysti þvi að þið framsóknarmenn leggist á árar með Sjálfstæðismönnum að koma þessari hættulegu stjórn burtu ? Til þess að hægt verði að framfylgja þvi sem NEI IÐ VIÐ ICWESAVE FÓL I SER og framkvæma þarf i sambandi við það t.d. Erlendis EKKI TREYSTI EG NÚVERANDI STJÓRN TIL ÞESS !

  • Framsókn var um áratugaskeið uppfyllingarefni í hrun-stjórn Sjálfstæðismanna. Það er gott mál ef flokkurinn vill eitthvað annað hlutverk, en það fær hann ekki hjá Sjálfstæðisflokknum, sagan segir okkur það.

  • Ingólfur

    Það verður að segjast eins og er að það er afrek hjá ykkur að vera að tapa fylgi þ.e.a.s mælast oftast vel undir kjörfylgi á meðan situr Stjórn sem stendur blóðug upp að öxlum að taka óvinsælar ákvarðanir. skildi það vera að það sé vegna þess að þið eruð með þann neikvæðasta og ótrúverðugasta flokksformann sem sögur fara af ? Það er allaveg ljóst að flokkurinn deyr endanlega ef hann sest aftur í stjórn með sjálfstæðisflokknum þannig að annaðhvort er að sitja í andstöðu o byggja sig upp í nokkur ár eða taka slaginn með vinstristjórninni og reyna að leysa vandann en í guðanna bænum losið ykkur við þennann steingerving sem situr í formannsstólnum svo fólk geti mögulega kosið gömlu góðu Framsókn aftur 🙂

  • Sennilega er eina lausnin svo allt fari ekki upp í loft í þjóðfélaginu, því ástandið má ekki versna.
    Er að allavega hluti framsóknar, Lilja,Atli, og Hreyfingin gangi inn í nýja ríkistjórn með Samfó. og VG. Fyrsta verk vinda ofan af vísitölunni, td. með því að bezín, áfengi, og tóbak hafi ekki nema 50% vægi af því sem nú er.
    Auka þorskkvótann stax um ca.30 þúsund tonn. 15 þúsund í aflamarkskerfið og 15 þúsund í strandveiðar, 15% af brúttó afla beint í ríkisjóð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur